Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1047 – 616. mál.Tillaga til þingsályktunarum staðfestingu samninga um lögsögumál við Danmörku og Grænland annars vegar og við Noreg hins vegar.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi samn ing og viðbótarbókun um lögsögumál sem gerð voru í Helsinki 11. nóvember 1997:
1.      Samning milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands annars vegar og ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur og landstjórnar Grænlands hins vegar um afmörkun landgrunnsins og fisk veiðilögsögu á svæðinu milli Íslands og Grænlands.
2.      Viðbótarbókun við samkomulag frá 28. maí 1980 milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál og samkomulag sem leitt er af því frá 22. október 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á eftirfar andi samningi og viðbótarbókun um lögsögumál sem gerð voru í Helsinki 11. nóvember 1997:
1.      Samningi milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands annars vegar og ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur og landstjórnar Grænlands hins vegar um afmörkun landgrunnsins og fisk veiðilögsögu á svæðinu milli Íslands og Grænlands.
2.      Viðbótarbókun við samkomulag frá 28. maí 1980 milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál og samkomulag sem leitt er af því frá 22. október 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen.
    Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari og viðbótar bókunin sem fylgiskjal II. Kort er sýnir efnahagslögsögu Íslands, að teknu tilliti til ákvæða framangreindra samninga, er prentað sem fylgiskjal III.

1.    Samningur milli Íslands og Danmerkur/Grænlands um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Grænlands.
    Á samningafundi íslenskra, danskra og grænlenskra embættismanna í Kaupmannahöfn 28. júní 1997 náðist samkomulag um afmörkun umdeilda hafsvæðisins norður af Kolbeinsey. Ágreiningur hafði verið uppi allt frá því Íslendingar færðu lögsögu sína út í 200 sjómílur árið 1975. Þá ákváðu Íslendingar að nota Grímsey og Kolbeinsey sem viðmiðunarpunkta við ákvörðun miðlínu milli Íslands og Grænlands, en Danmörk gerði sama ár fyrirvara fyrir hönd Grænlands við þessa ákvörðun og ítrekaði þann fyrirvara árin 1979 og 1988. Ágreiningurinn hafði legið niðri um árabil, en kom upp á ný sumarið 1996 þegar dönsk skip hófu loðnuveiðar á umdeilda svæðinu norður af Kolbeinsey. Í kjölfarið fóru fram óformlegar viðræður aðila og síðar formlegar samningaviðræður á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga nr. 41/1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, er gerir ráð fyrir að afmörkun efnahagslögsögu og landgrunns milli Íslands og annarra landa skuli eftir atvikum ákveðin með samningum við hlutaðeigandi ríki. Áhersla var lögð á það af hálfu aðila að ná samkomulagi til að forðast hugsanlega árekstra á umdeilda svæðinu. Með samkomulagi aðila er bundinn endi á ágreining þeirra í eitt skipti fyrir öll.
    Í samkomulaginu frá 28. júní 1997, sem tekur bæði til afmörkunar efnahagslögsögu og landgrunns, felst viðurkenning á fullum áhrifum Grímseyjar við afmörkunina og kemur því allt áhrifasvæði eyjarinnar, um 1.500 km 2, í hlut Íslands. Auk þess fær Ísland í sinn hlut 30% af áhrifasvæði Kolbeinseyjar eða um 3.000 km 2 af um 10.000 km 2 svæði, þar með talið lítið svæði úr óumdeildri grænlenskri lögsögu vestur af umdeilda svæðinu. Niðurstaðan byggðist á heildarmati á öllum þáttum sem höfðu áhrif á afmörkunina, svo sem grunnlínum, viðmiðun arpunktum, því að hve miklu leyti löndin eru háð fiskveiðum, lengd viðkomandi stranda og nauðsyn stöðugleika og varanleika. Óskin um að varðveita og efla hið góða samband milli grannþjóðanna Íslendinga annars vegar og Dana og Grænlendinga hins vegar stuðlaði ekki síst að lausn málsins.
    Hinn 11. nóvember 1997 undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands og Danmerkur og formaður landstjórnar Grænlands í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki samning um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Grænlands. Samningurinn færir samkomulagið um afmörkun umdeilda hafsvæðisins norður af Kolbeinsey í formlegan búning. Hann hefur þó víðara gildissvið þar sem hann nær til allrar miðlínunnar milli Íslands og Grænlands sem var yfirfarin og endurskoðuð af sérfræðingum landanna í ljósi nýrra upplýsinga um staðsetningu grunn línupunkta og viðmiðunarpunkta. Markalínan er ákvörðuð sem beinar línur milli punkta sem taldir eru upp í 1. gr. samningsins og merktir eru inn á uppdrátt sem fylgir samningnum. Gert er ráð fyrir að línan verði tekin til tæknilegrar endurskoðunar fyrir 1. janúar 1999.
    Forsenda þess að unnt væri að tilgreina austasta punkt markalínunnar milli lögsögu Íslands og Grænlands (punkt A í 1. gr. samningsins) var að samkomulag tækist milli Íslands, Dan merkur/Grænlands og Noregs um afmörkun hafsvæðisins þar sem lögsaga Íslands, Grænlands og Jan Mayen skerst. Samkomulag náðist í október 1997 og er gerð grein fyrir því í 2. kafla hér á eftir.
    Samningaviðræður hafa jafnframt farið fram um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Færeyja en samkomulag ekki enn tekist. Aðstæður varðandi hafsvæðin tvö eru á margan hátt ólíkar og í 3. gr. áðurnefnds samnings felst að afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Græn lands hefur ekki fordæmisgildi að því er varðar afmörkun fyrrnefnda hafsvæðisins.

