Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1048 – 617. mál.



Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu samnings milli Grænlands og Íslands um fiskveiðar innan grænlenskrar og íslenskrar lögsögu.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Grænlands og Íslands um fiskveiðar innan grænlenskrar og íslenskrar lögsögu sem gengið var frá með orðsendingaskiptum í Reykjavík og Nuuk 6. febrúar 1998.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli Grænlands og Íslands um fiskveiðar innan grænlenskrar og íslenskrar lögsögu sem gengið var frá með orðsendingaskiptum í Reykjavík og Nuuk 6. febrúar 1998. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Samkvæmt samningnum er grænlenskum nótaskipum heimilt að veiða í efnahagslögsögu Íslands allt að 8.000 lestir af loðnu af loðnukvóta Íslands á loðnuvertíð þeirri sem lýkur 30. apríl 1998. Heimild þessi er óháð þeim svæðatakmörkunum sem um getur í 8. gr. samnings milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Græn lands, Íslands og Jan Mayen frá 29. júní 1994 (hér eftir nefndur loðnusamningurinn) og er grænlenskum nótaskipum því einnig heimilt að veiða umrætt magn sunnan 64°30'N í íslensku efnahagslögsögunni. Heimilt er að landa aflanum til vinnslu á Íslandi. Óheimilt er að vinna eða frysta aflann um borð og utan Íslands er einungis heimilt að landa aflanum til bræðslu.
    Á móti verður íslenskum skipum heimilt að veiða allt að 8.000 lestir af loðnu úr þeim kvóta, sem kemur í hlut Grænlands, á loðnuvertíð þeirri sem hefst 1. júlí 1998. Þá verður ís lenskum skipum heimilt að veiða allt að 8.000 lestir af heildarkvóta Íslands í tilraunaskyni í fiskveiðilögsögu Grænlands sunnan 64°30'N, en samkvæmt loðnusamningnum eru loðnu veiðar íslenskra skipa óheimilar á því svæði.
    Ákvæði um veiðar grænlenskra skipa í íslenskri lögsögu samkvæmt þessum samningi eru samhljóða ákvæðum í samningi aðila frá 20. febrúar 1997. Hins vegar er gert ráð fyrir að aðilar eigi viðræður um aðrar veiðiheimildir í lögsögu Grænlands til handa íslenskum skipum náist ekki samningur milli þeirra um loðnuveiðar frá 1. maí 1998. Loðnusamningnum hefur verið sagt upp frá 30. apríl 1998 að telja.
    Um veiðar samkvæmt samningnum og stjórn þeirra gilda að öðru leyti ákvæði loðnusamn ingsins og reglur sem settar eru samkvæmt honum.
    Samningurinn tók gildi til bráðabirgða við undirskrift hans og mun öðlast gildi endanlega þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið fullnægt.


Fylgiskjal.


Samningur milli Grænlands og Íslands um
fiskveiðar innan grænlenskrar og íslenskrar lögsögu.

a. Bréf samningamanns Íslands til samningamanns Grænlands.


Reykjavík, 6. febrúar 1998

Hr. Direktør Peder Munk Pedersen
Direktoratet for Fiskeri, Fangst og Landbrug
Nuuk
Grønland

    Ég leyfi mér að vísa til samtala á milli íslenskra og grænlenskra stjórnvalda um fiskveiðar innan íslenskrar og grænlenskrar lögsögu á árinu 1998.
    Mér skilst að samkomulag hafi orðið um eftirfarandi samning:


„Samningur milli Grænlands og Íslands
um fiskveiðar innan grænlenskrar og íslenskrar lögsögu.

1. gr.

    Grænlenskum nótaskipum, þ.e. nótaskipum sem skráð eru á Grænlandi og fullnægja skil yrðum grænlenskra fiskveiðilaga um eignaraðild, er heimilt, á loðnuvertíðinni er lýkur 30. apríl 1998, að veiða allt að 8.000 lestir af loðnu af loðnukvóta Íslands innan íslenskrar efna hagslögsögu. Heimild þessi er óháð þeim svæðatakmörkunum sem um getur í 8. gr. samnings milli Grænlands/Danmerkur, Íslands og Noregs um loðnustofninn á hafsvæðinu milli Græn lands, Íslands og Jan Mayen frá 29. júní 1994 (hér eftir nefndur loðnusamningurinn).
    Heimilt er að landa aflanum til vinnslu á Íslandi. Óheimilt er að vinna eða frysta aflann um borð og utan Íslands er einungis heimilt að landa aflanum til bræðslu.

2. gr.

