Ferill 209. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1097 – 209. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða.

(Eftir 2. umr., 31. mars.)



1. gr.

    Við lögin bætist ný grein er verður 11. gr. a og orðast svo:
    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 7. gr. og 11. gr. má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild eftirtalinna tegunda en hér segir:
    
    Tegund                    Hámarks-
                                       aflahlutdeild
    Þorskur          10%
    Ýsa               10%
    Ufsi          20%
    Karfi          20%
    Grálúða          20%
    Síld               20%
    Loðna          20%
    Úthafsrækja          20%
    
Nemi heildarverðmæti aflamarks annarra tegunda en að ofan greinir, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla samkvæmt lögum þessum, við upphaf fiskveiðiárs hærra hlutfalli en 2% af heildarverðmæti aflamarks allra tegunda, sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla, má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila aldrei nema hærra hlutfalli af heildaraflahlutdeild viðkomandi tegunda en 20%. Skal ráðherra við upphaf fiskveiðiárs tilgreina í reglugerð þær tegundir sem um er að ræða. Við mat á heildarverðmæti aflamarks skal annars vegar miða við hlutfallslegt verð mæti einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili, sem ákveðið er af sjávarútvegsráðuneytinu, og hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.
    Þá má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila ekki nema meira en 8% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra teg unda sem sæta ákvörðun um leyfðan heildarafla, samkvæmt lögum þessum og 5. gr. laga nr. 151/1996. Við mat á heildarverðmæti aflahlutdeildar skal annars vegar miða við hlutfallslegt verðmæti einstakra tegunda á viðkomandi fiskveiðiári eða veiðitímabili, sem ákveðið er af sjávarútvegsráðuneytinu, og hins vegar úthlutað aflamark einstakra tegunda á tímabilinu.
    Til aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu einstakra aðila skv. 1., 2. og 5. mgr. telst einnig afla hlutdeild fiskiskipa sem aðilar hafa á kaupleigu eða leigu til sex mánaða eða lengur.


Prentað upp.

    Tengdir aðilar teljast:
     1.     Aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar. Fyrr nefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
     2.     Aðilar, þar sem annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, hefur með öðrum hætti en greinir í 1. tölul. raunveruleg yfirráð yfir hinum. Fyrrnefndi aðilinn telst móðurfyrirtæki en hinn síðarnefndi dótturfyrirtæki.
     3.     Lögaðilar, þar sem svo háttar til að sami aðili eða sömu aðilar, einstaklingar eða lögaðilar, eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul., eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í báðum eða öllum lögaðilunum enda nemi eignarhlutur hvers þeirra um sig a.m.k. 10% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðafjölda í viðkomandi lögaðilum. Sama á við ef aðili eða aðilar, einstaklingar eða lögaðilar eða tengdir aðilar skv. 1. eða 2. tölul., sem eiga meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðila og hver um sig á a.m.k. 10% hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í lögaðilanum, eiga ásamt viðkomandi lögaðila meiri hluta hlutafjár, stofnfjár eða atkvæðisréttar í öðrum lögaðila. Til eignar hluta og atkvæðisréttar einstaklinga í lögaðilum samkvæmt þessum tölulið telst jafn framt eignarhluti og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg.
    Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. má samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra lögaðila, eða tengdra aðila, nema allt að 12% af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda skv. 2. mgr., eigi enginn aðili, einstaklingur eða lögaðili eða tengdir aðilar, meira en 20% af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi lögaðila. Engar hömlur mega vera á við skiptum með eignarhluta í viðkomandi lögaðilum. Til eignarhluta og atkvæðisréttar ein staklinga í lögaðilum samkvæmt þessari málsgrein telst einnig eignarhluti og atkvæðisréttur maka og skyldmenna í beinan legg. Ef um tengda aðila er að ræða þurfa báðir eða allir að fullnægja skilyrðum þessarar málsgreinar. Það á þó ekki við um eignarhlut móðurfyrirtækis í dótturfyrirtæki. Samvinnufélög teljast fullnægja skilyrðum þessarar málsgreinar ef félags aðilar þeirra eru 100 eða fleiri.

2. gr.

    Við lögin bætist ný grein er verður 11. gr. b og orðast svo:
    Aðila ber, þegar fyrirsjáanlegt er að aflahlutdeild fiskiskipa aðila fari umfram þau mörk sem sett eru í 1., 2. eða 5. mgr. 11. gr. a, að tilkynna Fiskistofu flutning aflahlutdeilda, sam runa lögaðila sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, kaup á eignarhlut í slíkum lögaðilum og kaup, kaupleigu eða leigu á fiskiskipi með aflahlutdeild. Þegar um tengda aðila er að ræða skv. 1. og 2. tölul. 4. mgr. 11. gr. a hvílir tilkynningarskyldan á móðurfyrirtæki en annars á þeim aðila er að gerningnum stendur. Þá ber lögaðilum, sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, að láta Fiskistofu reglubundið í té upplýsingar um eignarhluta allra þeirra sem eiga 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti í viðkomandi lögaðila. Jafnframt skal veita upp lýsingar um eignarhluta einstaklinga og maka þeirra og skyldmenna í beinan legg sé saman lagður eignarhluti eða atkvæðisréttur þeirra 10% eða meira af hlutafé, stofnfé eða atkvæðis rétti í viðkomandi lögaðila. Lögaðilum, sem eiga fiskiskip með aflahlutdeild, ber enn fremur að upplýsa Fiskistofu um lögaðila sem þeir eiga eignarhlut eða atkvæðisrétt í og eiga fiski skip með aflahlutdeild.
    Fiskistofa skal meta þær upplýsingar sem aðili hefur látið í té og innan hæfilegs frests til kynna aðila hver aflahlutdeild fiskiskipa hans er. Ef aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila eða tengdra aðila fer umfram framangreind mörk skal Fiskistofa tilkynna viðkomandi aðila að svo sé og hve há umframaflahlutdeild hans er. Aðila skal veittur sex mánaða frestur, frá því að honum sannanlega barst tilkynningin, til að gera ráðstafanir til að koma aflahlut deildinni niður fyrir mörkin. Hafi aðili ekki veitt Fiskistofu upplýsingar um að fullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar fyrir lok frestsins fellur umframaflahlutdeildin niður. Skerðist þá aflahlutdeild fiskiskipa í eigu viðkomandi hlutfallslega miðað við einstakar tegundir. Við úthlutun aflahlutdeildar í upphafi næsta fiskveiðiárs eftir lok frestsins skal skerðingin koma til hækkunar aflahlutdeildar fiskiskipa í eigu annarra. Hækkunin skal vera í réttu hlutfalli við aflahlutdeild fiskiskipanna af þeim tegundum sem um ræðir.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi

Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Sé aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra aðila, einstaklinga eða lögaðila, eða í eigu tengdra aðila við gildistöku laga þessara yfir þeim mörkum sem sett eru í 1., 2. eða 5. mgr. 1. gr. skal viðkomandi aðili þegar í stað senda Fiskistofu tilkynningu í samræmi við 1. mgr. 2. gr. Fiskistofa skal í samræmi við 2. mgr. 2. gr. tilkynna aðila hver umframaflahlutdeild hans er og gildir 2. mgr. 2. gr. um frest aðila til að ráðstafa umframaflahlutdeildinni og áhrif þess að umframaflahlutdeildinni er ekki ráðstafað innan tilskilins frests.

II.


    Sjávarútvegsráðherra skal að liðnum fimm árum frá gildistöku laga þessara leggja fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir áhrifum þeirra á íslenskan sjávarútveg.