2.    Samkomulag milli Íslands, Danmerkur/Grænlands og Noregs um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands, Grænlands og Jan Mayen.
    Í kjölfar samkomulagsins um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands og Grænlands sumarið 1997 hófust samningaviðræður íslenskra, danskra, grænlenskra og norskra embættismanna um afmörkun hafsvæðisins milli Íslands, Grænlands og Jan Mayen. Á samningafundi í Reykjavík 7. október 1997 náðist samkomulag um afmörkun þessa svæðis.
    Um er að ræða tiltölulega lítið þríhyrnt hafsvæði, um 1.934 km 2, þar sem lögsaga Íslands, Grænlands og Jan Mayen skerst. Svæði þetta afmarkast af eftirfarandi markalínum:
1.      Miðlínunni milli Íslands og Grænlands samkvæmt löggjöf landanna.
2.      Markalínunni milli Íslands og Jan Mayen sem miðast við 200 mílna lögsögu frá meginlandi Íslands og Kolbeinsey í áttina að Jan Mayen samkvæmt samkomulagi frá 28. maí 1980 milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál og samkomulagi sem leitt er af því frá 22. október 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen.
3.      Markalínunni milli Grænlands og Jan Mayen sem er beint framhald línunnar samkvæmt Jan Mayen-dóminum til suðurs.
    Réttarstaðan á þríhyrnda svæðinu hefur verið afar flókin þar sem hver aðili hefur átt þar fullan rétt og lögsögu gagnvart öðrum hinna aðilanna tveggja, en engan rétt og lögsögu gagn vart hinum aðilanum. Eðli máls samkvæmt er ekki um neinn einn réttan afmörkunarpunkt lög sögu landanna þriggja að ræða og því nauðsynlegt að leysa málið með samkomulagi aðila.
    Í samkomulaginu er kveðið á um sameiginlegan afmörkunarpunkt sem liggur til grundvallar skiptingu hafsvæðisins í þrjá hluta. Svæðið skiptist þannig að 35% koma í hlut Íslands, 35% í hlut Danmerkur/Grænlands og 30% í hlut Noregs. Með samkomulaginu, sem tekur bæði til afmörkunar efnahagslögsögu og landgrunns, er eytt ríkjandi réttaróvissu á umræddu hafsvæði. Það var jafnframt forsenda þess að unnt væri að tilgreina austasta punkt markalínunnar milli lögsögu Íslands og Grænlands í tvíhliða samningi Íslands og Danmerkur/Grænlands, sbr. 1. kafla hér að framan.
    Samhliða undirritun samningsins milli Íslands og Danmerkur/Grænlands í Helsinki 11. nóvember 1997 voru á grundvelli framangreinds samkomulags undirritaðar viðbótarbókanir við gildandi samninga um lögsögumál milli Íslands og Noregs annars vegar og milli Danmerk ur/Grænlands og Noregs hins vegar. Hinir gildandi samningar milli Íslands og Noregs eru samkomulag um fiskveiði- og landgrunnsmál frá 28. maí 1980 og samkomulag sem leitt er af því um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen frá 22. október 1981. Samkvæmt þessum samningum hefur Ísland 200 mílna efnahagslögsögu og landgrunn í áttina að Jan May en miðað við meginland Íslands og Kolbeinsey. Viðbótarbókunin við þessa samninga lýtur einvörðungu að afmörkun áðurnefnds þríhyrnds hafsvæðis og hefur að öðru leyti engin áhrif á gildi samninganna.

