Ferill 580. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 986 – 580. mál.



Skýrsla



Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins fyrir árið 1997.

1. Inngangur.
    Þátttaka Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins í starfi sambandsins (Inter-Parlia mentary Union) á árinu 1997 var með hefðbundnum hætti og tók deildin þátt í báðum reglu legum þingum sambandsins. Það fyrra var haldið í Seoul í apríl (97. þing) og hið síðara í Kaíró í september (98. þing). Einnig var haldin sérstök ráðstefna um jafnrétti karla og kvenna í stjórnmálum.
    Stjórn Íslandsdeildar skipa Geir H. Haarde (Sjálfstæðisflokki), formaður, Magnús Stef ánsson (Framsóknarflokki), Einar K. Guðfinnsson (Sjálfstæðisflokki), Bryndís Hlöðvers dóttir (Alþýðubandalagi og óháðum) og Jóhanna Sigurðardóttir (Þjóðvaka). Áheyrnarfull trúar voru Gísli S. Einarsson (Alþýðuflokki) og Kristín Halldórsdóttir (Kvennalista). Ritari deildarinnar er Elín Flygenring, forstöðumaður alþjóðasviðs Alþingis.

2. Ráðstefna um jafnrétti karla og kvenna í stjórnmálum.
    Ráðstefna um jafnrétti karla og kvenna í stjórnmálum var haldin á vegum Alþjóðaþing mannasambandsins í Nýju-Delí dagana 14.–18. febrúar 1997. Á vegum Íslandsdeildarinnar tóku þátt í ráðstefnunni Kristín Halldórsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Geir H. Haarde tók þátt í ráðstefnunni sem varaforseti Alþjóðaþingmannasambandsins og fulltrúi í undirbún ingsnefnd fyrir hana. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var einn ræðumanna á ráðstefnunni.
    Ráðstefnuna sóttu fulltrúar 79 þjóðþinga ásamt fulltrúum félagasamtaka. Samvinna karla og kvenna í stjórnmálum var eitt aðalþemað. Í því sambandi var m.a. rætt um kosti og galla kynjakvóta varðandi stjórnmálaþátttöku. Annað þema var jafnrétti kynjanna innan stjórn málasamtaka. Einnig var sérstaklega rædd nauðsyn þess að þjálfa konur fyrir stjórnmálaþátt töku þeirra, vandamál við fjármögnun kosningabaráttu kvenna og mikilvægi fjölmiðla fyrir konur sem taka þátt í stjórnmálum.
    Til úrbóta voru nefnd ýmis atriði, m.a. að konur sem þátt taka í stjórnmálum myndi með sér óformleg samstarfstengsl og að löndin sjái um ráðgjöf til kvenna sem vilja hefja stjórn málaþátttöku eða stofni sérstakar stuðningsnefndir fyrir þær. Mikilvægt væri að þjóðþing auðveldi konum stjórnmálaþátttöku með lagalegum úrræðum og einnig að þau marki sérstaka stefnu í þessum efnum. Styðja þyrfti sérstaklega félagasamtök sem hafa jafnrétti kynjanna á stefnuskránni. Að lokum var undirstrikað mikilvægi þess að Alþjóðaþingmannasambandið fylgi þessum málefnum eftir.

3. Þingið í Seoul.

    Alþjóðaþingmannasambandið hélt 97. þing sitt í Seoul dagana 10.–15. apríl 1997. Þingið sóttu fulltrúar 117 þinga. Af hálfu Íslandsdeildar sóttu þingið alþingismennirnir Geir H. Haarde, Magnús Stefánsson og Gísli S. Einarsson, auk ritara.

3.1. Störf og ályktanir þingsins.
    Að venju var fjallað um þrjú málefni á þinginu. Þau voru eftirfarandi:
          Samvinna um öryggi og stöðugleika í heiminum auk gagnkvæmrar virðingar fyrir fullveldi ríkja.
          Nauðsynlegar aðgerðir til að breyta framleiðsluferli og neyslumunstri með tilliti til sjálfbærrar þróunar.
          Staða Jerúsalemborgar.
    Umræður um þessi mál fóru fram í nefndum þingsins, en auk þess voru almennar stjórn málaumræður í þingsal þá daga sem ekki voru fundir í nefndum. Geir H. Haarde flutti ræðu í almennu stjórnmálaumræðunum og vék m.a. að vandamálum og sambúð ríkjanna á Kóreu skaga, áætlunum um stækkun Atlantshafsbandalagsins og störfum Alþjóðaþingmannasam bandsins. Að öðru leyti skipti sendinefndin með sér setu á nefndafundum. Þingið ályktaði um öll þrjú umræðuefnin, en nokkur átök urðu í nefndinni sem fjallaði um málefni Jerúsalem. Einnig var samþykkt sérstök viðbótarályktun vegna neyðarástandsins í Albaníu og Saír.

