Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1023 – 603. mál.Frumvarp til lagaum kjaramál fiskimanna.

(Lagt fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)1. gr.

    Efnisákvæði miðlunartillagna þeirra sem ríkissáttasemjari lagði fram til lausnar kjara deilum á fiskiskipaflotanum þann 16. mars 1998, og birt eru á fylgiskjölum I–IV sem eru hluti af lögum þessum, skulu frá gildistöku laga þessara gilda um kaup og kjör fiskimanna í aðildar félögum Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og aðildar félögum Alþýðusambands Vestfjarða, svo og Vélstjórafélagi Íslands, Vélstjórafélagi Ísa fjarðar, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja, með þeim breytingum sem fram koma í 2. gr.

2. gr.

    Séu færri menn á skipi en við er miðað í skiptakjaraákvæðum kjarasamninga varðandi við komandi veiðigrein og stærð skips skiptist hlutur eða hlutir þeirra sem á vantar á milli þeirra sem á skipinu eru í réttu hlutfalli við skiptahlut þeirra. Þessi málsgrein raskar þó ekki sér ákvæðum kjarasamninga varðandi línuveiðar og skelfiskveiðar.
    Ferðir til veiða utan efnahagslögsögu Íslands úr stofnum sem ekki eru íslenskir deilistofnar eru sérstakt kauptryggingartímabil og teljast því ekki til sama kauptryggingartímabils og aðrar veiðar skips.

3. gr.

    Vinnustöðvanir þeirra aðila sem um ræðir í fylgiskjölum I–IV svo og verkföll og verkbönn og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða, eru óheimilar. Þó er aðilum heimilt að semja um slíkar breytingar en eigi má knýja þær fram með vinnustöðvun.

4. gr.