    Af framansögðu er ljóst að samningurinn milli Íslands og Danmerkur/Grænlands og við bótarbókanir Íslands og Noregs annars vegar og Danmerkur/Grænlands og Noregs hins vegar eru tengd og háð hvert öðru, enda öðlast ekkert þeirra fullt gildi fyrr en þau hafa öll verið stað fest af hálfu aðila.
    Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 41/1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, eru bæði samningurinn milli Íslands og Danmerkur/Grænlands og viðbótarbókun Íslands og Noregs háð samþykki Alþingis.

Fylgiskjal I.


Samningur
milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands annars vegar og ríkisstjórnar konungsríkisins Dan merkur og landstjórnar Grænlands hins vegar um afmörkun landgrunnsins og fiskveiðilögsögu á svæðinu milli Íslands og Grænlands.


    Ríkisstjórn lýðveldisins Íslands annars vegar og ríkisstjórn konungsríkisins Danmerkur og landstjórn Grænlands hins vegar,

    sem óska þess að viðhalda og styrkja hið góða ná grannasamband milli Íslands og Danmerkur/Græn lands,

    hafa komið sér saman um eftirfarandi:

1. gr.

    Markalínan milli hluta aðilanna af landgrunninu og fiskveiðilögsögu á svæðinu milli Íslands og Græn lands er byggð á miðlínu milli viðkomandi strandlína Íslands og Grænlands ásamt niðurstöðu samningavið ræðna frá 28. júní 1997 og er ákvörðuð sem beinar línur milli eftirfarandi punkta í neðangreindri röð:


    A:     69°35'.0 N     13°16'.0 V
    B:     69°21'.4 N     13°33'.6 V
    C:     69°05'.1 N     15°21'.3 V
    D:     69°03'.0 N     15°45'.1 V
    E:     68°45'.8 N     17°20'.2 V
    F:     68°24'.5 N     20°00'.0 V
    G:     68°08'.2 N     21°45'.0 V
    H:     67°49'.5 N     23°21'.6 V
    I:         67°37'.8 N     24°26'.5 V
    J:     67°22'.9 N     25°36'.0 V
    K:     67°03'.9 N     26°33'.4 V
    L:     66°57'.3 N     26°59'.7 V
    M:     66°38'.4 N     27°45'.9 V
    N:     66°12'.7 N     28°58'.7 V
    O:     65°13'.0 N     29°51'.4 V
    P:     63°55'.4 N     30°34'.9 V
    Q:     63°18'.8 N     30°51'.8 V

    Allar beinar línur eru landfræðilegar línur.
    Samningslínan er ákvörðuð í landfræðilegri breidd og lengd með tilliti til World Geodetic System 1984 (WGS84). Línan skal tekin til tæknilegrar endurskoð unar fyrir 1. janúar 1999.
    Markalínan og framangreindir punktar eru til út skýringar merktir inn á uppdrátt sem er fylgiskjal með samningi þessum.
    Markapunkturinn A er ákvarðaður í samvinnu við konungsríkið Noreg og skal staðfestur í tvíhliða samningum við ríkisstjórn konungsríkisins Noregs.

