Ferill 552. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1178 – 552. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um bindandi álit í skattamálum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 2. gr.
       a.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Beiðnin skal vera ítarlega afmörkuð varðandi þau atvik og álitaefni sem um er spurt og henni skulu fylgja upplýsingar og gögn sem þýðingu hafa og álitsbeiðandi hefur yfir að ráða.
       b.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir láti álitsbeiðandi verða af ráðstöfun sinni áður en úrskurður yfirskattanefndar liggur fyrir og eftir atvikum niðurstaða dómstóla.
     2.      Við 3. gr. Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef ekki er unnt að láta uppi álit innan fjögurra vikna frá því að beiðni barst skal ríkisskattstjóri tilkynna álitsbeiðanda skriflega um frestun og skýra ástæður hennar. Ríkisskattstjóra er ekki heimilt að fresta gerð bindandi álits lengur en í þrjá mánuði frá því að beiðni berst.
     3.      Við 5. gr. Í stað orðanna „þriggja mánaða“ í 2. mgr. komi: eins mánaðar.
     4.      Við 6. gr. Í stað orðsins „forsendur“ í 2. málsl. komi: málsatvik.
     5.      Við 7. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Til að mæta þeim kostnaði sem ríkisskattstjóri hefur af gerð bindandi álita skal greiða gjald er miðast við þá vinnu sem hann hefur af gerð álits í hverju tilviki. Þegar beiðni um álit er lögð fram skal greiða grunngjald að fjárhæð 10.000 kr. Viðbótargjald sem miðast við umfang máls skal greiða áður en ríkisskattstjóri lætur álitið uppi. Um fjár hæð viðbótargjaldsins fer eftir gjaldskrá sem fjármálaráðherra setur, en gjaldið má ekki nema hærri fjárhæð en 40.000 kr.