    Með brot gegn lögum þessum skal fara að hætti opinberra mála og varða þau sektum ef ekki liggja við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til 15. febrúar árið 2000.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Þann 3. febrúar sl. hófst verkfall á fiskskipaflotanum en samningar sjómanna og útvegsmanna höfðu verið lausir frá því í árslok 1996 eða í rúmlega 13 mánuði. Er þetta í þriðja sinn á fjórum árum sem kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna hafa leitt til þess að stærsti hluti fiskiskipaflotans stöðvast. Fyrri deilur, sem stóðu í byrjun árs 1994 og vorið 1995, hafa líkt og deilan nú, fyrst og fremst snúist um tengsl viðskipta með aflamark og viðskipta með afla. Sjómenn telja að í mörgum tilvikum hafi þessi tengsl óeðlileg áhrif á skiptakjör og ákvörðun fiskverðs til hlutaskipta í við skiptum utan fiskmarkaða.
    Í tengslum við kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna í janúar 1994 skipaði sjávarútvegsráð herra nefnd til að gera tillögur um það hvernig koma mætti í veg fyrir að viðskipti með aflaheim ildir hefðu óeðlileg áhrif á skiptakjör sjómanna. Nefndin lagði til að komið yrði á skipulögðum tilboðsmarkaði fyrir viðskipti með aflamark – kvótaþingi. Markmiðið var að gera viðskipti með aflamark sýnileg til þess að ekki yrði hægt að blanda saman viðskiptum með aflamark og við skiptum með afla. Tillaga nefndarinnar náði ekki fram að ganga.
    Í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna, sem gerðir voru í júní 1995, var m.a. kveðið á um að útgerðarmaður og áhöfn skuli gera sín á milli samning um fiskverð, þegar útgerð selur afla til eigin vinnslu, og að áhöfn geti krafist slíks samnings þegar afli er seldur óskyldum aðila. Að sameiginlegri beiðni samtaka sjómanna og útvegsmanna flutti sjávarútvegsráðherra frumvarp um úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna og varð það að lögum nr. 84 20. júní 1995. Samkvæmt lögunum er unnt að skjóta málum til úrskurðarnefndarinnar, ef ekki takast samningar milli út gerðar og áhafnar. Skal nefndin í úrskurðum sínum þá taka mið af því fiskverði, sem algengast er við sambærilega ráðstöfun afla miðað við verð í nærliggjandi byggðarlögum fyrir sambæri legan fisk að stærð og gæðum.
    Allmörgum málum hefur verið skotið til nefndarinnar og hefur þeim ýmist lokið með sam komulagi fulltrúa hagsmunaaðila í nefndinni eða úrskurði fullskipaðrar nefndar en sjávarútvegs ráðherra tilnefnir oddamann. Í fyrstu virtust störf nefndarinnar gefa góða raun og náði nefndin að leysa mörg mál, ýmist með eða án atbeina oddamanns. Síðar fór að bera á auknum efasemdum sjómanna um störf nefndarinnar, einkum vegna þess að þeir töldu að sjómenn væru í erfiðri að stöðu gagnvart útvegsmönnum við að koma kærumálum sínum á framfæri við nefndina. Þá telja sjómenn að brögð séu að því að útgerðarmenn fari ekki eftir úrskurðum nefndarinnar.
    Í janúarmánuði síðastliðnum beitti sjávarútvegsráðherra sér fyrir óformlegum viðræðum á milli deiluaðila undir forystu Ásmundar Stefánssonar, framkvæmdastjóra. Þessar viðræður hófust upp úr miðjum janúar en til þeirra var stofnað í nánu samráði við ríkissáttasemjara og deiluaðila. Í viðræðunum var farið ítarlega yfir ýmsar hugmyndir til lausnar deilunni en viðræðurnar urðu ekki til þess að deilan leystist.
    Þann 9. febrúar sl. lagði sjávarútvegsráðherra fram frumvarp á Alþingi um stöðvun verkfalla á fiskiskipaflotanum. Samkvæmt frumvarpinu var m.a. gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra skipaði þriggja manna nefnd til að kanna verðmyndun á fiski og þá þætti sem áhrif hafa á hana. Þá skyldi nefndin gera tillögur er beindust einkum að því að koma í veg fyrir að viðskipti með sjávarafla milli tengdra aðila og viðskipti með aflaheimildir hefðu óeðlileg áhrif á skiptakjör sjómanna og undirbúa löggjöf í þeim efnum.
     Þann 10. febrúar rituðu fulltrúar samninganefnda Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Alþýðusambands Vestfjarða ríkissáttasemjara bréf þar sem óskað var eftir að verkfalli aðila yrði frestað frá kl. 23:00 þann 11. febrúar til kl. 23:00 þann 15. mars. Segir í bréfinu að óskin um frestun verkfalls sé sett fram á þeirri forsendu að skipuð verði nefnd í samræmi við 1. gr. fyrrnefnds frumvarps er hafi það verkefni að kanna verðmyndun á fiski og þá þætti sem hafa áhrif á hana. Nefndin skuli skila tillögum er beinist að því að koma í veg fyrir að viðskipti með sjávarafla milli tengdra aðila og viðskipti með aflaheimildir hafi áhrif á skiptakjör sjómanna. Nefndin skili tillögum sínum í síðasta lagi 10. mars 1998. Fulltrúar allra aðila deilunnar undirrituðu yfirlýsingu hjá ríkissáttasemjara þann 11. febrúar þar sem fallist var á þá tillögu sem sett var fram í bréfinu frá 10. febrúar.
    Með vísan til framangreinds bréfs sjómanna ákvað sjávarútvegsráðherra að skipa nefnd til að gera tillögur um þargreind atriði og var hún skipuð 11. febrúar. Þá ritaði sjávarútvegsráðherra forseta Alþingis bréf sama dag þar sem hann óskaði eftir að frumvarp það sem lagt var fram á Alþingi þann 9. febrúar yrði afturkallað.
     Nefnd sjávarútvegsráðherra skilaði tillögum sínum 4. mars sl. Tillögur nefndarinnar voru þríþættar. Í fyrsta lagði lagði nefndin til að sett yrði á stofn Verðlagsstofa skiptaverðs. Í öðru lagi lagði nefndin til að komið yrði á fót opnum tilboðsmarkaði fyrir aflamark – Kvótaþingi. Í þriðja lagi að veiðiskylda fiskiskipa yrði aukin frá því sem nú er.
    Tillögur nefndarinnar voru kynntar deiluaðilum samdægurs. Í framhaldi af því hófust viðræður milli aðila um nýja kjarasamninga sem m.a. byggði á þeirri forsendu að tillögur nefndarinnar yrðu lögfestar. Því miður skiluðu þær viðræður engum árangri og fór svo að verkfall á fiskiskipa flotanum hófst að nýju 15. mars. Í framhaldi af því lagði ríkissáttasemjari fram miðlunartillögu 16. mars. Miðlunartillagan byggði á þeirri forsendu að frumvarpsdrög nefndarinnar, sem skipuð var 11. febrúar, yrðu að lögum á yfirstandandi þingi. Tillagan var borin undir atkvæði í félögum sjómanna og útvegsmanna og lauk atkvæðagreiðslunni 18. mars. Niðurstaðan varð sú að sjómenn samþykktu miðlunartillöguna en útvegsmenn felldu.
    Eftir að miðlunartillagan hafði verði felld boðaði ríkissáttasemjari deiluaðila að nýju til viðræðna. Þær viðræður skiluðu engum árangri og slitnaði upp úr þeim 23. mars. Í framhaldi af því kallaði sjávarútvegsráðherra fulltrúa í samninganefndum sjómanna og útvegsmanna á sinn fund. Í þeim viðræðum kom fram að mikið bar á milli aðila og engin lausn á deilunni virtist vera í sjónmáli. Því er fyrirsjáanlegt að verði ekkert að gert þá muni yfirstandandi verkfall geta staðið í langan tíma.
    Ljóst er að almenn stöðvun veiða og vinnslu um lengri tíma hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið. Þau áhrif yrðu þó mun meiri og alvarlegri fyrir einstaklinga sem starfa við fisk vinnslu og fyrirtæki og bæjarfélög sem byggja á sjávarútvegi. Vinnsla á fiski er að stöðvast en það myndi leiða til þess að fjöldi fiskvinnslufólks missti atvinnuna. Hér er því um mikla almanna hagsmuni að tefla og því nauðsynlegt að bregðast við til að koma í veg fyrir þann mikla efnahagsskaða sem stöðvun fiskiskipaflotans um lengri tíma myndi valda.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara verði lögfest. Gildandi kjarasamningar, með þeim breytingum sem af miðlunartillögunni mun leiða, yrðu framlengdir til 15. febrúar 2000. Jafnframt er lagt til að sett verði í lög tvö efnisákvæði er ekki var að finna í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Annað atriðið snýr að kauptryggingartímabili fiskimanna sem stunda veiðar á fjarlægum miðum. Hitt atriðið snýr að hlutaskiptum þegar fækkað er í áhöfn. Þá eru samhliða þessu frumvarpi lögð fram frumvörpin þrjú sem samin voru af nefnd þeirri sem sjávarútvegsráðherra skipaði 11. febrúar sl. enda var lögbinding þeirra frum varpa forsendan fyrir miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Er hér um að ræða frumvarp til laga um Verðlagsstofu skiptaverðs, Kvótaþing og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er miðar við að veiðiskylda fiskiskipa verði aukin frá því sem nú er.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.