2. gr.

    Finnist náttúruauðlind í eða á landgrunni annars aðilans og hinn aðilinn er þeirrar skoðunar að auð lindin teygi sig inn á landgrunn hans getur síðarnefndi aðilinn með framlagningu þeirra gagna sem þessi skoðun byggist á, t.d. landfræðilegra og landeðlis fræðilegra gagna, komið henni á framfæri við fyrr nefnda aðilann.
    Þegar slíkri skoðun er komið á framfæri skulu aðil arnir hefja viðræður um umfang auðlindarinnar og nýtingarmöguleika og gera grein fyrir þekkingu sinni þar að lútandi. Ef í ljós kemur í þessum viðræðum að auðlindin nái yfir landgrunn beggja aðila, ásamt því að unnt sé að nýta auðlindina að öllu eða einhverju leyti á umráðasvæði annars aðilans frá umráðasvæði hins aðilans, eða að nýting auðlindarinnar á umráða svæði annars aðilans hafi áhrif á nýtingarmöguleika auðlindarinnar á umráðasvæði hins aðilans, skal að ósk annars aðilans gera samning um nýtingu auðlind arinnar.


3. gr.

    Samningur þessi hefur ekki áhrif á önnur afmörk unarmál milli lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Danmerkur.

4. gr.

    Samningur þessi öðlast gildi þegar aðilar hafa til kynnt hvor öðrum skriflega að nauðsynlegri málsmeð ferð sé lokið. Ákvæðið um landfræðileg hnit marka punktsins A öðlast þó fyrst gildi þegar ríkisstjórn kon ungsríkisins Noregs hefur tilkynnt aðilum skriflega að ákvörðun þessa punkts hafi verið staðfest.


Gert í Helsinki hinn 11. nóvember 1997 í tveimur ein tökum á íslensku og dönsku og skulu textarnir vera jafngildir.

Fyrir hönd ríkisstjórnar    Fyrir hönd ríkisstjórnar
lýðveldisins Íslands    konungsríkisins Danmerkur
Halldór Ásgrímsson    Niels Helveg Petersen

                                            Fyrir hönd landstjórnar
                                            Grænlands
                                             Jonathan MotzfeldtOverenskomst
mellem Republikken Islands regering på den ene side og Kongeriget Danmarks regering sammen med Grønlands landsstyre på den anden side om afgrænsning af kontinentalsoklen og fiskeri zonerne i området mellem Island og Grønland


    Republikken Islands regering på den ene side og Kongeriget Danmarks regering sammen med Grøn lands landsstyre på den anden side er

    ud fra ønsket om at fastholde og styrke det gode naboforhold mellem Island og Danmark/Grønland


    blevet enige om følgende:

Artikel 1


    Grænselinien mellem parternes dele af kontinental soklen og fiskerizonerne i området mellem Island og Grønland er baseret på midtlinien mellem de rele vante islandske og grønlandske kyststrækninger samt på det opnåede forhandlingsresultat af 28. juni 1997 og er fastsat som rette linier mellem følgende punkter i den rækkefølge, som er angivet nedenfor:

    A:     69°35'.0 N    13°16'.0 W
    B:     69°21'.4 N     13°33'.6 W
    C:     69°05'.1 N     15°21'.3 W
    D:     69°03'.0 N     15°45'.1 W
    E:     68°45'.8 N     17°20'.2 W
    F:     68°24'.5 N     20°00'.0 W
    G:     68°08'.2 N     21°45'.0 W
    H:     67°49'.5 N     23°21'.6 W
    I:     67°37'.8 N     24°26'.5 W
    J:     67°22'.9 N     25°36'.0 W
    K:     67°03'.9 N     26°33'.4 W
    L:     66°57'.3 N     26°59'.7 W
    M:     66°38'.4 N     27°45'.9 W
    N:     66°12'.7 N     28°58'.7 W
    O:     65°13'.0 N     29°51'.4 W
    P:     63°55'.4 N     30°34'.9 W
    Q:     63°18'.8 N     30°51'.8 W

    Alle rette linier er geodætiske linier.
    Den aftalte linie er defineret i geografisk bredde og længde i henhold til World Geodetic System 1984 (WGS84). Linien vil være genstand for en teknisk re vision inden 1. januar 1999.

