Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1193 – 288. mál.
Breytingartillögur
við frv. til sveitarstjórnarlaga.
Frá meiri hluta félagsmálanefndar (MS, KPál, ArnbS, EKG, SF, PHB, KÁ, ÖJ).
1. Í stað 1. málsl. 4. gr. komi fjórir nýir málsliðir er orðist svo: Sveitarstjórn ákveður nafn sveitarfélags að fenginni umsögn örnefnanefndar. Ef könnun er gerð á viðhorfi íbúa sveitarfélags til breytingar á nafni þess, t.d. vegna sameiningar sveitarfélaga, skal leita umsagnar örnefnanefndar um þau nöfn sem kjósa skal um. Nefndin skal skila áliti sínu innan þriggja vikna. Nafn sveitarfélags skal samrýmast íslenskri málfræði og málvenju.
2. Við 5. gr. Greinin orðist svo:
Sveitarstjórn er heimilt að ákveða byggðarmerki fyrir sveitarfélag.
Byggðarmerki skulu skráð hjá Einkaleyfastofunni sem veitir umsóknum viðtöku og kannar skráningarhæfi merkjanna. Umsókn skal fylgja tilskilið gjald.
Skráning byggðarmerkis veitir sveitarfélagi einkarétt á notkun þess.
Iðnaðarráðherra setur nánari reglur um skráningu byggðarmerkja, m.a. varðandi um
3. Við 7. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
Sveitarfélög skulu setja sér stefnu um arðgjafar- og arðgreiðslumarkmið í rekstri fyrir
4. Við 13. gr. Greinin orðist svo:
Nýkjörin sveitarstjórn tekur við störfum 15 dögum eftir kjördag.
Sá kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn sem á að baki lengsta setu í sveitarstjórninni kveður hana til fyrsta fundar eigi síðar en 15 dögum eftir að hún tekur við störfum eftir kosningar og stýrir fundi þar til oddviti hefur verið kjörinn. Hafi tveir eða fleiri fulltrúar í sveitarstjórn átt jafnlengi setu í sveitarstjórninni fer aldursforseti þeirra með verkefni samkvæmt þessari málsgrein.
5. Við 19. gr. Á eftir orðinu „undirbúa“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: tiltekið.
6. Við 42. gr. Á eftir orðunum „kjörgengir í“ komi: nefndir, ráð og.
7. Við 61. gr.
a. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Fyrir lok janúarmánaðar skal sveitarstjórn gera fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð og stofnanir sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi ár.
b. 3. málsl. 2. mgr. verði ný 3. mgr.
8. Við 65. gr.
a. Fyrri málsliður orðist svo: Hyggist sveitarstjórn ráðast í fjárfestingu og áætlaður heildarkostnaður eða hlutur sveitarfélagsins í henni nemur hærri fjárhæð en fjórðungi skatttekna yfirstandandi reikningsárs er skylt að leggja fyrir sveitarstjórn umsögn sér
b. Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Miklar fjárfestingar.
9. Við 74. gr.
a. 1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Nefndin skal árlega athuga reikningsskil sveitarfélaga og bera þau saman við viðmiðanir skv. 4. mgr. þessarar greinar og ákvæði 3. mgr. 61. gr.
b. 5. mgr. falli brott.
10. Við 87. gr. Greinin orðist svo:
Samband íslenskra sveitarfélaga er sameiginlegur málsvari sveitarfélaga í landinu.
11. Við 94. gr. Greinin orðist svo:
Heimilt er að sameina sveitarfélög yfir mörk kjördæma, en slík sameining hefur ekki áhrif á skipan kjördæma við alþingiskosningar.
12. Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
Vegna ákvæðis 1. mgr. 1. gr. laganna skal þeim hlutum landsins, þar með talið jöklum, sem ekki hefur þegar verið skipað innan staðarmarka sveitarfélaga á grundvelli 1. eða 3. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 8/1986, skipað innan staðarmarka sveitarfélaga með eftir
Eignarlandi skal skipað innan staðarmarka sama sveitarfélags og sú jörð sem það hefur áður tilheyrt nema fyrir liggi sérstakar heimildir um annað.
Nú eiga íbúar tiltekins sveitarfélags upprekstrarétt í afrétt sem ekki hefur verið skipað innan staðarmarka neins sveitarfélags og skal hann þá teljast til þess sveitarfélags. Ef íbúar fleiri en eins sveitarfélags eiga upprekstrarrétt í afréttinn og ekki næst samkomu
Þegar óbyggðanefnd úrskurðar að landsvæði skuli teljast þjóðlenda skal nefndin kveða á um hvernig þeim hluta þess sem ekki telst afréttur skuli skipað innan staðarmarka sveitarfélaga. Skal miðað við að framlengja staðarmörk aðliggjandi sveitarfélaga inn til landsins, þar með talið á jöklum, en þó þannig að fylgt sé náttúrulegum mörkum eða mörkum sem byggjast á sérstökum heimildum um mörkin, þar sem nefndin telur það betur eiga við. Óbyggðanefnd getur í þessu tilviki breytt mörkum frá því sem kann að hafa verið samið um milli sveitarfélaga, þar með talið samkvæmt heimild í 5. mgr. ákvæðis þessa og 2. mgr. 3. gr. laga þessara, eða þau ákveðin með öðrum hætti.
Meðan óbyggðanefnd hefur ekki úrskurðað um einstök landsvæði, sem ekki hefur verið skipað innan staðarmarka sveitarfélaga, getur félagsmálaráðherra staðfest sam
Félagsmálaráðuneytið skal birta auglýsingu um ákvörðun á staðarmörkum sveitar