Ferill 269. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1219 – 269. mál.Nefndarálitum till. til þál. um rannsóknir á áhrifum veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og telur nauðsynlegt að gera átak í rannsóknum á áhrifum veiða og veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum. Sérstaklega hafa verið til um ræðu áhrif þeirra veiðarfæra sem dregin eru eftir botni hafsins, dragnót og botnvarpa. Telja verður líklegt að dragnót og botnvarpa hafi töluverð áhrif á hafsbotninn og lífríkið þar. Til að afmarka frekar rannsóknina er lögð til breyting á orðalagi tillögugreinarinnar jafnframt því að sameina þessa tillögu þeirri tillögu til þingsályktunar sem lögð er til á þskj. 383 í 308. máli. Nefndin mun ekki skila sérstöku áliti um þá tillögu en lítur svo á að tekið sé undir efni hennar með samþykkt þessarar tillögu.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með svofelldri

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að gera átak í rannsóknum á áhrifum veiða og mismunandi veiðarfæra á vistkerfi hafsbotnsins á Íslandsmiðum. Sérstaklega verði kannað hver áhrif veiðanna eru á botnfiskstofna, viðkomu þeirra og afrakstursgetu, sem og áhrif veiða með dragnót, botnvörpu og öðrum dregnum veiðarfærum á botnlagið.
    Til verkefnisins verði veitt sérstök fjárveiting næstu þrjú ár í samræmi við kostnaðar áætlun Hafrannsóknastofnunarinnar.

Alþingi, 21. apríl 1998.Steingrímur J. Sigfússon,


form.


Lúðvík Bergvinsson,


frsm.


Guðmundur Hallvarðsson.
Vilhjálmur Egilsson.     


Hjálmar Árnason.     Einar Oddur Kristjánsson.     


Svanfríður Jónasdóttir.Stefán Guðmundsson.Árni R. Árnason.