    Grænselinien og ovennævnte punkter er til illustration indtegnet på den kortskitse, som er vedlagt denne overenskomst.
    Grænsepunktet A er fastlagt i samarbejde med Kongeriget Norge og skal bekræftes i bilaterale af taler med Kongeriget Norges regering.

Artikel 2


    Dersom der konstateres en naturforekomst i eller på den ene parts kontinentalsokkel, og den anden part er af den opfattelse, at forekomsten strækker sig ind på dennes kontinentalsokkel, kan den sidstnævnte part gennem fremlæggelse af det materiale, hvorpå op fattelsen støttes, f.eks. geologiske og geofysiske data, gøre dette gældende over for den førstnævnte part.
    Dersom en sådan opfattelse gøres gældende, skal parterne indlede drøftelser om forekomstens udstræk ning og muligheden for udnyttelse med fremlæggelse af hver af parternes viden herom. Dersom det ved dis se drøftelser konstateres, at forekomsten strækker sig over begge parters kontinentalsokkel, samt at fore komsten på den ene parts område helt eller delvist vil kunne udnyttes fra den anden parts område, eller at udnyttelsen af forekomsten på den ene parts område vil påvirke mulighederne for udnyttelsen af forekom sten på den anden parts område, skal der på begæring af en af parterne træffes aftale om udnyttelsen af fore komsten.

Artikel 3


    Denne overenskomst er uden præjudice for andre afgrænsningsspørgsmål mellem Republikken Island og Kongeriget Danmark.

Artikel 4


    Denne overenskomst træder i kraft, når parterne skriftligt har meddelt hinanden, at de hertil nødven dige procedurer er afsluttet, idet dog bestemmelsen om koordinaterne for grænsepunktet A først træder i kraft, når Kongeriget Norges regering skriftligt har meddelt parterne, at fastlæggelsen af dette punkt er bekræftet.

Udfærdiget i Helsingfors den 11. november 1997 i to eksemplarer på islandsk og dansk, således at de to tekster har samme gyldighed.

For Republikken Islands    For Kongeriget Danmarks
regering         regering
Halldór Ásgrímsson    Niels Helveg Petersen

                   For Grønlands landsstyre
                    Jonathan Motzfeldt


(Kort með fskj. I. á einni opnu:
Delimitation
Iceland - Greenland / Denmark
October 1997.)
(Kort með fskj. I. á einni opnu:
Delimitation
Iceland - Greenland / Denmark
October 1997.)

Fylgiskjal II.


Viðbótarbókun
við
samkomulag frá 28. maí 1980 milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál og samkomulag sem leitt er af því frá 22. október 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen.


    Ríkisstjórn lýðveldisins Íslands og ríkisstjórn kon ungsríkisins Noregs, hér eftir nefndar aðilar,

    sem vísa til samkomulags frá 28. maí 1980 milli að ila um fiskveiði- og landgrunnsmál og samkomulags sem leitt er af því frá 22. október 1981 um landgrunn ið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen,


    sem vísa enn fremur til viðræðna milli lýðveldisins Íslands, konungsríkisins Noregs og konungsríkisins Danmerkur um endanlega afmörkun hafsvæðisins milli Íslands, Jan Mayen og Grænlands er leiddu til samkomulags um ákvörðun punkts nr. 1, sbr. 1. gr. að neðan, þar sem markalínur ríkjanna þriggja mætast,


    hafa komið sér saman um eftirfarandi:

1. gr.

