Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1021 – 441. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um meðferð opinberra mála, nr. 19 26. mars 1991.

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, Hallgrím Ásgeirsson lögfræðing og Egil Stephensen, Stefán Hirst og Þröst Eyvinds frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Þá hafa nefndinni borist umsagnir um málið frá lögreglustjóranum í Reykjavík, Umferðarráði, ríkissaksóknara og Sýslumanna félagi Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um meðferð opinberra mála og er þeim ætlað að gera meðferð minni háttar sakamála markvissari og ná bættum árangri í sektarinn heimtu, en að undanförnu hefur ekki tekist að sinna sektarmálum nægilega vel í nokkrum stærri umdæmum landsins. Því er lagt til að minni háttar sakamáli verði lokið á mun einfald ari hátt en nú er, með ákvörðun dómara um sekt og vararefsingu, og taki dómari þá ákvörðun með áritun á sektarboð lögreglustjóra. Á þetta við ef sakborningi hefur sannanlega borist sektarboð lögreglustjóra en hann ekki sinnt því innan tilskilins frests. Slík áritun hefði þá sama gildi og dómur og því unnt að leita fullnustu sektar með aðför eða beita vararefsingu.
    Lagt er til að frumvarpið öðlist þegar gildi og geta þau mál sem þegar eru til meðferðar hjá lögreglustjóra við gildistökuna sætt þeirri meðferð sem lögð er til með frumvarpinu þótt brot hafi verið framið fyrir þau tímamörk eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu. Telur nefndin slíkt eðlilegt þar sem hér er um málsmeðferðarreglur að ræða og samkvæmt meginreglum réttarfars fer meðferð mála eftir gildandi reglum á hverjum tíma. Þykir í því sambandi rétt að taka fram að þessi málsmeðferð á ekki að leiða til breytinga á þyngd refs inga.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Jóhanna Sigurðardóttir skrifar undir álit þetta með fyrirvara.

Alþingi, 24. mars 1998.Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.Bryndís Hlöðversdóttir.
Jón Kristjánsson.Árni R. Árnason.Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.Kristján Pálsson.Guðný Guðbjörnsdóttir.Hjálmar Jónsson.