Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1028 – 340. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um rétt til veiða og vinnslu afla í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Frá sjávarútvegsnefnd.     1.      Í stað 1. málsl. 4. gr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Erlend veiðiskip og vinnsluskip skulu tilkynna Landhelgisgæslu Íslands með sex klukkustunda fyrirvara um komu sína í og siglingu út úr fiskveiðilandhelgi Íslands og gefa upp staðsetningu. Meðan á siglingu þeirra í landhelginni stendur skulu þau á tólf klukkustunda fresti gefa upp staðsetningu, stefnu og hraða.
     2.      Við 7. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Telji Landhelgisgæslan eða Fiskistofa að eftirlit skv. 1. mgr. geti ekki farið fram á sjó skal hlutaðeigandi skipi skylt að hlíta fyrirmælum um að halda til nálægrar hafnar þar sem eftirlit getur farið fram.
     3.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.