Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1226 – 445. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhalds skólakennara og skólastjóra.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, HjÁ, ArnbS, TIO, ÓÖH, ÁJ).1.      Við 2. gr. Orðin „samkvæmt úrskurði matsnefndar, sbr. 4. gr.“ og „það“ í 8. tölul. 1. mgr. falli brott.
2.      Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. :
       a.      Í stað orðanna „föstum kennurum“ í fyrri málslið komi: kennurum sem ráðnir eru eða skipaðir.
       b.      Í stað orðanna „. hluta starfs“ í 1. tölul. komi: hálfa stöðu.
       c.      Orðin „skemur en í tvo mánuði“ í niðurlagi 2. tölul. falli brott.
3.      Við 10. gr. Í stað orðanna „neinn skólanefndarmanna mælir með umsókn grunnskólakennara um“ í 4. mgr. komi: að minnsta kosti tveir skólanefndarmenn mæla með ráðningu grunnskólakennara í.
4.      Við 12. gr.
       a.      Orðin „samkvæmt úrskurði matsnefndar, sbr. 14. gr.“ og „það“ í 5. tölul. 1. mgr. falli brott.
       b.      3. mgr. orðist svo:
                 Heimilt er að meta kennslureynslu sem hluta af kennslufræði til kennsluréttinda. Ráð herra setur nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar.
5.      Við 19. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
       a.      Í stað orðanna „föstum kennurum“ í fyrri málslið komi: kennurum sem ráðnir hafa verið, sbr. 16. gr.
       b.      Í stað orðanna „skemur en í tvo mánuði“ í 2. tölul. komi: skemur en eina önn.
6.      Við 20. gr. Í stað orðanna „neinn skólanefndarmanna mælir með umsókn framhaldsskólakennara um“ í 4. mgr. komi: að minnsta kosti tveir skólanefndarmenn mæla með ráðningu framhaldsskólakennara í.
7.      Við 21. gr. Greinin orðist svo:
         Heimilt er að víkja frá ákvæðum laga þessara þegar um er að ræða kennslustörf í sér skólum í listum og í sérstökum listnámsdeildum framhaldsskólanna.