Ferill 606. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1071 – 606. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um Kvótaþing.

Frá 3. minni hluta sjávarútvegsnefndar.



    Frumvarpið gerir ráð fyrir að komið verði á opnum tilboðsmarkaði fyrir aflamark og er liður í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir að viðskipti útvegsmanna með aflamark geti bitnað á aflahlut sjómanna.
    Frumvarpið gerir viðskipti með aflamark sýnilegri en nú er og kemur í veg fyrir að bland að verði saman viðskiptum með aflamark og viðskiptum með afla. Að þessu leyti er um að ræða verulegan kost út frá hagsmunum sjómanna.
    Hinu er ekki að leyna að frumvarpið mun hafa talsverðar breytingar á starfsumhverfi í sjávarútvegi og eftir yfirferð sjávarútvegsnefndar á málinu stendur upp úr að mikil óvissa er um mat á þróuninni.
    Hjá mörgum umsagnaraðilum kom fram það mat að störfum sjómanna mundi fækka veru lega og samrunaþróunin í átt til fárra og stórra útgerða yrði mjög hröð. Einkum var óttast um stöðu bátaútgerðar og smærri sjávarútvegsbyggða í þessu sambandi. Óhjákvæmilegt er að lengri tími gefist til þess að meta áhrifin af lögfestingu Kvótaþingsins og kannað til hvaða breytinga væri hægt að grípa til þess að draga úr óæskilegum áhrifum af lögfestingu frum varpsins. Þá sýnist enn fremur nauðsynlegt að gefa einhvern aðlögunartíma að nýju fyrir komulagi ef rétt þykir að lokinni frekari athugun að taka það upp.
    Við lagabreytingu í starfsumhverfi í sjávarútvegi ber að gæta þess að fjölbreytt útgerðar munstur geti dafnað og að staða sjávarplássa styrkist fremur en hið gagnstæða. Það væri mikið glapræði að hrapa að niðurstöðu sem geti leitt til hins gagnstæða.
    Þriðji minni hluti telur því ekki fært að styðja frumvarpið að svo komnu máli.

Alþingi, 27. mars 1998.



Kristinn H. Gunnarsson.