Ferill 555. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1159 – 555. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Árnason frá viðskipta-ráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Verslunarráði Íslands, Kaupmannasamtökunum, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Sambandi íslenskra sparisjóða og Alþýðusambandi Íslands.
    Í frumvarpinu er lögð til sú breyting á lögum um gjaldmiðil Íslands að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu.
    Við skoðun nefndarinnar og með hliðsjón af umsögnum um málið kom í ljós að algengast er við námundun talna að hækka tölu upp ef næsti tölustafur á eftir er fimm eða hærri en lækka hana ella. Auk þess telur nefndin rétt að gildistöku frumvarpsins verði frestað til 1. janúar 1999 í stað þess að lögin taki gildi þegar í stað þar sem í bankakerfinu er enn gert ráð fyrir aurum og því er aðlögunartími talinn nauðsynlegur.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „fimmtíu aurum eða lægri fjárhæð sleppt, en fimmtíu og einn eyrir“ í 2. málsl. efnisgreinarinnar komi: lægri fjárhæð en fimmtíu aurum sleppt, en fimmtíu aurar.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                   Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.
    
    Sólveig Pétursdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 1. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Ágúst Einarsson.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Valgerður Sverrisdóttir.     


Pétur H. Blöndal.     


Einar Oddur Kristjánsson.     



Sighvatur Bjögvinsson.



Steingrímur J. Sigfússon.