Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1056 – 603. mál.



Breytingartillögur



við frv. til. l. um kjaramál fiskimanna.

Frá meiri hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, EOK, HjÁ, VS, VE).



     1.      Við 2. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Séu færri menn á skipi sem stundar rækjuveiðar og landar daglega eða ísar afla um borð en við er miðað í skiptakjaraákvæðum kjarasamninga varðandi þær veiðar skiptist hlutur eða hlutir þeirra sem á vantar á milli þeirra sem á skipinu eru í réttu hlutfalli við skiptahlut þeirra.
     2.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
             Með brot gegn 3. gr. laga þessara skal fara að hætti opinberra mála og varða þau sektum ef ekki liggja við þyngri refsingar samkvæmt öðrum lögum.
     3.      Við 5. gr. Greinin orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til 15. febrúar árið 2000. Ákvæði 1. mgr. 2. gr. öðlast þó ekki gildi fyrr en 1. júní 1998.