Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1182 – 201. mál.Framhaldsnefndarálitum frv. til l. um loftferðir.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið milli 2. og 3. umræðu.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið, eins og það liggur fyrir eftir 2. umræðu, verði sam þykkt með minni háttar breytingum. Lagt er til að orðið varðhald verði fellt brott úr 32. og 141. gr. frumvarpsins og er það í samræmi við frumvarp dómsmálaráðherra sem liggur fyrir þinginu um afnám varðhaldsrefsingar og stefnt er að afgreiðslu á nú í vor.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með svofelldum

BREYTINGUM:


     1.      Við 32. gr. Orðin „varðhaldi eða“ í 4. mgr. falli brott.
     2.      Við 141. gr. Orðið „varðhaldi“ falli brott.

Alþingi, 15. apríl 1998.Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.Kristján Pálsson.
Egill Jónsson.Stefán Guðmundsson.Árni Johnsen.