    Með þessari grein er lagt til að efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara frá 16. mars sl. skuli að meginstefnu til gilda um kjör fiskimanna. Efnisákvæði þau sem vísað er til eru birt á fylgiskjölum I–IV með lögunum. Í 1. gr. efnisákvæða miðlunartillagnanna er upphaf gildistímans miðað við samþykkt þeirra en í þessari grein er þess í stað sérákvæði um að miðað skuli við gildistöku laganna. Texti miðlunartillagnanna á fylgiskjölum II–IV miðast við greinaröð til tekinna kjarasamninga. Er í upphafi hvers fylgiskjals getið um þann samning sem lagður er til grundvallar. Þannig eru tilvísanir í fylgiskjali II miðaðar við kjarasamning FFSÍ en breytingarnar eiga einnig við samsvarandi greinar í kjarasamningi Bylgjunnar. Á fylgiskjali III er miðað við kjarasamning Vélstjórafélags Íslands en breytingarnar eiga einnig sér samsvarandi greinar í síðast gildandi kjarasamningi Vélstjórafélags Ísafjarðar. Loks er á fylgiskjali IV miðað við kjara samning Sjómannasambands Íslands en breytingarnar eiga við samsvarandi greinar kjara samnings ASV og aðildarfélaga þess. Með miðlunartillögunum eru síðast gildandi kjara samningar aðila framlengdir með tilteknum breytingum. Hér er lagt til að sú skipan kjaramála sem miðlunartillögurnar gerðu ráð fyrir verði lögfest með tveimur frávikum, sbr. 2.gr.

Um 2. gr.

    Samkvæmt gildandi kjarasamningum getur fækkun í áhöfn fiskiskipa valdið hækkun á heildar launakostnaði útgerðar við veiðarnar. Þessu veldur ákvæði í almennum hluta kjarasamninga aðila um að aldrei skuli skipta í fleiri staði en menn eru í veiðiferð. Samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar er regla þessi afnumin og kveðið á um að fækkun manna um borð leiði ekki til sérstaks kostnaðar auka útgerðar. Fækkun í áhöfn kemur þeim sem eftir eru til góða með þeim hætti að hlutir þeirra sem á vantar skiptast milli þeirra í hlutfalli við skiptahlut.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að veiðiferðir á fjarlægum miðum, svo sem á Flæmingjagrunni eða í Barentshafi, skuli teljast sérstakt kauptryggingartímabil. Ákvæði þetta tekur eingöngu til upp gjörstímabils launa en hefur ekki áhrif á önnur atriði.

Um 3. gr.

    Í þessari grein er kveðið á um friðarskyldu milli deiluaðila frá því að frumvarpið fær lagagildi. Vinnustöðvanir deiluaðila sem og verkföll, verkbönn og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en frumvarpið gerir ráð fyrir, eru samkvæmt því óheimilar. Gildir í því sambandi einu hvort aðgerðir hafa hafist áður en frumvarpið fær lagagildi eður ei eða hvort þeir sem grípa til aðgerðanna eru aðilar að yfirstandandi kjaradeilu eða ekki. Aðilum er heimilt að semja um aðra skipan kjaramála, en þeim er óheimilt að beita framangreindum úrræðum til að knýja fram þá skipan.

Um 4. og 5. gr.

    Greinarnar þarfnast ekki skýringa.Fylgiskjal I.

Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara


til lausnar kjaradeilu

Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess

og

Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna aðildarfélaga þess lögð fram 16. mars 1998.


(Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning Sjómannasambands Íslands.)

1. gr.

    Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

     1.03 Um hækkun kaupliða.
    
Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.

3. gr.

    2. mgr. 1.22 gr. orðist svo:
    Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b lið 1 tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og/eða börn innan 18 ára aldurs verði kr. 3.228.503 pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

    Ný grein sem verður 3. mgr. 122. gr. orðist svo:
    Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

     Breyting á grein 1.23.
    Sóttdauðabætur hækki úr kr. 1.298.184 í kr. 1.724.663.

6. gr.

     Nýtt ákvæði í kafla 5.2. um frystitogara.
    Grein 5.29 verði svohljóðandi:
    Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/2 klst. af útvistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
    Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
    Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
    Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
    Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
    Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
    Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur, skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
    Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð, þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólar hringar.

7. gr.

     Breyting á grein 9.23.
    Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

8. gr.

     Nýtt ákvæði um endurmenntun.
    Skipverjum skal, í samráði við útgerðina, gefinn kostur á að sækja námskeið Slysavarna skólans í Sæbjörgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.
    Þann tíma sem skipverji sækir námskeið skal útgerðarmaður greiða honum kauptryggingu, en uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi. Námskeiðsgjaldið greiðir viðkomandi útgerð.

9. gr.

    Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
    
Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skulu ávallt tveir undirmenn sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.


Fylgiskjal II.


Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara


til lausnar kjaradeilu
Farmanna- og fiskimannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess
og
Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna aðildarfélaga þess svo og kjaradeilu
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, Ísafirði
og
Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna Útvegsmannafélags Vestfjarða
lögð fram 16. mars 1998.


    (Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning FFSÍ.)

1. gr.

    Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

     1.08 Um hækkun kaupliða.
    
Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.

3. gr.

    2. mgr. 1.35 gr. orðist svo:
    Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b lið 1 tl. 2. mgr. 172 gr. siglingalaga nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og/eða börn innan 18 ára aldurs verði kr. 3.228.503 pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

    Ný gr. sem verður 3. mgr. 1.35 orðist svo:
    Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172 gr. siglingalaga nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

     Breyting á grein 1.37.
    
Sóttdauðabætur hækki úr kr. 1.298.184 í kr. 1.724.663.

6. gr.

    Grein 1.49 um endurmenntun orðist svo:
    Yfirmönnum skal í samráði við útgerðina gefinn kostur á að sækja endurmenntunarnámskeið með það að markmiði að auka hæfni þeirra í starfi sínu hjá útgerðinni, sbr. meðfylgjandi lista yfir viðurkennd námskeið.
    Til viðbótar námskeiðum samkvæmt tilgreindum lista geta önnur námskeið staðið yfirmönnum til boða samkvæmt nánara samkomulagi milli útgerðar og yfirmanna.
    Þann tíma sem yfirmaður sækir námskeið samkvæmt framangreindu skal útgerðarmaður greiða honum kauptryggingu, en uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi. Námskeiðs gjaldið greiðir viðkomandi útgerð.

Listi yfir viðurkennd endurmenntunarnámskeið.
     1.      Siglingatæki. Notkun og greining á einföldum bilunum. Fiskleitar- og mælitæki, ratsjá, GPS, gírókompás og sjálfstýringar.
     2.      Siglingasamlíkir ARPA (tölvuratsjá) og plott.
     3.      Stöðugleiki og skipagerð (Flutningar og fiskiskip).
     4.      Fjarskipti. Nýja öryggisfjarskiptakerfið GMDSS (Global Maritime Distress Safety System).
     5.      Siglingatæki (ratsjár, Loran, GPS) ferilritar (plotter) dýptarmælar.
     6.      Sjúkrahjálp fyrir sjómenn. Lyfjakistan (nýjar reglur), viðvera á slysadeild, bráðafrágangur slasaðra og flutningar, kynning á þyrludeild LHG og þyrlusveit lækna.
     7.      Ýmis námskeið Slysavarnarskólans í Sæbjörgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.

7. gr.

     Nýtt ákvæði í kafla 5.2. um frystitogara.
    
Grein 5.26 verði svohljóðandi:
    Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/2 klst. af útvistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
    Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
    Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
    Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
    Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
    Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
    Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur, skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
    Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð, þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólar hringar.

8. gr.

     Breyting á grein 9.19.
    Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

9. gr.

     Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
    Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skal einn úr hópi skipstjórnarmanna ávallt sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.


Fylgiskjal III.

Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjara


til lausnar kjaradeilu


Vélstjórafélags Íslands, Vélstjórafélags Suðurnesja, Vélstjórafélags Vestmannaeyja og Vélstjórafélags Ísafjarðar

og

Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna vegna

Útvegsmannafélags Reykjavíkur, Útvegsmannafélags Akraness, Útvegsmannafélags Snæfellsness, Útvegsmannafélags Vestfjarða, Útvegsmannafélags Norðurlands, Útvegsmannafélags Austfjarða, Útvegsmannafélags Hornafjarðar, Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Útvegsmannafélags Þorlákshafnar, Útvegsmannafélags Suðurnesja og Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar


lögð fram 16. mars 1998.


