Ferill 615. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1046 – 615. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirtalda samn inga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998 sem gerðir voru í Ósló 28. október 1997:
     1.      Sameiginlega bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1998, ásamt bókun um sérstakar verndunarráðstafanir með tilliti til stjórnunar veiða úr stofninum.
     2.      Samning milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998.
     3.      Samkomulag milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands, efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu Jan Mayen á árinu 1998.
     4.      Samkomulag milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 1998.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á eftirtöld um samningum um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998 sem gerðir voru í Ósló 28. október 1997: 1. Sameiginlegri bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1998, ásamt bókun um sérstakar verndunarráðstafanir með tilliti til stjórnunar veiða úr stofninum; 2. Samningi milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998; 3. Samkomulagi milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands, efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu Jan Mayen á árinu 1998; og 4. Samkomulagi milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 1998. Sameiginlega bókunin er prentuð sem fylgiskjal I.a. með þingsályktunartillögu þessari og bókunin um sérstakar verndunarráðstafanir sem fylgiskjal I.b. Samningurinn við Færeyjar er prentaður sem fylgiskjal II, samkomulagið við Noreg sem fylgiskjal III og samkomulagið við Rússland sem fylgiskjal IV.
    Hinn 6. maí 1996 var undirrituð í Ósló bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórn un veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi. Aðilar eru strandríkin fjögur: Ísland, Færeyjar, Noregur og Rússland. Þau skuldbinda sig í bókuninni til að starfa saman að verndun síldarstofnsins, skynsamlegri nýtingu hans og stjórn veiða úr honum í því skyni að tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma. Önnur langtímamarkmið koma fram í bókuninni. Samkvæmt lið 6.2. í bókuninni skulu aðilar í viðræðum sínum um skiptingu aflaheimilda á komandi árum taka mið af breytingum sem verða á dreifingu stofnsins. Á grundvelli þessa ákvæðis var komið á fót vinnuhópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins í þessu skyni. Kveðið var á um skiptingu heildarafla samningsaðila fyrir árið 1996. Hins vegar náðist ekki samkomulag við Evrópubandalagið um takmarkanir á veiðum þess á árinu 1996 og ákvarðaði það sér einhliða 150 þúsund lesta kvóta.
    Brýnt var talið að ná samkomulagi allra aðila sem stunda veiðar úr stofninum. Eftir tvær samningalotur tókust í Ósló hinn 14. desember 1996 samningar strandríkjanna fjögurra og Evrópubandalagsins um veiðar á árinu 1997. Samkvæmt samningunum var heildarafli aðil anna á árinu 1997 1.498 þúsund lestir en samkvæmt sérstakri bókun var Rússland skuld bundið til þess að veiða ekki 12 þúsund lestir af þeim kvóta sem í þess hlut kom. Aflinn skiptist þannig að í hlut Íslands og Færeyja komu 315 þúsund lestir (þar af fékk Ísland 233 þúsund lestir), í hlut Evrópubandalagsins 125 þúsund lestir, í hlut Noregs 854 þúsund lestir og í hlut Rússlands 192 þúsund lestir.
    Samkomulag náðist milli sömu aðila vegna veiða á árinu 1998 eftir viðræður í Ósló hinn 28. október 1997.
    Niðurstaða viðræðnanna er í megindráttum sú sama og í samningunum fyrir árið 1997, að undanskildu lægra heildaraflamarki, og kemur fram í sameiginlegri bókun, sbr. fylgiskjal I.a. Samkvæmt bókuninni verður heildarafli aðilanna á árinu 1998 1.300 þúsund lestir í stað 1.498 þúsund lesta árið 1997 og er skipting afla hlutfallslega sú sama og það ár. Samkvæmt sérstakri bókun er Rússland skuldbundið til þess að veiða ekki 10.400 lestir af þeim kvóta sem í þess hlut kemur, sbr. fylgiskjal I.b. Aflinn skiptist þannig að í hlut Íslands og Færeyja koma 273 þúsund lestir, í hlut Evrópubandalagsins 109 þúsund lestir, í hlut Noregs 741 þúsund lestir og í hlut Rússlands 177 þúsund lestir.
    Eins og fyrr er í sameiginlegu bókuninni gert ráð fyrir að aðilar komi sér í sérstökum tví hliða samningum saman um frekara fyrirkomulag veiða, meðal annars um heimildir til veiða í lögsögu hvers annars. Samkvæmt samningi milli Íslands og Færeyja er framangreindum kvóta þeirra skipt þannig að í hlut Íslands koma 202 þúsund lestir en 71 þúsund lestir í hlut Færeyja. Samningurinn kveður á um að skipum hvors aðila verði heimilt að veiða í lögsögu hins með sama hætti og var á árunum 1996 og 1997, sbr. fylgiskjal II.
    Enn fremur var gengið frá tvíhliða samningi milli Íslands og Noregs. Samkvæmt honum fá íslensk skip ótakmarkaðan aðgang að lögsögunni við Jan Mayen og mega veiða 9 þúsund lestir af kvóta Íslands í efnahagslögsögu við meginland Noregs. Samkvæmt samningnum fá norsk skip heimild til að veiða allt að 144 þúsund lestir í íslenskri lögsögu á árinu 1998, sbr. fylgiskjal III. Jafnframt var gerður samningur milli Íslands og Rússlands þar sem rússneskum skipum er veitt heimild til að veiða allt að 5.600 lestir á takmörkuðu svæði í austurhluta efnahagslögsögu Íslands, sbr. fylgiskjal IV.
    Bókuninni og öðrum samningum skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 1998. Bókunin og samningarnir öðlast gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauð synlegri málsmeðferð sé lokið.
    Með því samkomulagi sem í fyrrgreindum samningum felst hefur áframhaldandi heildar stjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum verið tryggð.



