Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1027 – 340. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um rétt til veiða og vinnslu afla í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón B. Jónasson og Árna Kolbeins son frá sjávarútvegsráðuneyti. Umsagnir bárust nefndinni frá Farmanna- og fiskimannasam bandinu, Landhelgisgæslunni, Fiskistofu, Landssambandi smábátaeigenda og Samtökum iðn aðarins.
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði heildarlög um heimildir erlendra veiði- og vinnsluskipa til athafna innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi og í höfnum landsins. Frumvarpið er flutt með fenginni reynslu af lögum nr. 13/1992, um rétt til veiða í efnahagslögsögu Ís lands. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt er að kveða skýrar á um framangreindar heimildir, meðal annars með hliðsjón af þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið hjá alþjóðlegum stofn unum sem fjalla um stjórn fiskveiða. Nauðsynlegt þykir að kveða skýrt á um heimildir ís lenskra stjórnvalda til setningar reglna um veiðar þeirra erlendu skipa sem fá veiðiheimildir innan fiskveiðilandhelginnar auk þess sem rétt þykir að setja fyllri reglur um framkvæmd milliríkjasamninga og leyfisveitinga samkvæmt þeim. Þá eru felld inn í frumvarpið nokkur ákvæði laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, sem betur þykja eiga þar heima þar sem þau lúta að réttindum erlendra skipa til þjónustu hér við land. Meginreglurnar eru eftir sem áður þær að óheimilt er að veita erlendum skipum veiðiheimildir í íslenskri lög sögu nema að undangengnum milliríkjasamningum þar um og að erlendum veiðiskipum er veittur frjáls aðgangur að íslenskum höfnum til að landa hér afla og leita þjónustu nema í þeim tilvikum þegar stundaðar eru veiðar úr sameiginlegum nytjastofnum sem veiðast bæði innan lögsögu og utan ef ekki hefur verið samið um nýtingu þeirra.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagt er til að hert verði ákvæði um tilkynningarskyldu erlendra skipa í íslenskri lögsögu, sbr. 4. gr. frumvarpsins. Skip þurfi þannig einnig að gefa upp, á tólf tíma fresti, stað setningu sína, stefnu og hraða meðan á siglingu þeirra um landhelgina stendur. Mun þetta auðvelda Landhelgisgæslunni að hafa eftirlit með dvöl þessara skipa í íslenskri landhelgi.
     2.      Lagt er til að nýrri málsgrein verði bætt við 7. gr. sem heimili Landhelgisgæslu eða Fiskistofu að kalla skip til hafnar ef eftirlit skv. 1. mgr. 7. gr. getur einhverra hluta vegna ekki farið fram úti á sjó. Tekið skal fram að beita verður þessari heimild með að gát og með hliðsjón af meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins.
     3.      Þá leggur nefndin til að nafni frumvarpsins verði breytt þannig að skýrt komi fram í heiti laganna, verði frumvarpið að lögum, til hverra lögin ná. Frumvarpið tekur fyrst og fremst til erlendra skipa og því er þessi breyting eðlileg.
    Guðný Guðbjörnsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 24. mars 1998.



Steingrímur J. Sigfússon,


form., frsm.


Árni R. Árnason.     


Stefán Guðmundsson.




Einar Oddur Kristjánsson.



Lúðvík Bergvinsson.



Svanfríður Jónasdóttir.



Guðmundur Hallvarðsson.



Vilhjálmur Egilsson.



Hjálmar Árnason.