    (Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning Vélstjórafélags Íslands.)

1. gr.

    Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

     1.08 Um hækkun kaupliða.
    Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samn ings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.


3. gr.

    2. mgr. 1.35 gr. orðist svo:
    Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b lið 1 tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og /eða börn innan 18 ára aldurs verði kr. 3.228.503 pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

    Ný grein sem verður 3. mgr. 1.35 orðist svo:
    Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172 gr. siglingalaga nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

     Breyting á grein 1.37.
    
Sóttdauðabætur hækki úr kr. 1.298.184 í kr. 1.724.663.

6. gr.

     1.49 Endurmenntun.
    Greinin orðist svo:
    Vélstjórum/vélavörðum skal gefinn kostur á að sækja a.m.k. eitt námskeið annað hvert ár með það að markmiði að auka hæfni þeirra í starfi hjá útgerðinni. Um er að ræða námskeið sem endurmenntunarnefnd vélstjóra á fiskiskipum hefur fjallað um og samþykkt.
    Þegar vélstjóri/vélavörður sækir námskeið skv. 1. mgr. skal það gert í samráði við útgerðar mann sem greiðir námskeiðsgjald og kauptryggingu fyrir þann tíma sem námskeiðið stendur. Uppihald og ferðakostnað greiðir útgerðarmaður eftir nánara samkomulagi.

     Endurmenntunarnefnd vélstjóra á fiskiskipum.
    Endurmenntunarnefnd vélstjóra á fiskiskipum verði skipuð tveimur fulltrúum VSFÍ og tveimur fulltrúum LÍÚ. Starfsmenn samtakanna starfa með nefndinni og undirbúa tillögur til nefndarinnar um fræðslumál og leggja fyrir hana kostnaðaráætlun fyrir einstök námskeið. Starfsmennirnir sjái um daglegan rekstur, framkvæmd námskeiða og annað það sem nefndin felur þeim.
    Hlutverk nefndarinnar er að taka ákvörðun um hvaða námskeið skuli boðið upp á, hvar og hvenær þau eru haldin. Þá skal nefndin skilgreina námskeiðskostnað og ákveða námskeiðsgjald. Almennt skal gera ráð fyrir að sérhvert námskeið standi undir sér kostnaðarlega. Nefndin móti reglur um framkvæmd námskeiða og er henni heimilt að leggja álag á námskeiðsgjald sem renni í varasjóð.

     Varasjóður endurmenntunarnefndar.
    Stofna skal varasjóð sem verði í umsjá nefndarinnar. Stofnfé sjóðsins verði kr. 500.000, sem LÍÚ og VSFÍ leggi til að jöfnu. Í sjóðinn renni hagnaður af námskeiðum og hann greiði tap af samþykktum námskeiðum. Nefndinni er heimilt að ráðstafa fé úr sjóðnum til námsgagnagerðar og tækjakaupa. Verði samstarfi slitið og sjóðurinn lagður niður skal ráðstafa eigum hans til tækjakaupa vegna vélstjórnarmenntunar, sé einhugur um það í nefndinni. Ella skiptast eigur hans jafnt á milli LÍÚ og VSFÍ.

     Kostnaðaráætlun námskeiða.
    Fyrir hvert námskeið verði gerð kostnaðaráætlun sem verði lögð fyrir endurmenntunarnefnd til samþykktar. Í kostnaðaráætlun komi fram sundurliðun á eftirgreindum þáttum:
     1.      Kostnaður við námsgagnagerð að frádregnum framlögum og styrkjum úr starfsmenntasjóði og frá öðrum aðilum.
     2.      Kennsla og ferðakostnaður.
     3.      Húsnæði, kaffi og tækjaleiga.
     4.      Kynning og auglýsingar.
     5.      Umsjónarkostnaður.
     6.      Tillag í varasjóð.

7. gr.

     Nýtt ákvæði í kafla 5.2. um frystitogara.
    Grein 5.26 verði svohljóðandi:
    Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/2 klst. af útvistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
    Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
    Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
    Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
    Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
    Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðjungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
    Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur, skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
    Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð, þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólar hringar.

8. gr.

     Breyting á grein 9.19.
    Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

9. gr.

     Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
    Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir upp sjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skal einn úr hópi vélstjóra ávallt sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.

10. gr.

