Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1032 – 209. mál.


Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða.

Frá sjávarútvegsnefnd.



1.      Við 1. gr.
       a.      Orðin „6. mgr.“ í 1. málsl. 1. efnismgr. falli brott.
       b.      Orðin „skv. 1. mgr. 10. gr. laga þessara“ í lokamálslið 1. efnismgr. falli brott.
       c.      Orðin „skv. 1. mgr. 10. gr. laga þessara, sbr. 1. mgr. 5. gr. l. nr. 151/1996“ í 2. efnismgr. falli brott.
       d.      Við 3. efnismgr. bætist: til sex mánaða eða lengur.
       e.      Í stað hlutfallstölunnar „10“ í 5. efnismgr. komi: 12.
       f.      6. og 7. efnismgr. falli brott.
2.      Á eftir 1. gr. kemur ný grein, svohljóðandi:
         Við lögin bætist ný grein er verður 11. gr. b og orðast svo:
         Aðila ber, þegar fyrirsjáanlegt er að aflahlutdeild fiskiskipa aðila fari umfram þau mörk sem sett eru í 1., 2. eða 5. mgr. 11. gr. a, að tilkynna Fiskistofu flutning aflahlutdeilda, samruna lögaðila sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, kaup á eignarhlut í slíkum lög aðilum og kaup, kaupleigu eða leigu á fiskiskipi með aflahlutdeild. Þegar um tengda aðila er að ræða skv. 1. og 2. tölul. 4. mgr. 11. gr. a. hvílir tilkynningarskyldan á móðurfyrirtæki en annars á þeim aðila er að gerningnum stendur. Þá ber lögaðilum, sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, að láta Fiskistofu reglubundið í té upplýsingar um eignarhluta allra þeirra sem eiga 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi lögaðila. Jafn framt skal veita upplýsingar um eignarhluta einstaklinga og maka þeirra og skyldmenna í beinan legg sé samanlagður eignarhluti eða atkvæðisréttur þeirra 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi lögaðila. Lögaðilum, sem eiga fiskiskip með afla hlutdeild, ber enn fremur að upplýsa Fiskistofu um lögaðila sem þeir eiga eignarhlut eða atkvæðisrétt í og eiga fiskiskip með aflahlutdeild.
         Fiskistofa skal meta þær upplýsingar sem aðili hefur látið í té og innan hæfilegs frests til kynna aðila hver aflahlutdeild fiskiskipa hans er. Ef aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila fer umfram framangreind mörk skal Fiskistofa tilkynna viðkomandi aðila að svo sé og hve há umframaflahlutdeild hans er. Aðila skal veittur sex mánaða frestur, frá því honum sannanlega barst tilkynningin, til að gera ráðstafanir til að koma aflahlutdeildinni niður fyrir mörkin. Hafi aðili ekki veitt Fiskistofu upplýsingar um að fullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar fyrir lok frestsins fellur umframaflahlutdeildin niður. Skerðist þá aflahlutdeild fiskiskipa í eigu viðkomandi hlutfallslega miðað við ein stakar tegundir. Við úthlutun aflahlutdeildar í upphafi næsta fiskveiðiárs eftir lok frestsins skal skerðingin koma til hækkunar aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu annarra. Hækkunin skal vera í réttu hlutfalli við aflahlutdeild fiskiskipanna af þeim tegundum sem um ræðir.
3.      Við ákvæði til bráðabirgða. Í stað orðanna „samræmi 6. mgr. 1. gr.“, „samræmi við 7. mgr. 1. gr“ og „gildir 7. mgr. 1. gr.“ komi: samræmi við 1. mgr. 2. gr.; samræmi við 2. mgr. 2. gr.; og: gildir 2. mgr. 2. gr.
4.      Við frumvarpið bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
         Sjávarútvegsráðherra skal að liðnum fimm árum frá gildistöku laga þessara leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir áhrifum þeirra á íslenskan sjávarútveg.