Ferill 606. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1062 – 606. mál.

Breytingartillögur



við frv. til l. um Kvótaþing.

Frá 1. minni hluta sjávarútvegsnefndar (ÁRÁ, HjÁ, VS, GHall).



1.      Við 18. gr. Greinin orðist svo:
         Komi í ljós að aðili, einstaklingur eða lögaðili, hafi selt á Kvótaþingi aflamark sem ekki var heimilt að ráðstafa skal útgerð þess skips sem aflamark var flutt af bæta það tjón sem slík sala hefur valdið. Enn fremur er heimilt að útiloka slíkan aðila frá frekari viðskiptum á Kvótaþingi nema hann flytji fyrir fram aflamark frá skipi sínu og setji viðbótartryggingar sem nægilegar eru að mati Kvótaþings.
2.      Við bætist tvö ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
       a.      (I.)
                  Sjávarútvegsráðherra skal fyrir lok fiskveiðiársins 1998/1999 láta kanna hvaða áhrif lögin hafi haft á íslenskan sjávarútveg, sérstaklega stöðu og möguleika einstaklings útgerðarinnar. Skal ráðherra fyrir árslok 1999 leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem niðurstöður könnunar verði birtar.
     b.      (II.)
                  Ákvæði 1. tölul. 3. mgr. 1. gr. laganna gildir einnig um flutning aflamarks skipa innan sömu útgerðar ef skip hafa verið tekin á kaupleigu eða leigu og þeir samningar verið gerðir fyrir gildistöku laga þessara.