3.2. Störf og ályktanir ráðsins.
    Ráð Alþjóðaþingmannasambandsins, sem skipað er tveimur þingmönnum frá hverju þingi og fer með æðsta vald í innri málefnum sambandsins, kom þrívegis saman í Seoul. Þar af var haldinn einn aukafundur þar sem m.a. var tekist á um aðildarumsókn þjóðarráðs Palestínu manna og áframhaldandi aðild Hvíta-Rússlands. Öll íslenska sendinefndin sat fundi ráðsins.
    Að vanda var lögð fram ítarleg skýrsla þeirrar nefndar Alþjóðaþingmannasambandsins sem hefur það verkefni að fylgjast með mannréttindabrotum gagnvart þingmönnum og reyna að fá þingmenn leysta úr haldi hafi þeir verið fangelsaðir án dóms og laga. Í skýrslu nefnd arinnar var gerð grein fyrir málum 123 þingmanna í tólf ríkjum þar sem brotin höfðu verið mannréttindi á þingmönnum.
    Á fundi ráðsins var m.a. fjallað um væntanlega samstarfssamninga Alþjóðaþingmanna sambandsins og Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) annars vegar og sambandsins og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) hins vegar. Einnig var rætt um starfsemi fastanefnda sambandsins. Geir H. Haarde stýrði fundi ráðsins sem haldinn var á síðasta degi þingsins.
    Ráðið fjallaði um fjölmörg önnur mál er varða innra starf sambandsins, svo sem fjármál þess og skýrslur forseta sambandsins, framkvæmdastjórnar, framkvæmdastjóra og sérnefnda.

3.3. Störf framkvæmdastjórnar.
    Framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins, sem skipuð er tólf þingmönnum auk forseta sambandsins, fundaði tvo daga fyrir upphaf þingsins auk þess sem hún hélt einn heils dagsfund samhliða þinginu. Geir H. Haarde sem sæti á í framkvæmdastjórninni var einnig varaformaður hennar á árinu 1997 og staðgengill forseta sambandsins. Kom í hans hlut að stýra nokkrum fundum framkvæmdastjórnarinnar. Framkvæmdastjórnin tók afstöðu til að ildarumsókna frá þingum Kambódíu, Georgíu, Tadsjikistan, Níger og frá þjóðarráði Palest ínu. Afstaða var einnig tekin til áframhaldandi aðildar Hvíta-Rússlands og Búrúndí og lagt til að þeim yrði vikið tímabundið úr sambandinu. Jafnframt fjallaði stjórnin um ýmis innri mál Alþjóðaþingmannasambandsins og gekk frá tillögum fyrir fundi ráðs sambandsins.

3.4. Störf pólitískra svæðahópa.
    Á þingum Alþjóðaþingmannasambandsins er mikið um fundi pólitískra svæðahópa (nokk urs konar þingflokka) sem þingfulltrúar skiptast í. Íslandsdeildin á aðild að Tólfplús-hópnum sem skipaður er þingmönnum frá flestum ríkjum í Evrópu auk Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá eiga Ísrael, Evrópuþingið og Evrópuráðsþingið aukaaðild að hópnum.
    Franz Josef van der Heijden frá Hollandi, formaður hópsins, stýrði störfum hans fyrir upphaf þingsins og síðan á hverjum morgni fyrir þingfundi. Á þessum samráðsfundum var tekin afstaða til einstakra mála, kosninga í trúnaðarstörf og þátttöku í nefndarstarfi.

4. Þingið í Kaíró.
    Alþjóðaþingmannasambandið hélt 98. þing sitt í Kaíró dagana 11.–16. september. Þingið sóttu fulltrúar 128 ríkja, auk áheyrnarfulltrúa frá fjölmörgum alþjóðasamtökum. Af hálfu Ís landsdeildar sambandsins sóttu þingið alþingismennirnir Geir H. Haarde, formaður Íslands deildarinnar, Magnús Stefánsson og Einar K. Guðfinnsson, auk ritara.

