Ferill 618. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1201 – 618. mál.Nefndarálitum till. til þál. um fullgildingu samnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Marokkós.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráð herra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóð réttarfræðing utanríkisráðuneytisins, og Þórð Ingva Guðmundsson frá viðskiptaskrifstofu ráðuneytsins.
    EFTA-ríkin hafa á undanförnum árum leitast við að gera samstarfs- og fríverslunarsamn inga við þau ríki sem Evrópusambandið hefur gert hliðstæða samninga við, með það að markmiði að fyrirtæki í EFTA-ríkjunum hafi ekki verri aðstöðu til viðskipta í viðkomandi landi en fyrirtæki í ríkjum Evrópusambandsins. Með gerð fríverslunarsamninga við ríki við sunnanvert Miðjarðarhaf og í Mið-Austurlöndum vilja EFTA-ríkin taka þátt í þeirri viðleitni Evrópusambandsins að stuðla að stjórnmálalegum stöðugleika og atvinnuþróun í þessum heimshluta. Er að því stefnt að Evrópa og Suður- Miðjarðarhafslöndin verði eitt fríverslunar svæði eigi síðar en árið 2010. Samningur EFTA-ríkjanna og Marokkós er fyrsti samningur inn sem lokið er í þessari samningalotu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 15. apríl 1998.Geir H. Haarde,


form.


Kristín Ástgeirsdóttir,


frsm.


Siv Friðleifsdóttir.
Tómas Ingi Olrich.Össur Skarphéðinsson.Árni R. Árnason.Gunnlaugur M. Sigmundsson.Margrét Frímannsdóttir.Lára Margrét Ragnarsdóttir.