    Íslenskum skipum er heimilt að veiða allt að 8.000 lestir af loðnukvóta þeim sem Grænland fær í sinn hlut á loðnuvertíð þeirri sem hefst sumarið 1998. Takist ekki samningar milli aðila þessa samnings um stjórn loðnuveiða á vertíðinni 1998/1999 skulu aðilar eiga viðræður um aðrar veiðiheimildir í lögsögu Grænlands til handa íslenskum skipum.

3. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 9. gr. loðnusamningsins um svæðatakmarkanir er íslenskum skipum heimilt að veiða allt að 8.000 lestir af loðnukvóta Íslands í tilraunaskyni innan grænlenskrar fiskveiðilögsögu sunnan 64°30'N á loðnuvertíð þeirri sem hefst 1. júlí 1998.
    Samkvæmt beiðni af hálfu Grænlands skal heimila líffræðingi að vera um borð við til raunaveiðarnar.

4. gr.

    Að öðru leyti gilda um veiðarnar og stjórn þeirra ákvæði loðnusamningsins og reglur sem settar eru samkvæmt honum.

5. gr.

    Samningur þessi skal taka gildi til bráðabirgða við undirskrift hans og endanlega þegar tilkynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið endanlega fullnægt.“

    Ef þér staðfestið að ofangreint sé skilningur yðar leyfi ég mér að leggja til að samningur þessi taki gildi til bráðabirgða þegar svarbréf yðar þar um er dagsett og endanlega þegar til kynnt hefur verið um að stjórnskipulegum skilyrðum hvors lands um sig hafi verið endanlega fullnægt.

Jóhann Sigurjónsson
sendiherra



b. Svarbréf samningamanns Grænlands.


Nuuk, 6. februar 1998

Hr. Ambassadør Jóhann Sigurjónsson
Utanríkisráðuneytið,
Ísland

    Jeg tillader mig at henvise til samtaler mellem islandske og grønlandske myndigheder om fiskeri indenfor islandsk og grønlandsk fiskerigrænse i 1998.
    Jeg vil med dette brev bekræfte, at man er kommet frem til følgende overenskomst:


“Aftale mellem Grønland og Island
om fiskeri indenfor grønlandsk og islandsk zone.

Artikel 1

    Grønlandske notskibe, d.v.s. notskibe som er registreret i Grønland og opfylder den grøn landske fiskerilovs krav om ejerskab, kan i loddesæsonen, der slutter den 30. april 1998, fiske op til 8.000 tons lodde af Islands loddekvota inden for den islandske økonomiske zone. Denne tilladelse er uafhængig af de områdebegrænsninger, der er omtalt i Artikel 8 i aftalen mellem Grønland/Danmark, Island og Norge om loddebestanden i farvandene mellem Grønland, Island og Jan Mayen af den 29. juni 1994 (herefter benævnt loddeaftalen).
    Fangsten kan landes til forarbejdning i Island. Fangsten må ikke forarbejdes eller nedfryses ombord og uden for Island må fangsten kun landes som industrifisk.

Artikel 2


    Islandske skibe kan fiske op til 8.000 tons af den loddekvota som Grønland får tildelt i loddesæsonen, der starter den 1. juli 1998. I det tilfælde, hvor det ikke lykkes parterne at nå til enighed om en regulering af loddefiskeriet i loddesæsonen 1998/99, skal Grønland og Island drøfte alternative muligheder for islandske fartøjers fiskeri i grønlandsk farvand.

Artikel 3


    Uanset Artikel 9 i loddeaftalen om områdebegrænsninger kan islandske skibe fiske op til 8.000 tons af Islands loddekvota på forsøgsbasis indenfor Grønlands fiskerizone syd for 64°30'N i den loddesæson, der starter den 1. juli 1998.
    På anmodning fra Grønlands side skal der gives adgang til en biolog ombord ved forsøgs fiskeriet.

Artikel 4


    Iøvrigt gælder om fiskeriet og kontrollen af dette loddeaftalens bestemmelser og regler, der fastsættes i henhold til den.

Artikel 5


    Denne aftale træder midlertidigt i kraft ved underskrift, og endeligt, når meddelelse fore ligger om at begge landes konstitutionelle betingelser er endeligt opfyldt.”

    Med dette brev ønsker jeg at bekræfte, at ovenstående er i overenstemmelse med min op fattelse og at jeg er enig med Dem i, at denne aftale træder midlertidig i kraft dags dato, og at den endelige ikrafttrædelse finder sted når meddelelse foreligger om, at begge landes konstitutionelle betingelser er endelig opfyldt.

Med venlig hilsen

Peder Munk Pedersen
Direktør