Fylgiskjal I.a.


SAMEIGINLEG BÓKUN
um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um
stjórnun veiða úr norsk-íslenska
síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi
á árinu 1998.



    1. Sendinefnd Evrópubandalagsins undir forystu Ole Tougaard, sendinefnd Færeyja undir forystu Kaj P. Mortensen, sendinefnd Íslands undir forystu Jó hanns Sigurjónssonar, sendinefnd Noregs undir for ystu Dag Erling Stai og sendinefnd Rússneska sam bandsríkisins undir forystu Vladimir V. Sokolov hitt ust í Ósló 28. október 1997 til að eiga viðræður um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998.

    2. Formenn sendinefndanna komu sér saman um að leggja til, hver við sín yfirvöld, að því fyrirkomulagi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998, sem greinir í viðauka við bókun þessa, verði komið á.
    3. Bókun þessari, ásamt tvíhliða samningum sem tengjast framkvæmd hennar, skal beitt til bráðabirgða frá og með 1. janúar 1998 og öðlast bókunin og samningarnir gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið.


    Gjört í Ósló 28. október 1997 í fimm frumeintökum á ensku. Aðilar skulu koma sér saman um opinbera texta bókunar þessarar á ensku, færeysku, íslensku, norsku og rússnesku.

Ole Tougaard
Fyrir sendinefnd Evrópubandalagsins

Kaj P. Mortensen
Fyrir sendinefnd Færeyja

Jóhann Sigurjónsson
Fyrir sendinefnd Íslands

Dag Erling Stai
Fyrir sendinefnd Noregs

Vladimir V. Sokolov
Fyrir sendinefnd Rússneska sambandsríkisins

VIÐAUKI

    1. Aðilar voru sammála um að leggja til grundvallar að leyfilegur heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum sé 1.302.000 lestir á árinu 1998.

    2. Samkvæmt framantöldu voru aðilar sammála um að takmarka veiðar sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum við 1.300.000 lestir á grundvelli eftirfarandi kvóta:
    Evrópubandalagið     109.000     lestir*
    Færeyjar og Ísland     273.000     lestir*
    Noregur                 741.000     lestir
    Rússneska sambandsríkið     177.000     lestir
    3. Aðilar koma sér tvíhliða saman um aðrar ráð stafanir, m.a. um heimildir til veiða í fiskveiðilögsögu hvers annars og önnur skilyrði fyrir veiðum þar.

    4. Aðilar komu sér saman um að setja á fót vinnu nefnd sem kanna á viðeigandi nýtingarstefnur til meðal- og langtímaveiðistjórnunar.
    Með tilliti til upplýsinga sem fram munu koma í skýrslu vinnunefndar ICES um uppsjávarstofna og kolmunna í apríl/maí 1998 og skýrslu ACFM í maí 1998 ber vinnunefndinni að meta viðeigandi nýting arstefnur í þeim aðaltilgangi að viðhalda stöðugum afla og koma í veg fyrir að stofninn fari niður fyrir hættumörk.
    Skýrsla vinnunefndarinnar skal liggja fyrir eigi síðar en 1. október 1998 og skal taka mið af henni við framkvæmd meðal- og langtímanýtingarstefnu í viðræðum um stjórn veiða úr stofninum.



