Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1192 – 288. mál.
Nefndarálit
um frv. til sveitarstjórnarlaga.
Frá meiri hluta félagsmálanefndar.
Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sesselju Árnadóttur og Húnboga Þorsteinsson frá félagsmálaráðuneyti, Þórð Skúlason, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Halldór Hróarr Sigurðsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sigurð Þórðarson ríkisendurskoð
Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá Akureyrarbæ, Egilsstaðabæ, Eyþingi, Ísa
Frumvarpi þessu er ætlað að leysa af hólmi sveitarstjórnarlög, nr. 8/1986, með síðari breytingum. Mikil reynsla hefur fengist af framkvæmd sveitarstjórnarlaga og þótti tími til kominn að taka þau til heildarendurskoðunar til að sníða af annmarka og bæta við ákvæðum sem hefur vantað. Athugasemdir vegna þessa hafa fyrst og fremst komið frá sveitarfélögum og félagsmálaráðuneytinu. Miðað við núgildandi sveitarstjórnarlög er breytt nokkuð skipu
Prentað upp.
fjármálum sveitarfélaga. Að lokum má jafnframt nefna að rýmkuð eru ákvæði laganna varð
Nefndin leggur til breytingu á ákvæði til bráðabirgða til samræmis við stjórnarfrumvarp til laga um þjóðlendur sem nú liggur fyrir þinginu. Í ákvæðinu er að finna leiðbeiningar um hvernig skipa skuli þeim hlutum landsins innan staðarmarka sveitarfélaga sem ekki hefur nú þegar verið skipað þar, þar með talið jöklum. Lagt er til að svokölluð óbyggðanefnd, sbr. frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, leysi úr ágreiningi um stjórnsýslumörk og önnur mörk á miðhálendinu. Þá er lagt til að á meðan óbyggðanefnd hefur ekki úrskurðað um einstök landsvæði sem ekki hefur verið skipað innan staðarmarka sveitarfélaga geti félagsmálaráðherra staðfest samkomulag sem sveitarfélögin hafa gert um staðarmörk sveitarfélaga á slíkum svæðum.
Miklar umræður urðu í nefndinni um 1. gr. frumvarpsins auk ákvæðis til bráðabirgða. Meiri hluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að heildstætt skipulag væri eðlilegt á miðhálendinu og mikilvægt að afréttir og þjóðlendur á því svæði verði svæðisskipulögð sem ein heild. Meiri hlutinn vekur í þessu sambandi athygli á 12. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, en þar kemur fram í 1. mgr. að svæðisskipulag skuli gert að frumkvæði viðkom
Samkvæmt eldri skipulags- og byggingalögum er nú starfandi samvinnunefnd um svæðis
Meiri hlutinn mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Helstu efnisbreytingar eru eftirfarandi:
1. Lögð er til breyting á 4. gr. þannig að sveitarstjórn geti ekki ákveðið nafn sveitarfélags nema að fenginni umsögn örnefnanefndar, sbr. lög um bæjanöfn, nr. 35/1953. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp til laga um breytingu á þeim lögum og hefur menntamálanefnd þingsins afgreitt breytingartillögur við frumvarpið þar sem fram kemur að örnefnanefnd skuli fjalla um nafngiftir tiltekinna býla, jafnframt skuli hún úrskurða um hvaða örnefni verða sett á landabréf sem gefin eru út á vegum Landmælinga Íslands og að lokum skeri hún úr ágreiningi um ný götunöfn og sambærileg örnefni innan sveitarfélaga. Nefndinni er heimilt að leita álits sérfræðinga áður en ákvarðanir eru teknar. Með tilliti til þessa hlutverks örnefnanefndar þykir meiri hluta nefndarinnar eðlilegt að örnefnanefnd verði höfð með í ráðum hvað varðar framangreint.
