Ferill 668. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1146 – 668. mál.



Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um sýslur.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hver er stjórnskipuleg staða sýslna samkvæmt gildandi lögum?
     2.      Í hvaða lögum er nú að finna ákvæði sem byggjast á sýsluskipan?
     3.      Eru umdæmi sýslumanna á einhvern hátt formlega tengd sýslum? Í hvaða tilvikum eru mörk þeirra umdæma nú önnur en sýslumörk voru fyrir setningu sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986?
     4.      Hvaða stöðu og þýðingu hafa landfræðileg mörk sýslna? Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða þau mörk eða setja nýjar reglur að því er varðar sýsluskipan í landinu?


Skriflegt svar óskast.