Ferill 509. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1136 – 509. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum, nr. 31 27. mars 1987, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur og Auði Eyvinds frá samgönguráðuneyti og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra. Umsagnir bárust nefnd inni frá Flugmálastjórn Íslands, flugráði og Flugleiðum hf.
    Með frumvarpinu er lagt til að felld verði úr lögum heimild til innheimtu eldsneytisgjalds af flugvélabensíni og þotueldsneyti og er breytingunum ætlað að jafna samkeppnisskilyrði í flugi. Umsagnir þær sem bárust nefndinni voru jákvæðar í garð þessara breytinga.
    Samgöngunefnd leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 1. apríl 1998.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.



Guðmundur Árni Stefánsson,


með fyrirvara.



Egill Jónsson.     


Stefán Guðmundsson.     


Ragnar Arnalds,


með fyrirvara.



Ásta R. Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.


Kristján Pálsson.



Árni Johnsen.



















Prentað upp.