Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1020 – 442. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á lögreglulögum, nr. 90 13. júní 1996, sbr. lög nr. 83 27. maí 1997 (samstarf lögregluliða, valnefnd Lögregluskólans o.fl.).

Frá allsherjarnefnd.1.      Á undan 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
         Orðin „deildin skal rannsaka mál vegna kæra á hendur lögreglumönnum vegna brots í starfi“ í b-lið 2. mgr. 5. gr. falla brott.
2.      Við 4. gr.
       a.      Í stað orðanna „2. og 3. mgr.“ í upphafsmálsgrein komi: 3. og 4. mgr.
       b.      Í stað tölunnar „2“ í upphafi 1. efnismgr. komi: 3.
       c.      Í stað orðanna „3. Dómsmálaráðherra“ í 2. efnismgr. komi: 4. Ríkislögreglustjóri.
       d.      Í stað orðsins „setja“ í 2. efnismgr. komi: ráða.
3.      Á eftir 4. gr. komi ný grein er orðist svo:
         35. gr. orðast svo:
         Kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans skal beina til ríkissaksóknara og fer hann með rannsókn málsins.
         Við meðferð slíkra mála getur ríkissaksóknari beitt þeim heimildum sem lögregla hefur endranær.
         Lögreglu ber að veita ríkissaksóknara aðstoð við rannsókn mála samkvæmt þessari grein eftir því sem óskað er.