2. Lögð er til breyting á 5. gr. um byggðarmerki. Lagt er til það nýmæli að skráning byggðarmerkja fari fram hjá Einkaleyfastofunni og að slík skráning sé forsenda fyrir því að sveitarfélag hafi einkarétt á notkun byggðarmerkis. Hér er stuðst við danskar reglur um skráningu byggðarmerkja sem þykja hafa gefist vel. Eðlilegt þykir að fela Einka
3. Lögð er til breyting á 7. gr. er fjallar um almennar skyldur sveitarfélaga. Fjölmörg sveitarfélög reka fyrirtæki á eigin ábyrgð og hafa fyrirtækin greitt sveitarsjóðum arð þegar rekstur þeirra hefur leyft. Þessi háttur hefur t.d. verið hafður hjá fyrirtækjum borgarsjóðs í a.m.k. 60 ár og hafa gjaldskrár fyrirtækjanna, sem staðfestar hafa verið af viðkomandi ráðuneyti, tekið mið af þessu. Ótvíræða heimild til þessa hefur hins vegar hingað til vantað í löggjöf. Í framhaldi af þessu mun þurfa að gera breytingar á orku
4. Lagðar eru til breytingar á 13. gr. sem fjallar um fyrsta fund nýkjörinnar sveitarstjórnar. Í fyrsta lagi er lagt til að tekið verði skýrt fram hvenær nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum, sbr. sambærilegt ákvæði í lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998. Í öðru lagi er tekið á því að sú staða getur komið upp að aldursforseti eigi stuttan feril sem fulltrúi í sveitarstjórn eða jafnvel að hann sé að sitja sinn fyrsta fund. Eðlilegra þykir því að sá sem lengsta reynslu hefur sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn stjórni upphafi fyrsta fundar á nýju kjörtímabili.
5. Lögð er til breyting á 3. mgr. 19. gr. sem fjallar um hæfi sveitarstjórnarmanna. Bætt er við að um sé að ræða tiltekið mál sem lagt er fyrir sveitarstjórn. Þannig er tekið skýrt fram að það eigi einungis við það tiltekna mál sem er til umræðu.
6. Lögð er til breyting á 42. gr. er fjallar um kjörgengi starfsmanna. Bætt er við til samræmingar við önnur ákvæði frumvarpsins að þeir séu ekki heldur kjörgengir í nefndir og ráð er fjalla um viðkomandi málaflokka.
7. Lögð er til breyting á 61. gr. er fjallar um fjárhagsáætlun þar sem lagt er til að skil á henni verði óbreytt frá gildandi lögum.
8. Lögð er til breyting á 65. gr. er fjallar um miklar fjárfestingar. Þannig er lagt til að skylt verði að leggja fyrir sveitarstjórn umsögn sérfróðs aðila um kostnaðaráætlun ef áætl
9. Lögð er til breyting á 74. gr. um eftirlitsnefndir þannig að ákvarðanir hennar verði ekki endanlegar á stjórnsýslusviðinu heldur verði hægt að kæra þær til ráðherra.
10. Lögð er til breyting á 94. gr. þannig að hægt sé að sameina sveitarfélög yfir mörk kjördæma en að slík sameining hafi ekki áhrif á skipan kjördæma við alþingiskosningar. Meiri hluti nefndarinnar lítur svo á að hér sé átt við sameiningu nærliggjandi og nálægra sveitarfélaga.
Pétur H. Blöndal og Siv Friðleifsdóttir skrifa undir álitið með fyrirvara og vilja að fram komi að þau telja rangt að skipta skipulags- og byggingarmálum miðhálendisins upp milli 42 sveitarfélaga sem í mörgum tilvikum ganga þvert á landslagsheildir, svo sem jökla, hraun
Kristín Ástgeirsdóttir og Ögmundur Jónasson skrifa undir álitið með fyrirvara sem m.a. lýtur að því að gera þurfi breytingu á skipulags- og byggingarlögum samhliða afgreiðslu þessa frumvarps eigi skipulag hálendis Íslands að vera með ásættanlegum hætti. Þær breyt
Alþingi, 18. apríl 1998.
Kristín Ástgeirsdóttir,
form., með fyrirvara.
Magnús Stefánsson,
frsm.
Arnbjörg Sveinsdóttir.
Kristján Pálsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Siv Friðleifsdóttir,
með fyrirvara.
Pétur H. Blöndal,
með fyrirvara.
Ögmundur Jónasson,
með fyrirvara.