Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1203 – 616. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samninga um lögsögumál við Danmörku og Grænland annars vegar og við Noreg hins vegar.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráð herra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóð réttarfræðing utanríkisráðuneytisins.
    Með þessum samningum við grannþjóðir Íslendinga er eytt réttaróvissu um afmörkun efnahagslögsögu og landgrunns á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands annars vegar og hins vegar á tiltölulega litlu hafsvæði þar sem lögsaga Íslands, Grænlands og Jan Mayen skarast.
    Utanríkismálanefnd telur mikilvægt að þessir samningar hafi náðst og leggur til að tillag an verði samþykkt.

Alþingi, 15. apríl 1998.



Geir H. Haarde,


form.


Siv Friðleifsdóttir,


frsm.


Össur Skarphéðinsson.




Árni R. Árnason.



Margrét Frímannsdóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Tómas Ingi Olrich.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Kristín Ástgeirsdóttir.