Ferill 616. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


122. löggjafarþing 1997–1998.
Nr. 8/122.

Þingskjal 1236  —  616. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu samninga um lögsögumál við Danmörku og Grænland annars vegar og við Noreg hins vegar.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd eftirfarandi samning og viðbótarbókun um lögsögumál sem gerð voru í Helsinki 11. nóvember 1997:
     1.      Samning milli ríkisstjórnar lýðveldisins Íslands annars vegar og ríkisstjórnar konungsríkisins Danmerkur og landsstjórnar Grænlands hins vegar um afmörkun landgrunnsins og fiskveiðilögsögu á svæðinu milli Íslands og Grænlands.
     2.      Viðbótarbókun við samkomulag frá 28. maí 1980 milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál og samkomulag sem leitt er af því frá 22. október 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 1998.