Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1235 – 459. mál.


Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 22. apríl.)



1. gr.

    Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr töluliður, 8. tölul., svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. b-liðar 1. mgr. 36. gr. laganna er Tryggingastofnun ríkisins heimilt að endurgreiða sjúklingum sem leituðu til sérfræðinga sem sagt höfðu sig af samningi við Trygg ingastofnun ríkisins hlut almannatrygginga í kostnaði vegna læknisþjónustu. Skilyrði endur greiðslu er að sjúklingur framvísi fullnægjandi reikningi og að viðkomandi sérfræðingur hafi endurnýjað samning sinn við Tryggingastofnun ríkisins. Hafi sérfræðingur ekki endurnýjað samning sinn af þeim sökum að hann hafi hætt rekstri sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur skal þó heimilt að endurgreiða sjúklingum hans samkvæmt framansögðu. Endurgreiðslan skal miðast við gjaldskrá 1. september 1997 samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins, dags. 7. mars 1996.


2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.