Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1151 – 316. mál.Viðbótarsvarviðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um laxveiðiferðir stjórnenda ríkis viðskiptabankanna og Seðlabanka.

    Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurninni í þskj. 899 var byggt á upplýsingum sem ráðu neytinu bárust frá hlutaðeigandi bönkum. Í ljós hefur komið að upplýsingar þær, sem við skiptaráðherra fékk frá Landsbanka Íslands og hann byggði svar sitt á, voru ekki réttar. Bankaráð Landsbankans sendi ráðherra bréf, dags. 2. apríl sl., þar sem greint er frá þessu og leiðréttingum komið á framfæri. Viðskiptaráðherra gerði forseta Alþingis grein fyrir þessu með bréfi dagsettu sama dag, og var honum jafnframt sent afrit af fyrrgreindu bréfi bankaráðs Landsbankans.
    Viðskiptaráðherra hefur í framhaldi af þessu óskað eftir nánari skýringum á því að fyrri upplýsingar sem bankinn veitti voru rangar.
    Tilvitnað bréf bankaráðs með staðfestum leiðréttum upplýsingum er svofellt:
    „Með bréfi dags. 10. mars sl. óskaði Sverrir Hermannsson, bankastjóri, eftir því við Rík isendurskoðun að stofnunin tæki saman upplýsingar um kaup Landsbanka Íslands á veiði leyfum af leigutaka Hrútafjarðarár og um tengsl hans við leigutakann. Þess var óskað að stofnunin skilaði skýrslu um málið til bankaráðs Landsbankans ef stofnunin teldi efni til þess. Hinn 16. mars tilkynnti Ríkisendurskoðun bankaráðinu að hún hefði orðið við ofan greindri málaleitan.
    Við athugun Ríkisendurskoðunar á kaupum Landsbanka Íslands á laxveiðileyfum á árabil inu 1993 til 1997 hefur komið í ljós að upplýsingar bankans til yðar um þessi efni í bréfi frá 3. mars 1998 voru ekki fullnægjandi. Samkvæmt þeim var kostnaður Landsbankans af lax veiðiferðum talinn hafa numið 18.309.000 króna. Upplýsingar sem nú liggja fyrir bera á hinn bóginn með sér að kostnaður þessi nam 41.667.000 króna, samanber meðfylgjandi yfirlit. Meginskýring á hækkuninni er í fyrsta lagi sú að nú er meðtalinn laxveiðikostnaður dótturfélaga bankans. Í öðru lagi er þátttaka bankans í kostnaði við laxveiðiferðir með dótturfélögum og/eða hlutdeildarfélögum og öðrum bönkum talinn með og í þriðja lagi var annar kostnaður í tengslum við veiðiferðirnar ekki að fullu tilgreindur í fyrra svari bankans.
    Hér fara á eftir heildstæðar upplýsingar um kostnað Landsbanka Íslands og dótturfélaga vegna laxveiðiferða 1993–1997:
    

Kostnaður Landsbanka Íslands og dótturfélaga vegna laxveiðiferða 1993–1997.
(Fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs í kr.)


Veiðileyfi Annar kostn. Samtals
Árið 1993
Landsbanki Íslands
5.194.100 2.743.741 7.937.841
Landsbréf hf.
941.890 941.890
Reginn hf.
1.323.200 56.685 1.379.885
Samtals 6.517.300 3.742.316 10.259.616
Árið 1994
Landsbanki Íslands
3.248.000 2.154.906 5.402.906
Landsbréf hf.
848.000 457.242 1.305.242
Hömlur hf.
441.450 441.450
Reginn hf.
405.550 405.550
Rekstrarfélagið hf.
424.050 424.050
Samtals 5.367.050 2.612.148 7.979.198
Árið 1995
Landsbanki Íslands
4.766.984 2.660.958 7.427.942
Landsbréf hf.
848.000 467.829 1.315.829
Hömlur hf.
468.000 184.900 652.900
Samtals 6.082.984 3.313.687 9.396.671
Árið 1996
Landsbanki Íslands
3.941.030 1.022.708 4.963.738
Landsbréf hf.
848.000 498.241 1.346.241
Hömlur hf.
480.000 299.890 779.890
Samtals 5.269.030 1.820.839 7.089.869
Árið 1997
Landsbanki Íslands
3.244.660 1.981.048 5.225.708
Landsbréf hf.
848.000 506.338 1.354.338
Hömlur hf.
360.000 1.173 361.173
Samtals 4.452.660 2.488.559 6.941.219

    Miðað við núverandi upplýsingar hafa eftirtaldar veiðiferðir verið farnar á vegum bankans og dótturfélaga í eftirtaldar ár:

    Árið 1993:     Vatnsdalsá, Selá, Hrútafjarðará, Þverá, Víðidalsá, Laxá í Aðaldal og Laxá í dölum.
    Árið 1994:    Hrútafjarðará, Selá, Víðidalsá og Laxá í Aðaldal.
    Árið 1995:    Víðidalsá, Selá, Hrútafjarðará, Laxá í Aðaldal, Stóru-Laxá, Þverá og Laxá í Dölum.
    Árið 1996:     Hrútafjarðará, Straumfjarðará, Selá, Víðidalsá, Laxá í Aðaldal og Grímsá. Árið 1997:    Víðidalsá, Selá, Laxá í Aðaldal, Hrútafjarðará og Straumfjarðará.

    Veiðileyfin voru keypt af eftirtöldum félögum á tímabilinu: Sporður hf., Lón sf., Bálkur ehf., Laxárfélagið, Strengur sf., Snasi ehf., Veiðifélag Grímsár og Tunguár og Straumfjörð ur sf.
    Um tilefni ferðanna er vísað til fyrrgreinds bréfs Landsbanka Íslands hf.
    Þegar formanni og varaformanni bankaráðs var greint frá niðurstöðum þessum mánu daginn 30. mars sl. og bankaráðinu greint frá því í beinu framhaldi þá óskaði það sam stundis eftir því við Ríkisendurskoðun að hún athugaði einnig alla risnu Landsbanka Íslands 1994 til 1997 svo og ferðakostnað innan lands og erlendis og aksturs- og bifreiðakostnað. Tilgangur með þessari viðbótarathugun er m.a. sá að staðreyna að þær upplýsingar sem gefnar hafa verið af hálfu bankans til viðskiptaráðuneytis um þessa þætti í rekstri hans hafi verið fullnægjandi. Þessi athugun stendur nú yfir.“