4.1. Störf og ályktanir þingsins.
    Að venju var fjallað um þrjú málefni á þinginu. Þau voru eftirfarandi:
          Hvernig tryggja beri viðvarandi lýðræði með nánum tenglsum milli þjóðþinga og kjósenda.
          Atvinnuþátttaka í sífellt samþættara alþjóðakerfi.
          Aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun á börnum.
    Umræður um þessi mál fóru fram í nefndum þingsins, en auk þess fóru fram almennar stjórnmálaumræður þá daga sem ekki var fundað í nefndum. Einar K. Guðfinnsson flutti ræðu í almennu stjórnmálaumræðunum og vék m.a. að hvalveiðum og skynsamlegri nýtingu sjávarauðlinda. Ræddi hann um fjölgun hvala við Ísland og markmið Ríó-sáttmálans um sjálfbæra þróun og skynsamlega nýtingu auðlinda. Að öðru leyti skipti sendinefndin með sér setu á nefndarfundum. Þingið ályktaði um öll þrjú umræðuefnin.

4.2. Störf og ályktanir ráðsins.
    Ráð Alþjóðaþingmannasambandsins kom tvívegis saman í Kaíró. Öll íslenska sendinefnd in sat fundi ráðsins.
    Ráðið kaus nýjan forseta sambandsins, Miguel A. Martinez frá Spáni, í stað fráfarandi forseta A.F. Sorour frá Egyptalandi. Tveir aðrir þingmenn buðu sig fram, forseti þingsins á Indlandi, P.A. Sangma, og E. Menem, öldungardeildarþingmaður frá Argentínu. Marinez hlaut örugga kosningu í annarri umferð.
    Mannréttindanefnd samabandsins gerði grein fyrir málum 129 þingmanna í tólf löndum þar sem brotin höfðu verið mannréttindi á þingmönnum.
    Á fundi ráðsins var einnig fjallað um samvinnu þingmannasambandsins og Sameinuðu þjóðanna sem er sívaxandi og samþykkt sérstök grundvallaryfirlýsing um skilgreiningu á lýðræði.
    Fyrir hönd framkvæmdastjórnar gerði Geir H. Haarde grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir 1998 og var hún afgreidd í ráðinu.

4.3. Störf framkvæmdastjórnar.
    Framkvæmdastjórn Alþjóðaþingmannasambandsins fundaði fyrir þingið og á meðan á því stóð. Geir H. Haarde á sæti í framkvæmdastjórninni til haustsins 1998, en hann var varafor seti sambandsins frá hausti 1995. Kjörinn var nýr varaforseti samhliða forsetaskiptum og hlaut C.S. Park, þingmaður frá Suður-Kóreu, kosningu. Hann var nýlega valinn utanríkisráð herra landsins. Stjórnin ræddi m.a. áhuga Bandaríkjanna á að breyta stöðu sinni í samband inu. Þá var og tekin ákvörðun um hvernig standa skuli að ráðningu nýs framkvæmdastjóra þess. Skipt var um tvo framkvæmdastjórnarmenn og voru fulltrúar frá Eistlandi og Rússlandi kjörnir í stað fulltrúa frá Svíþjóð og Slóveníu.

4.4. Störf pólitískra svæðahópa.
    Tólfplús-hópurinn, pólitíski svæðahópurinn sem Íslandsdeildin á aðild að, hélt fund fyrir upphaf þingsins og síðan á hverjum morgni fyrir þingfundi. Á þessum samráðsfundum var tekin afstaða til einstakra mála, kosninga í trúnaðarstörf og þátttöku í nefndarstarfi. Formað ur hópsins, Franz Josef van der Heijden frá Hollandi, lét af formennsku við lok þingsins og í hans stað var kjörinn Dieter Schloten frá Þýskalandi. Ísland gegndi formennsku í þessum hópi á árunum 1992–94.

5. Næstu þing.
    Næstu þing sambandsins verða í Windhoek (apríl 1998), Moskvu (haustið 1998), Brussel (vorið 1999) og Berlín (haustið 1999).

Alþingi, 10. mars 1998.



Geir H. Haarde,


form.


Magnús Stefánsson.



Einar K. Guðfinnsson.




Bryndís Hlöðversdóttir.


Jóhanna Sigurðardóttir.