     Nýtt ákvæði: Úrskurðarnefnd.
     1.      Komið skal á fót úrskurðarnefnd er hefur það hlutverk, að skera úr um, hvort koma skuli til sérstakra greiðslna til handa vélstjórum á fiskiskipum vegna breytts verksviðs þeirra og þátttöku í tæknivæðingu fiskiskipa.
     2.      Nefndin skal skipuð 3 mönnum og tilnefnir hvor aðili sinn mann en sjávarútvegsráðherra oddamann sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar og getur ráðherra sett nefndinni tímamörk.
     3.      Nefndin skal gefa báðum aðilum kost á að skila greinargerðum um málið og kynna það fyrir nefndinni. Hún skal einnig kanna sjálfstætt þær forsendur sem aðilar leggja til grundvallar málflutningi sínum svo og hvort og hvernig þær eigi við hinar einstöku tegundir fiskiskipa.
     4.      Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að verksvið vélstjóra hafi breyst og álag í störfum aukist án þess að þeir hafi sérstaklega notið þess í launum, skal hún úrskurða hvort þeim beri sérstakar greiðslur og ef svo er hversu miklar þær skulu vera og frá hvaða tíma þær eiga að koma til greiðslu.
     5.      Úrskurður nefndarinnar er hluti af kjarasamningi aðila og tekur gildi frá úrskurðardegi.

11. gr.

    Í kjarasamning vélstjóra á fiskiskipum komi nýr kafli sem kveði á um heimildir til að semja í fyrirtækjum um aðlögun ákvæða samningsins að þörfum og hagsmunum útgerðar og vélstjóra. Eftirgreind ákvæði mynda því ramma um formbundið samstarf vélstjóra útgerðar og verði sérstakur kafli, næstur á eftir ákvæðum um orlof. Númer annarra greina breytist í samræmi við það:

    Fyrirtækjaþáttur kjarasamnings vélstjóra
    1.0 Markmið.

    Markmið fyrirtækjaþáttar kjarasamnings er að efla samstarf vélstjóra og stjórnenda útgerðar með það fyrir augum að skapa forsendur fyrir bættum kjörum vélstjóra með aukinni framleiðni.
    Markmiðið er að þróa kjarasamninginn þannig að hann nýtist báðum aðilum til aukins ávinn ings. Við það skal ávallt miðað að skilgreindur ávinningur skiptist milli vélstjóra og útgerðar eftir skýrum forsendum.

     2.0 Viðræðuheimild.
    Að jafnaði taki fyrirtækjaþáttur til allra starfsmanna útgerðarinnar sem kjarasamningurinn tekur til. Heimilt er þó að gera sérstaka samninga á einstökum skipum, sé um það samkomulag.
    Viðræður um fyrirtækjaþátt fara fram undir friðarskyldu almennra kjarasamninga og skulu teknar upp með samkomulagi beggja aðila. Þá komi skriflega fram til hverra samningnum sé ætlað að ná.
    Þegar viðræður hafa verið ákveðnar ber að tilkynna það VSFÍ og samtökum vinnuveitenda, VSÍ eða LÍÚ. Rétt er báðum aðilum, starfsmönnum og forsvarsmönnum útgerðar, að leita ráð gjafar hjá samningsaðilum og óska eftir ráðgjöf við gerð fyrirtækjaþáttar, en í þeim tilgangi skal stofnuð sérstök ráðgjafanefnd, skipuð fjórum mönnum, tveimur tilnefndum af LÍÚ og tveimur tilnefndum af VSFÍ sem hefur einnig það markmið að flýta gerð fyrirtækjaþáttar einstakra útgerða. Báðir aðilar, starfsmenn og forsvarsmenn útgerðar, geta í sameiningu ákveðið að kalla hvor sinn fulltrúa til ráðuneytis við samningsgerð. Náist ekki samkomulag innan þriggja mánaða frá því viðræður um fyrirtækjaþátt hófust getur hvor um sig án samráðs kallað ráðgjafa til þátttöku í viðræðunum.

     3.0 Fulltrúar vélstjóra – forsvar í viðræðum.
    Vélstjórar á hverju skipi geta valið fulltrúa úr sínum hópi eða tekið allir þátt í viðræðum við forsvarsmenn útgerðar skipsins.
    Fulltrúum í samninganefnd skal tryggður eðlilegur tími til að sinna undirbúningi og samnings gerð í vinnutíma. Ennfremur skulu þeir njóta sérstakrar verndar í starfi og óheimilt að láta þá gjalda starfa sinna í samninganefnd.

     4.0 Upplýsingamiðlun.
    Áður en gengið er til gerðar fyrirtækjasamnings skulu stjórnendur upplýsa fulltrúa vélstjóra í samninganefnd um afkomu, framtíðarhorfur og starfsmannastefnu útgerðarinnar.
    Á gildistíma fyrirtækjasamnings skulu fulltrúar vélstjóra upplýstir um framangreind atriði og áherslur í rekstri tvisvar á ári. Þeir skulu gæta þagmælsku um þessar upplýsingar að því marki sem þær eru ekki til opinberrar umfjöllunar.

     5.0 Heimil frávik.
    Heimilt er með samkomulagi milli vélstjóra og útgerðarinnar að aðlaga ákvæði samningsins þörfum vinnustaðarins með frávikum frá ákvæðum kjarasamnings, enda náist samkomulag um endurgjald vélstjóra.

