Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1064 – 201. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um loftferðir.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (EKG, MS, EgJ, StG, ÁJ, KPál).



     1.      Við 6. gr. Í stað orðsins „sjálfstæð“ í 1. mgr. komi: sérstök.
     2.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
             Flugráð er skipað fimm mönnum og jafnmörgum til vara. Varamenn taka sæti í forföll um aðalmanna.
             Alþingi kýs hlutfallskosningu þrjá menn í ráðið og jafnmarga til vara. Samgönguráð herra skipar tvo og jafnmarga til vara með sérþekkingu á flugmálum. Fulltrúar skipaðir af samgönguráðherra skulu vera formaður og varaformaður flugráðs.
             Skipunartími flugráðs skal vera fjögur ár, en skipunartími ráðherraskipaðra fulltrúa skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipar.
             Flugráð skal vera samgönguráðherra og flugmálastjóra til ráðuneytis um flugmál.
             Verkefni flugráðs við stjórn flugmála eru eftirfarandi:
                 a.      Stefnumótun í flugmálum, innan lands og í millilandaflugi.
                 b.      Framkvæmdaverkefni og gerð flugmálaáætlunar lögum samkvæmt.
                 c.      Fjárlagatillögur og rekstraráætlanir.
                 d.      Gjaldskrártillögur.
                 e.      Reglugerðir um flugmál.
                 f.      Málefni sem samgönguráðherra eða Alþingi sendir flugráði til umfjöllunar.
                 g.      Mál sem flugmálastjóri eða einstakir flugráðsmenn óska að fjallað verði um.
             Flugmálastjóri situr fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétti ásamt þeim starfsmönn um Flugmálastjórnar sem hann telur ástæðu til eða ráðið óskar eftir. Nánar skal kveðið á um hlutverk flugráðs með reglugerð.
     3.      Við 9. gr.
            a.      Í stað orðanna „lög nr. 21/1966“ í 4. mgr. komi: sérstök lög.
            b.      3. málsl. 4. mgr. falli brott.
     4.      Við 20. gr. Á eftir orðunum „flugmálayfirvalda um“ í c-lið 2. mgr. komi: stjórnun á viðhaldi þess og notkun viðurkenndra viðhaldsstöðva.
     5.      Við 21. gr. Við 1. mgr. bætist: og framkvæmir úttektir og skoðanir eftir því sem þörf krefur.
     6.      Við 24. gr. A-liður 1. mgr. orðist svo: þegar ekki er fylgt skyldubundinni viðhaldsstjórnun eða skyldubundið viðhald hefur ekki verið framkvæmt á loftfari.
     7.      Við 26. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Flugmálastjórn skal heimilt að veita undanþágur frá ákvæðum þessa kafla og reglum settum samkvæmt þeim þegar nauðsynlegt þykir að prófa kosti loftfars eða aðrar sér stakar ástæður eru til.
     8.      Við 30. gr. Við greinina bætist nýr málsliður, 1. málsl., svohljóðandi: Umráðandi loftfars er ábyrgur fyrir því að ákvæði um áhöfn séu haldin.
     9.      Við 37. gr. Orðið „flugumferðarstjóri“ í 1. mgr. falli brott.
     10.      Við 41. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Flugstjóri sér um að loftfar hafi ferðbundið lofthæfi og sé tilhlýðilega búið, skipað áhöfn og fermt, og að flug sé að öðru leyti undirbúið og framkvæmt samkvæmt gildandi reglum.
     11.      Við 44. gr. Í stað orðsins „seki“ í 2. mgr. komi: grunaði.
     12.      Við 47. gr. Á eftir orðunum „ber flugstjóra“ í 1. mgr. komi: eða öðrum flugverjum.
     13.      Við 52. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Í öryggisnefnd skulu eiga sæti tveir fulltrúar flugverja, þar af annar fulltrúi flugliða og tveir fulltrúar flugrekanda.
     14.      Við 57. gr. Í stað orðanna „afnota fyrir almenning“ í 1. mgr. komi: almennra nota.
     15.      Við 70. gr. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Flugmálastjórn skal sjá um að framfylgt verði þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkis ins á sviði flugverndar.
             Til að auka flugöryggi er Flugmálastjórn eða þeim sem hún felur framkvæmd þessa heimilt að leita á mönnum og í farangri áður en gengið er um borð í loftfar. Synja skal þeim mönnum um brottför sem neita að undirgangast leit. Leit skal framkvæmd með svo mikilli tillitssemi sem unnt er og hún má aldrei verða víðtækari en nauðsynlegt er. Sá sem sætir leit getur krafist þess að ákveðið vitni sé tilkvatt.