    Markalínan milli hluta aðila af landgrunninu og milli fiskveiðilögsögu á svæðinu skal m.a. vera bein landfræðileg lína milli neðangreindra punkta:


Punkts nr. 1: 69° 35' 00” N     13° 16' 00” V
Punkts nr. 2: 69° 34' 42” N     12° 09' 24” V

    Ofangreindir punktar eru ákvarðaðir í landfræði legri breidd og lengd með tilliti til World Geodetic System 1984 (WGS84).
    Markalínan milli ofangreindra punkta er til útskýr ingar merkt inn á uppdrátt sem er fylgiskjal með þess ari viðbótarbókun.

2. gr.

    Viðbótarbókun þessi öðlast gildi þegar aðilar hafa tilkynnt hvor öðrum skriflega að nauðsynlegri máls meðferð sé lokið og ríkisstjórn konungsríkisins Dan merkur hefur tilkynnt báðum aðilum skriflega að ákvörðun punkts nr. 1, sbr. 1. gr., hafi verið staðfest. Gildistökudagurinn er sá dagur þegar skilyrði þessi eru uppfyllt.

Gert í Helsinki hinn 11. nóvember 1997 í tveimur ein tökum á íslensku og norsku og skulu textarnir vera jafngildir.

Fyrir hönd ríkisstjórnar     Fyrir hönd ríkisstjórnar
lýðveldisins Íslands     konungsríkisins Noregs
Halldór Ásgrímsson    Knut VollebækTilleggsprotokoll
til
overenskomst av 28. mai 1980 mellom Island og Norge vedrørende fiskeri- og kontinentalsokkel spørsmål og den herav utledete overenskomst av 22. oktober 1981 om kontinentalsokkelen i området mellom Island og Jan Mayen


    Regjeringen i Republikken Island og regjeringen i Kongeriket Norge, heretter kalt Partene,

    som viser til overenskomst av 28. mai 1980 mellom Partene vedrørende fiskeri- og kontinentalsokkel spørsmål og den herav utledete overenskomst av 22. oktober 1981 om kontinentalsokkelen i området mel lom Island og Jan Mayen,

    som videre viser til konsultasjoner mellom Repub likken Island, Kongeriket Norge og Kongeriket Dan mark vedrørende den endelige avgrensning i havom rådet mellom Island, Jan Mayen og Grønland, og som førte til enighet om fastleggelsen av det i artikkel 1 nedenfor beskrevne punkt nr. 1 der de tre statenes grenselinjer møtes,

    er blitt enige om følgende:

Artikkel 1


    Grenselinjen mellom Partenes deler av kontinental sokkelen og mellom fiskerisonene i området skal om fatte en rett geodetisk linje mellom de nedenfor be skrevne punkter:

Punkt nr. 1: 69° 35' 00” N    13° 16' 00”W
Punkt nr. 2: 69° 34' 42” N    12° 09' 24”W

    De ovenfor nevnte punkter er definert i geografisk bredde og lengde i henhold til World Geodetic System 1984 (WGS84).
    Grenselinjen mellom ovennevnte punkter er til il lustrasjon inntegnet på den kartskisse som er vedlagt denne tilleggsprotokoll.

Artikkel 2


    Denne tilleggsprotokoll trer i kraft når Partene skriftlig har meddelt hverandre at de hertil nødven dige prosedyrer er avsluttet, og regjeringen i Konge riket Danmark skriftlig har meddelt begge Parter at fastleggelsen av det i artikkel 1 beskrevne punkt nr. 1 er bekreftet. Ikrafttredelsesdatoen er den dag disse betingelsene er oppfylt.

Utferdiget i Helsingfors den 11. november 1997 i to eksemplarer på islandsk og norsk, slik at de to tekster har samme gyldighet.

For Republikken Islands     For Kongeriket Norges
regjering          regjering
Halldór Ásgrímsson    Knut Vollebæk

(Kort með fskj. II.)

Fylgiskjal III.

(Kort á einni opnu:
Hafið umhverfis
Ísland.)(Kort á einni opnu:
Hafið umhverfis
Ísland.)