Ferill 464. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1242 – 464. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um dánarvottorð o.fl.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



     1.      Við 5. gr.
           a.      Á eftir orðunum „líffræðilegt efni“ í 1. mgr. komi: sbr. þó lög um brottnám líffæra.
           b.      Í stað 2. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                     Þurfi að afla samþykkis nánasta venslamanns fyrir krufningu skal læknir veita upplýsingar um tilgang og markmið krufningarinnar.
                     Maka, börnum, ef hinn látni átti ekki maka, foreldrum, ef hinn látni var barnlaus, eða systkinum, ef foreldrar hins látna eru einnig látnir, er heimilt að krefjast krufn ingar ef í ljós kemur að ekki er af hálfu læknis hins látna fyrirhugað að óska eftir krufningu.
     2.      Við 6. gr.
           a.      Við 1. tölul. bætist: eða.
           b.      Orðið „eða“ í 2. tölul. falli brott.
           c.      3. tölul. falli brott.
           d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Í öðrum tilvikum tekur lögregla ákvörðun um nauðsyn réttarkrufningar.
     3.      Við 9. gr.
           a.      Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Ef ekki er unnt að staðfesta andlát skal fylgjast með viðkomandi og ekki flytja í líkhús fyrr en læknir hefur staðfest dauðaskilmerki.
           b.      2. mgr. falli brott.
     4.      Við 15. gr. Í stað dagsetningarinnar „1. júli 1998“ komi: 1. janúar 1999.
     5.      Við 17. gr. Við greinina bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
         4.     Lög um brottnám líffæra og krufningar, nr. 16 6. mars 1991:
                       a.      II. kafli laganna fellur brott.
                       b.      Heiti laganna verður: Lög um brottnám líffæra.
     6.      Heiti frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um dánarvottorð, krufningar o.fl.