     16.      Við 71. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Heimta má gjöld til að standa undir kostnaði við rekstur flugvalla eða flugleiðsögu tækja í þágu loftferða, sem eru til almennra nota, eftir reglum sem samgönguráðherra setur. Þá er heimilt að heimta gjöld fyrir þá aðstöðu sem starfsemi tengd flugsamgöngum nýtur á flugvöllum. Taka má gjöld fjárnámi.
     17.      Við 75. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Samgönguráðherra setur reglur um flugumferðarþjónustuna og framkvæmd hennar.
     18.      Við 78. gr. Í stað orðanna „hergögn merkja“ í 1. mgr. komi: telst hergögn.
     19.      Við 82. gr.
            a.      B-liður falli brott.
            b.      D-liður (verði C-liður) orðist svo: að umsækjandi hafi hlotið flugrekandaskírteini frá Flugmálastjórn í samræmi við gildandi reglugerðir.
            c.      E-liður falli brott.
     20.      Við 83. gr.
            a.      Orðin „um tiltekinn tíma“ falli brott.
            b.      Við greinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Flugrekstrarleyfið fellur úr gildi ef einhverju framangreindra skilyrða er ekki lengur fullnægt.
     21.      Við 125. gr.
            a.      Í stað orðanna „93. gr.“ komi: 91. gr.
            b.      Við greinina bætist: þar sem meðal annars yrði tekið tillit til möguleika á rafrænni skráningu.
     22.      Við 128. gr. Orðið „fé“ í 1. mgr. falli brott.
     23.      Við 131. gr.
            a.      Í stað orðsins „Eigandi“ í 1. mgr. komi: Umráðandi.
            b.      Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Eigendum kennslu- og einkaflugvéla skal skylt að taka og viðhalda slysatryggingu fyrir þá sem ferðast með slíkum vélum. Skulu vátryggingarfjárhæðir vegna dauða og 100% varanlegrar örorku að lágmarki miðast við jafnvirði 100.000 SDR í íslenskum krónum.
     24.      Við 132. gr. 2. mgr. orðist svo:
             Flugmálastjórn stjórnar leitarstarfi fram til þess að slysstaður finnst, en þá tekur lög reglustjóri í viðkomandi umdæmi við ábyrgð á vettvangsstjórn. Rannsóknarnefnd flug slysa fer með yfirstjórn vettvangsrannsóknar og skal lögreglustjóri aðstoða hana í hví vetna.
     25.      Við 136. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Vanræki handhafar leyfa eða skírteina útgefinna samkvæmt lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim skyldur þær sem leiðir af lögum þessum eða reglum settum sam kvæmt þeim getur Flugmálastjórn, að viðlagðri dagsekt eða vikusekt, boðið að skylda sú sem um ræðir skuli af hendi innt. Bera má lögmæti slíkrar ákvörðunar undir dóm stóla, enda sé það gert innan 15 daga frá birtingu hennar. Heimta má dagsektir eða viku sektir með fjárnámi samkvæmt ákvæðum aðfararlaga.
     26.      Við 139. gr. Greinin orðist svo:
             Samgönguráðherra kveður á um gjöld sem inna ber af hendi fyrir starfsemi sem Flug málastjórn annast samkvæmt lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim með setn ingu sérstakrar gjaldskrár.
             Samgönguráðherra er heimilt að ákveða að við gjaldtöku sé mætt þeim kostnaði sem rekstur þessarar starfsemi hefur í för með sér.
             Gjöld samkvæmt þessari grein má heimta með fjárnámi.
     27.      Við 140. gr. Í stað orðanna „flugkennsluleyfa og handhafar skírteina“ komi: og flugkennsluleyfa.
     28.      Við 143. gr. 2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Bera má ákvörðun Flugmálastjórnar undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð opinberra mála og skal Flugmálastjórn leið beina hlutaðeigandi um þann rétt.
     29.      Ákvæði til bráðabirgða I orðist svo:
             Við gildistöku laga þessara fellur skipun núverandi flugráðs úr gildi og skal nýtt flug ráð skipað samkvæmt ákvæðum laga þessara.
     30.      Ákvæði til bráðabirgða III orðist svo:
             Vátryggingar þær, sem lögboðnar eru í XI. kafla laga þessara, skulu komnar í gildi innan þriggja mánaða frá gildistöku laganna.