     6.0 Endurgjald vélstjóra.
    Takist samkomulag um aðlögun ákvæða kjarasamnings að þörfum útgerðar eða önnur frávik frá vinnuskipulagi, sem samkomulag hefur verið gert um, skal jafnframt samið um hlutdeild vélstjóra í þeim ávinningi sem útgerðin hefur af breytingum.
    Hlutur vélstjóra getur komið fram í verktengdri greiðslu, greiðslu fastrar upphæðar á mánuði eða ársfjórðungi, hæfisálagi, prósentuálagi á laun eða fastri krónutölu á tímakaup eða með öðrum hætti, allt eftir því hvernig um semst. Í samningnum skal þó koma skýrt fram í hverju ávinningur útgerðar felst svo og endurgjald til vélstjóra. Hvort tveggja er frávik frá kjarasamningi og getur fallið niður við uppsögn skv. 7. gr. þessa kafla.

     7.0 Gildistaka, gildissvið og gildistími.
    Samkomulag um fyrirtækjaþátt skal vera skriflegt og skal það borið undir alla þá sem sam komulaginu er ætlað að taka til í leynilegri atkvæðagreiðslu sem hlutaðeigandi samninganefnd vélstjóra stendur fyrir. Samkomulag telst samþykkt ef það fær stuðning meirihluta greiddra at kvæða hlutaðeigandi vélstjóra. Heimilt er samninganefnd vélstjóra að óska eftir því að Vélstjóra félagið gangi úr skugga um að umsamin frávik og endurgjald fyrir þau, heildstætt metið, standist ákvæði laga og kjarasamninga um lágmarkskjör. Hafi ekki komið tilkynning um annað innan fjögurra vikna telst samningurinn samþykktur af beggja hálfu.
    Heimilt er að láta fyrirtækjasamning gilda tímabundið til reynslu í allt að 3 mánuði og ganga þá endanlega frá efni hans í ljósi reynslunnar. Annars skal gildistími ótímabundinn. Að ári liðnu getur hvor aðili farið fram á endurskoðun. Náist ekki samkomulag um breytingar innan tveggja mánaða getur hvor aðili sagt fyrirtækjasamningi lausum með sex mánaða fyrirvara m.v. mánaða mót. Að þeim tíma liðnum fellur hvort tveggja niður, umsamdar breytingar og hlutdeild vélstjóra í ávinningi. Til að uppsögn sé bindandi þarf hún að hljóta stuðning meirihluta hlutaðeigandi vélstjóra í samskonar atkvæðageiðslu og viðhöfð var við gildistöku samningsins. Segi útgerð upp fyrirtækjakþætti samnings skulu launahækkanir honum tengdar þó aðeins ganga til baka í þeim mæli sem nemur þeim kostnaðarauka, sem leiðir af upptöku samningsákvæða.

     7.1 Áhrif fyrirtækjasamnings á ráðningarkjör.
    Breytingar á ráðningarkjörum sem leiða kunna af fyrirtækjasamningi eru bindandi fyrir alla hlutaðeigandi vélstjóra hafi þeir ekki mótmælt formlega gerð samningsins við stjórnendur útgerðar og samninganefnd vélstjóra áður en til atkvæðagreiðslu kom.
    Ákvæði fyrirtækjasamnings gilda jafnt um þá vélstjóra sem við störf eru þegar samningur er samþykktur skv. ákvæðum þessa kafla sem og þá sem síðar ráðast til starfa, enda hafi þeim verið kynnt efni hans við ráðningu.

     8. Meðferð ágreinings.
    Komi upp ágreiningur innan fyrirtækis um skilning eða framkvæmd fyrirtækjasamnings og ekki tekst að leysa hann með viðræðum á milli aðila á vinnustað er vélstjórum heimilt að leita aðstoðar Vélstjórafélagsins eða fela því málið til úrlausnar.
    Náist ekki samkomulag um mat á áhrifum uppsagnar skv. lokaml. 7. gr. getur hvor aðili skotið honum til úrskurðar óháðs aðila. 65% kostnaðar greiðist af fyrirtæki og 35% af starfsmönnum.
Fylgiskjal IV.


Efnisákvæði miðlunartillögu ríkissáttasemjaratil lausnar kjaradeilu


Alþýðusambands Vestfjarða vegna

Sjómannafélags Ísfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur,

Verkalýðsfélags Patreksfjarðar, Verkalýðsfélagsins Skjaldar,

Verkalýðsfélags Hólmavíkur, Verkalýðsfélagsins Súganda,

Verkalýðsfélagsins Varnar, Verkalýðsfélagsins Brynju,

Verkalýðsfélags Tálknafjarðar og Verkalýðsfélags

Kaldrananeshrepps vegna sjómanna

og

Vinnuveitendasambands Íslands vegna Landssambands íslenskra útvegsmanna f.h. Útvegsmannafélags Vestfjarða


lögð fram 16. mars 1998.


    (Tilvísanir í greinar kjarasamnings eru miðaðar við kjarasamning Sjómannasambands Íslands.)