* Færeyjar og Evrópubandalagið munu í tvíhliða samningi skiptast á 4.000 lestum.

AGREED RECORD
of Conclusions of Fisheries
Consultations on the Management of the
Norwegian Spring Spawning Herring
(Atlanto-Scandian Herring) Stock in the
Northeast Atlantic for 1998.


    1. A Delegation of the European Community headed by Mr. Ole Tougaard, a Delegation of the Faroe Islands headed by Mr. Kaj P. Mortensen, a Delegation of Iceland headed by Mr. Jóhann Sigurjónsson, a Delegation of Norway headed by Mr. Dag Erling Stai and a Delegation of the Russian Federation headed by Mr. Vladimir V. Sokolov met in Oslo 28 October 1997 to consult on the management of the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock for 1998.
    2. The Heads of Delegations agreed to recommend to their respective authorities the arrangements for the regulation of the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock in 1998 set out in the Annex to this Agreed Record.
    3. This Agreed Record, including the bilateral ar rangements related to the implementation of this Agreed Record, shall be applied provisionally from 1 January 1998 and enter into force when all Parties have notified each other of the completion of their necessary procedures.

    Done at Oslo on 28 October 1997 in five originals in English. The Parties shall agree on official texts of this Agreed Record in English, Faroese, Icelandic, Norwegian and Russian.

Ole Tougaard
For the Community Delegation

Kaj P. Mortensen
For the Delegation of the Faroe Islands

Jóhann Sigurjónsson
For the Delegation of Iceland

Dag Erling Stai
For the Delegation of Norway

Vladimir V. Sokolov
For the Delegation of the Russian Federation

ANNEX


    1. The Parties agreed to take as a basis a TAC (total allowable catch) for the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock, hereinafter referred to as herring, of 1,302,000 tonnes in 1998.
    2. In keeping with the above, the Parties agreed to restrict their fishing on the herring stock in 1998 to a maximum limit of 1,300,000 tonnes on the basis of the following quotas:
    The European Community     109,000     tonnes*
    The Faroe Islands and Iceland     273,000     tonnes*
    Norway     741,000     tonnes
    The Russian Federation     177,000     tonnes
    3. Further arrangements, including arrangements for access and other conditions for fishing in the re spective zones of fisheries jurisdiction of the Parties, are regulated by bilateral arrangements.
    4. The Parties agreed to set up a working group to study appropriate harvest strategies for medium and long term management of the stock.
    Based on information from the April/May 1998 re port of the ICES Northern Pelagic and Blue Whiting Fisheries Working Group and the ACFM May 1998 report, the working group shall evaluate appropriate harvest strategies including the main objectives of establishing stable catch levels and the aim to prevent the stock reaching critical levels.
    The report of the working group shall be submitted before 1 October 1998, and shall be taken into ac count for the purpose of applying medium and long term strategies in the consultations on the manage ment of the stock.


*Within the bilateral arrangements, the Faroe Islands and the European Community will exchange 4,000 tonnes.

Fylgiskjal I.b.


BÓKUN
um sérstakar verndunarráðstafanir
með tilliti til stjórnunar veiða úr
norsk-íslenska síldarstofninum
á árinu 1998.


    Með vísan til liðar 2.1. í bókun um verndun, skyn samlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi og sam eiginlegrar bókunar um niðurstöður fiskveiðivið ræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldar stofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1998 sem undirrituð var í dag.


    Rússneska sambandsríkið skal láta 10.400 lestir af kvóta sínum á árinu 1998 í efnahagslögsögu sinni í Barentshafi óveiddar í verndunarskyni.

    Gjört í Ósló 28. október 1997 í fjórum frumein tökum á ensku.

Kaj P. Mortensen
Fyrir sendinefnd Færeyja

Jóhann Sigurjónsson
Fyrir sendinefnd Íslands

Dag Erling Stai
Fyrir sendinefnd Noregs

Vladimir V. Sokolov
Fyrir sendinefnd Rússneska sambandsríkisins

UNDERSTANDING
on Special Conservation Measures with
Respect to Management of the
Norwegian Spring Spawning Herring
(Atlanto-Scandian Herring) Stock in 1998.


