Ferill 651. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1124 – 651. mál.



Frumvarp til laga



um breyting á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997.

Flm.: Sturla Böðvarsson, Magnús Stefánsson,


Guðjón Guðmundsson, Gísli S. Einarsson.



1. gr.

    Í stað orðanna „Tímabilið 1. september – 31. desember“ í upphafi 4. tölul. F-liðar 8. mgr. 5. gr. laganna kemur: Tímabilið 1. júní – 31. desember.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997. Sjávarútvegsnefnd breytti frumvarpi sjávarútvegsráðherra nokkuð og var meðal annars bætt við nýju veiðihólfi í Breiðafirði fyrir báta í 3. flokki, sbr. 2. mgr. 5. gr. laganna, en að meg instefnu til falla í þann flokk fiskiskip sem eru styttri en 29 metrar og með lægri aflvísa en 1.600. Var það mjög mikilvæg breyting á frumvarpinu. Hins vegar var veiðitímabilið tak markað við tímabilið 1. september – 31. desember ár hvert. Þannig er öll sumarveiði útilokuð á svæðinu, en eins og gefur að skilja er mjög mikilvægt að geta nýtt þann árstíma til veiða. Ekki er skýrt í nefndaráliti sjávarútvegsnefndar á þskj. 1169 hvers vegna þessi tímamörk eru valin en vera kann að hér sé um misskilning að ræða sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þess má geta að bæði Útvegsmannafélag Snæfellsness og Landssamband íslenskra útvegsmanna hafa ályktað um að nauðsyn beri til að veiðitímabilið í hólfi F.4 á Breiðafirði hefjist 1. júní ár hvert í stað 1. september. Til leiðréttingar er í frumvarpinu gerð tillaga um að það verði frá 1. júní – 31. desember ár hvert fyrir skip í 3. flokki þannig að útgerðir minni fiskiskipa geti nýtt sér sumarið til veiða.