1. gr.

    Síðast gildandi kjarasamningur aðila framlengist með eftirfarandi breytingum frá samþykkt tillögu til og með 15. febrúar 2000 og fellur þá úr gildi án uppsagnar.

2. gr.

     1.03 Um hækkun kaupliða.
    Einstakir kaupliðir, kauptrygging, tímakaup og hlífðarfatapeningar, hækki við gildistöku samnings þessa um 13%. Hinn 1. janúar 1999 hækki þessir liðir um 3,65%. Við gildistöku samnings þessa hækki fæðispeningar um 11,1%.

3. gr.

    2. mgr. 1.22 gr. orðist svo:
    Samtala eingreiðslu dánarbóta sjómanna samkvæmt a + b lið 1 tl. 2. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, þegar um er að ræða eftirlifandi maka og /eða börn innan 18 ára aldurs verði kr. 3.228.503 pr. 1.1.98. Hækkun tryggingarinnar taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

4. gr.

    Ný grein sem verður 3. mgr. 1.22 orðist svo:
    Örorkubótaþáttur slysatryggingar sjómanna skv. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985, hækki úr 20% í 50%. Hækkunin taki gildi um næstu mánaðamót eftir gildistöku samnings þessa.

5. gr.

     Breyting á grein 1.23.
    Sóttdauðabætur hækki úr kr. 1.298.184 í kr 1.724.663.

6. gr.

     Breyting á grein 9.23.
    Dagpeningar hækki í 3.800 kr.

7. gr.

     Nýtt ákvæði í kafla 5.2. um frystitogara.
    Grein 5.29 verði svohljóðandi:
    Hafnarfrí skal vera 1 klst. fyrir hverjar 6 1/2 klst. af útvistartíma skips. Hafnarfrí skal þó aldrei vera skemmri tími en 30 klst. að lokinni útivist hverju sinni.
    Útivist skipsins skal reiknast frá því að skipið leggur af stað úr höfn í veiðiferð til þess tíma sem skip kemur til hafnar og hafnarfrí hefst.
    Hafnarfrí skal ávallt tekið í heimahöfn skips.
    Nú breytist til lengingar samningsbundinn tími hafnarfrís, skal þá tilkynna skipshöfn með minnst 4ra klst. fyrirvara breyttan brottfarartíma.
    Sé skipið ekki tilbúið til brottfarar klukkustund eftir tilkynntan brottfarartíma og sökin er útgerðarinnar ber skipstjóra að fresta brottför um 4 klst.
    Skipverjar skulu eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Ekki er þó skylt að gefa fleiri en þriðj ungi skipverja frí í hverri veiðiferð til þess að tryggð sé eðlileg vinnsla um borð, nema sérstakar ástæður liggi fyrir.
    Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar og aldrei seinna en 4 sólarhringum áður en veiðiferð lýkur, skal tilkynna áhöfn hvenær henni lýkur.
    Tvisvar sinnum á ári skal til hagræðingar heimilt að ljúka ekki veiðiferð, þó að komið sé til hafnar og hluta af aflanum landað úr skipinu. Veiðiferð skal þó aldrei vera lengri en 40 sólar hringar.

8. gr.

     Nýtt ákvæði um endurmenntun.
    Skipverjum skal í samráði við útgerðina gefinn kostur á að sækja námskeið Slysavarnaskólans í Sæbjörgu í fyrirbyggjandi öryggisfræðslu.

    Þann tíma sem skipverji sækir námskeið skal útgerðarmaður greiða honum kauptryggingu, en uppihald og ferðakostnað eftir nánara samkomulagi. Námskeiðsgjaldið greiðir viðkomandi útgerð.

9. gr.

     Nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski.
Þegar landað er í heimahöfn á tímabilinu 1. maí – 31. desember úr fiskiskipi sem veiðir uppsjávarfisk, þ.e. loðnu, síld og kolmunna, skulu ávallt tveir undirmenn sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí.Fylgiskjal V.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um kjaramál fiskimanna.


    Með frumvarpi þessu er lagt til að bundinn verði endir á kjaradeilur á fiskiskipaflotanum í samræmi við miðlunartillögur ríkissáttasemjara frá 16. mars 1998. Þær tillögur hafa að geyma ákvæði um dánarbætur, örorkubætur og sóttdauðabætur (3.–5. gr. í fylgiskjölum I–IV) og er litið svo á að þær séu að öllu leyti á kostnað útgerða og komi ekki almannatryggingum við. Í 10. gr. í fylgiskjali III er fjallað um að komið verði á úrskurðarnefnd um sérstakar greiðslur til vélstjóra vegna breytts verksviðs þeirra. Sú nefnd getur komið til með að kosta ríkissjóð um 500 þús. kr. á ári á gildistíma laganna þótt ekki sé beinlínis tekið fram í frumvarpinu að hún skuli starfa á kostnað ríkissjóðs.
    Ekki verður séð að samþykkt þessa frumvarps hafi annan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.