    
With reference to Article 2.1. of the Protocol on the Conservation, Rational Utilisation and Management of Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) in the Northeast Atlantic and with reference to the Agreed Record of Conclusions of Fisheries Consultations on the Management of the Norwegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) Stock in the Northeast Atlantic for 1998 signed today.
    The Russian Federation shall reserve for conserva tion purposes 10,400 tons of its quota for 1998 in its Exclusive Economic Zone in the Barents Sea.

    Done at Oslo on 28 October 1997 in four originals in English.

Kaj P. Mortensen
For the Delegation of the Faroe Islands

Jóhann Sigurjónsson
For the Delegation of Iceland

Dag Erling Stai
For the Delegation of Norway

Vladimir V. Sokolov
For the Delegation of the Russian Federation


Fylgiskjal II.


SAMNINGUR
milli Íslands og Færeyja
um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998.


    Ísland og Færeyjar
    vísa til niðurstöðu samningaviðræðna um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998 milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússlands í Ósló 28. október 1997,
    hafa komið sér saman um eftirfarandi:

1. gr.

    Aflahlutdeild Íslands í norsk-íslenska síldarstofn inum á árinu 1998 skal vera 202.000 lestir og afla hlutdeild Færeyja 71.000 lestir.

2. gr.

    Ísland heimilar færeyskum veiðiskipum veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan efnahagslög sögu Íslands samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.
    Færeyjar heimila íslenskum veiðiskipum veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum innan fiskveiðilög sögu Færeyja samkvæmt þeim reglum sem gilda um veiðar þar.

3. gr.

    Hvor aðili um sig skal tilkynna lista með þeim veiðiskipum sem hyggjast stunda veiðar úr norsk-ís lenska síldarstofninum innan lögsögu hins aðilans. Veiðiskip sem eru á listum þessum hafa ein rétt til veiða innan lögsögu þess aðila.
    Áður en veiðar hefjast skal tilkynna viðkomandi yfirvöldum um nafn skips og veita aðrar upplýsingar er máli skipta.
    Skip skal tilkynna um komu inn í lögsögu og stað arákvörðun og gefa upplýsingar um afla sem veiddur hefur verið fyrir komu inn í lögsöguna og síðan dag lega tilkynna um staðarákvörðun og afla. Þegar farið er úr lögsögu skal tilkynna um áætlað aflamagn.

4. gr.

    Til að tryggja skipulegar veiðar getur landsstjórn Færeyja takmarkað fjölda íslenskra skipa sem stunda samtímis veiðar innan fiskveiðilögsögu Færeyja við 25 skip og íslensk stjórnvöld takmarkað fjölda fær eyskra skipa sem stunda veiðar samtímis innan efna hagslögsögu Íslands við 8 skip.

5. gr.

    Samningur þessi hefur ekki fordæmisgildi gagnvart samningum milli aðila í framtíðinni.

    Gjört í Ósló 28. október 1997 í tveimur eintökum, öðru á íslensku og hinu á færeysku.

Fyrir hönd íslensku    Fyrir hönd færeysku
sendinefndarinnar:        sendinefndarinnar:
Jóhann Sigurjónsson    Kaj P. Mortensen

Semja
millum Ísland og Føroyar
um fyrisiting av várgýtandi
norðurhavssildini í 1998.


    Ísland og Føroyar,
    vísa til niðurstøðu í samráðingunum, sum hava verið um fyrisiting av várgýtandi norðurhavssildini millum Europeiska Felagsskapin, Føroyar, Ísland, Noreg og Russland í Oslo 28. oktober 1997,
    hava gjørt semju um fylgjandi:

1. gr.

    Íslendska veiðinøgdin av várgýtandi norðurhavssild í 1998 skal verða 202.000 tons og føroyska veidinøgdin 71.000 tons.

2. gr.

    Ísland loyvir føroyskum fiskiførum at veiða várgýt andi norðurhavssild á íslendska búskaparliga økinum undir teimum reglum, sum galda fyri fiskiskapi á hesum øki.
    Føroyar loyva íslendskum fiskiførum at veiða vár gýtandi norðurhavssild á føroyskum fiskiøki undir teimum reglum, sum galda fyri fiskiskapi á hesum øki.

3. gr.

