Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1205 – 348. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 117/1993, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Arnljótsdóttur frá heil brigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Ágúst Þór Sigurðsson, Hildi Sverrisdóttur og Kristján Guðjónsson frá Tryggingastofnun ríkisins, Steinunni Lárusdóttur og Bolla Héðinsson frá tryggingaráði.
    Umsagnir bárust nefndinni frá aðgerðahópi aldraðra, Félagi aldraðra á Akureyri, Félagi aldraðra á Dalvík og nágrenni, Félagi aldraðra í Hornafirði, Félagi eldri borgara í Borgar fjarðardölum, Félagi eldri borgara á Djúpavogi, Félagi eldri borgara á Eskifirði, Félagi eldri borgara á Norðfirði, Félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni, Félagi eldri borgara á Álftanesi, Félagi eldri borgara í Borgarnesi, Félagi eldri borgara á Eyrarbakka, Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði, Félagi eldri borgara í Vestur-Húnavatnssýslu, Landssambandi eldri borgara, Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, Tryggingastofnun ríkisins, Öldrun arfræðafélagi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands. Umsagnir voru almennt mjög jákvæðar.
    Með frumvarpinu er lagt til að sveigjanleiki lögheimilisskilyrðis laga um almanna tryggingar verði aukinn þannig að Íslendingar sem vinna erlendis eða dvelja þar um skemmri tíma og námsmenn erlendis eigi að fullnægðum tilteknum skilyrðum möguleika á að vera tryggðir hér á landi samkvæmt lögunum. Þá er lögð til breyting á ákvæðum lag anna um sex mánaða lögheimilisskilyrði og undanþágur þar frá.
    Nefndin vill taka fram varðandi b-lið 3. gr. frumvarpsins að farið verði með undanþágu heimildir af varúð og að fyrst og fremst verði veittar undanþágur í alvarlegum bráðatilfell um, þegar um lífshættulega sjúkdóma og slys er að ræða sem geta leitt til dauða eða varan legs heilsutjóns án meðferðar, eða ef bíða þarf meðferðar í óhæfilegan tíma. Í vissum tilvik um tæki undanþága einnig til meðferðar alvarlegra langvinnra sjúkdóma eins og alvarlegra smitsjúkdóma, krabbameins og sambærilegra sjúkdóma. Tekið skal fram að ekki er um tæmandi talningu að ræða heldur viðmið sem horfa skal til við setningu reglugerðar um undanþágur samkvæmt ákvæðinu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
1.      Lagt er til að felld verði brott tilvísun til 24. gr. laganna í b-lið 1. gr., þ.e. í 9. gr. b, en þar er fjallað um einstaklinga sem starfa á erlendri grundu fyrir fyrirtæki með aðsetur á Íslandi ef greitt er tryggingagjald af launum þeirra hér á landi. Það er mat nefndarinnar að tryggingavernd þessara einstaklinga sé ekki fullnægjandi nema slysatryggingar séu þar einnig með.
2.      Samhliða framangreindri breytingu er lagt til felldur verði brott síðari málsliður 2. mgr. 24. gr. laganna þar sem það ákvæði er óþarft ef breyting á b-lið 1. gr. frumvarpsins nær fram að ganga, sbr. breytingar á 2. gr. frumvarpsins. Með því eru felld brott þau ákvæði sem voru í upphaflegri 2. gr. frumvarpsins en ákvæði samhljóða þeim voru lögfest með lögum nr. 148/1997 sem samþykkt voru á haustþingi 1997.
3.      Lagt er til að felld verði út vísan til númers og ártals laga í b-lið 1. gr., þ.e. í 9. gr. b, og vísað til heitis þeirra í staðinn. Nefndin álítur að laganúmer eigi einungis að tilgreina í lagatexta í undantekningartilvikum. Iðulega kemur það fyrir að sett eru ný lög um sama efni án þess að breytt sé tilvísunum í eldri lögum til laganna. Slíkt gæti leitt til réttar óvissu og til að taka af allan vafa er breyting þessi lögð til.
4.      Þá er lagt til að gildistöku laganna verði frestað til 1. júlí 1999 þannig að meiri tími gefist til undirbúnings og kynningar á þeim breytingum sem lagðar eru til með frum varpinu. Er þetta gert að ábendingu Tryggingastofnunar ríkisins.

Alþingi, 17. apríl 1998.



Össur Skarphéðinsson,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.



Ásta R. Jóhannesdóttir.




Guðni Ágústsson.



Guðmundur Hallvarðsson.



Margrét Frímannsdóttir.



Sólveig Pétursdóttir.



Sigríður A. Þórðardóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.