    Partarnir skulu fráboða ein lista yvir tey fiskifør, sum ætla at veiða norðurhavssild á økjunum hjá hvørjum øðrum. Bert tey fiskifør, sum eru á hesum lista, hava loyvi at veiða á økjunum.

    Áðrenn fiskiskapurin byrjar skulu avvarðandi myndugleikar hava boð um navn á skipi saman við øðrum upplýsingum av týdningi.
    Skipið skal boða frá, tá tað kemur á veiðiøki, upp geva knøttstøðu og veiðinøgd, sum er veidd áðrenn komu á økið og síðani uppgeva knøttstøðu og veiðu hvønn dag. Tá skip fer av veiðiøkinum skal mett veiða verða gifin upp.

4. gr.

    Til tess að tryggja skipaða veiðu kunnu føroyskir myndugleikar avmarka talið av íslendskum skipum sum veiða í senn í føroyskum sjógvi til 25 skip og ís lendskir myndugleikar avmarka talið av føroyskum skipum sum veiða í senn á íslendska búskaparøkinum til 8 skip.

5. gr.

    Henda avtala hevur ekki fordømisgildi fyri semjur partanna millum í framtíðini.

    Gjørd í Oslo 28. oktober 1997 í tveimum eintøkum, onnur á íslendskum og hin á føroyskum.

Vegna íslendsku    Vegna føroysku
sendinevndina:    sendinevndina:
Jóhann Sigurjónsson     Kaj P. Mortensen


Fylgiskjal III.


SAMKOMULAG
milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir
innan efnahagslögsögu Íslands,
efnahagslögsögu Noregs og fiskveiðilögsögu
Jan Mayen á árinu 1998.


    Í samræmi við 3. tölul. viðauka við sameiginlega bókun frá 28. október 1997 um niðurstöðu fiskveiði viðræðna milli Evrópubandalagsins, Færeyja, Íslands, Noregs og Rússneska sambandsríkisins um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1998 hafa verið gerðir sérstakir tvíhliða samningar um veiðar aðila í fiskveiðilögsögu hvers annars.



    Að því er varðar Ísland og Noreg verður fyrirkomu lagið sem hér segir:
    Íslenskum fiskiskipum er á árinu 1998 heimilt að veiða allt að 202 þúsund lestir af síld í fiskveiðilög sögu Jan Mayen og í efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, þar af að hámarki 9 þúsund lestir í efnahagslög sögu Noregs norðan 62°N.

    Norskum fiskiskipum er heimilt að veiða allt að 144 þúsund lestir af síld í efnahagslögsögu Íslands á árinu 1998.
    Aðilar munu semja um nánari skilyrði varðandi veiðarnar.

    Gjört í Ósló 28. október 1997

Fyrir hönd norsku        Fyrir hönd íslensku
sendinefndarinnar:     sendinefndarinnar:
Dag Erling Stai         Jóhann Sigurjónsson

ARRANGEMENT
between Iceland and Norway
on access to the Icelandic Economic Zone
and the Norwegian Economic Zone and the
Fishery Zone around Jan Mayen in 1998.


    In accordance with paragraph 3 of the Annex to the Agreed Record dated 28 October 1997 of conclusions of fisheries consultations between the European Com munity, the Faroe Islands, Iceland, Norway and the Russian Federation on the management of the Nor wegian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock in the Northeast Atlantic for 1998, separate bilateral arrangements on access to the re spective zones of fisheries jurisdiction of the Parties have been concluded.
    The following arrangement between Iceland and Norway shall apply:
    Icelandic fishing vessels are granted access in 1998 to fish 202,000 tonnes of herring in the Fishery Zone around Jan Mayen or in the Norwegian Economic Zone north of 62° N of which a maximum of 9,000 tonnes of herring may be fished in the Norwegian Economic Zone north of 62°N.
    Norwegian fishing vessels are granted access in 1998 to fish 144,000 tonnes of herring in the Icelandic Economic Zone.
    The Parties will agree upon further provisions on the conditions of the fisheries.

    Done at Oslo, 28 October 1997

For the Norwegian    For the Icelandic
Delegation:     Delegation:
Dag Erling Stai     Jóhann Sigurjónsson
Fylgiskjal IV.


SAMKOMULAG
milli Íslands og Rússneska
sambandsríkisins um veiðiheimildir innan
efnahagslögsögu Íslands á árinu 1998.


    1. Með vísan til sameiginlegrar bókunar um niður stöður viðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 1998, sem undirrituð var í dag af Íslandi, Færeyjum, Noregi, Rússneska sambandsríkinu og Evrópubanda laginu, hafa sendinefndir Íslands og Rússneska sam bandsríkisins komið sér saman um að rússneskum fiskiskipum verði veitt heimild til að veiða á árinu 1998 allt að 5.600 lestir af síld innan efnahagslögsögu Íslands utan línu sem er dregin milli eftirtalinna punkta:
    A. 64°00'N–09°00'V
    B. 67°00'N–09°00'V
    C. 69°25'N–13°00'V
    2. Rússnesk yfirvöld skulu tilkynna íslenska sjávar útvegsráðuneytinu fyrir fram um hvaða fiskiskip hyggjast stunda fiskveiðar innan efnahagslögsögu Ís lands og hvaða gerð veiðarfæra verði notuð. Þeim er ekki heimilað að hefja fiskveiðar fyrr en sjávarútvegs ráðuneytið hefur veitt samþykki sitt fyrir veiðum þeirra.
    3. Eftirfarandi reglur gilda um tilkynningar til Landhelgisgæslu Íslands um veru rússneskra skipa innan efnahagslögsögu Íslands og veiðar þeirra þar:

    A. Öll fiskiskip skulu tilkynna, með mest 12 klukkustunda fyrirvara en minnst 6 klukkustunda fyrirvara, um komu sína inn í efnahagslögsögu Íslands og láta í té upplýsingar um aflann um borð.
    B. Öll fiskiskip skulu tilkynna daglega, milli klukk an tíu fyrir hádegi og tólf á hádegi á meðan þau eru innan efnahagslögsögu Íslands, um staðsetningu sína og láta í té upplýsingar um aflann undangengnar 24 klukkustundir.
    C. Þegar skip siglir út úr efnahagslögsögu Íslands ber að tilkynna það og láta í té upplýsingar um allan afla um borð.
    4. Fara skal að með sérstakri gát ef skip eru þétt saman að veiðum á fiskveiðisvæði. Sýna ber hring nótaskipum sérstaka tillitssemi.


    Ósló, 28. október 1997

Fyrir hönd                Fyrir hönd sendinefndar
sendinefndar Íslands:     Rússneska sambandsríkisins:
Jóhann Sigurjónsson    Vladimir V. Sokolov

ARRANGEMENT
between Iceland and the Russian
Federation on Access to the Icelandic
Economic Zone in 1998.


    1. With reference to the Agreed Record of Conclu sions signed today between Iceland, the Faroe Is lands,Norway, the Russian Federation and the Euro pean Community on the Management of the Norwe gian Spring Spawning Herring (Atlanto-Scandian Herring) stock in the Northeast Atlantic for 1998, the Delegations of Iceland and the Russian Federation have agreed that Russian fishing vessels be granted access in 1998 to take up to 5,600 tonnes of herring within the Icelandic Economic Zone outside a line drawn between the following points:
    A. 64°00'N–09°00'W
    B. 67°00'N–09°00'W
    C. 69°25'N–13°00'W
    2. Russian authorities shall notify the Icelandic Ministry of Fisheries in advance as to which fishing vessels intend to engage in fisheries within the Ice landic Economic Zone and the type of fishing gear to be used. They are not authorised to commence fishing until the Ministry of Fisheries has agreed to their fish ing.
    3. Regarding notification to the Icelandic Coast Guard on the presence and fishing of Russian vessels within the Icelandic Economic Zone, the following rules shall apply:
    A. Each fishing vessel shall, at a notice of 12 hours maximum but 6 hours minimum, notify of its arrival into the Icelandic Economic Zone and provide infor mation on the catch onboard.
    B. Each fishing vessel shall notify daily between 10 a.m. and 12 noon, while within the Icelandic Econom ic Zone, of the vessel's position and provide informa tion on the last 24 hours' catch.

    C. A notification shall be given when a vessel sails out of the Icelandic Economic Zone and information shall be provided on the total catch onboard.
    4. In case of high density of fishing vessels in a fish ing area, the fishing operations shall be carried out with particular caution. Special consideration shall be shown towards purse seine fishing vessels.

    Oslo, October 28 1997

For the Delegation    For the Delegation
of Iceland:     of the Russian Federation:
Jóhann Sigurjónsson     Vladimir V. Sokolov