Ferill 517. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1248 – 517. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar um gjaldþrot einstaklinga að kröfu hins opinbera.

     1.      Hversu margir einstaklingar hafa verið lýstir gjaldþrota vegna skulda við opinbera aðila síðustu fimm árin?
    Á tímabilinu frá 1. janúar 1993 til 31. desember 1997 fóru innheimtumenn ríkissjóðs, þ.e. sýslumenn utan Reykjavíkur, tollstjórinn í Reykjavík og gjaldheimtan í Reykjavík, fyrir hönd ríkissjóðs fram á gjaldþrotaskipti hjá alls 5.144 aðilum samkvæmt upplýsingum frá Ríkis bókhaldi. Ekki reyndist unnt að afla upplýsinga um hversu margar beiðnir um gjaldþrota skipti gjaldheimtan í Garðabæ, gjaldheimtan á Seltjarnarnesi og gjaldheimtan í Mosfellsbæ hafa sent, þó er ljóst að um óverulegan fjölda er að ræða. Beiðnir þær sem hér um ræðir eru beiðnir sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa lagt út fyrir samkvæmt gjaldþrotalögum. Hins vegar liggja ekki fyrir upplýsingar um í hve mörgum tilfellum innheimtumenn ríkissjóðs féllu frá gjaldþrotabeiðni áður en hún var tekin fyrir hjá viðkomandi héraðsdómi. Ástæður slíkrar afturköllunar geta m.a. verið að um hafi verið að ræða áætlanir skattstjóra og að gjaldendur skiluðu inn framtali og öfluðu staðfestingar skattstjóra á því að álagningin félli niður, gjald endur greiddu kröfuna eða gátu bent á andlag til tryggingar á henni. Upplýsingar um hve margir einstaklingar hafa verið lýstir gjaldþrota er ekki hægt að fá úr tölvukerfum innheimtu manna ríkissjóðs, en líklega er hægt að nálgast þær upplýsingar úr málaskrá dómstóla lands ins sem dómsmálaráðuneytið hefur umsjón með. Hafa ber í huga við skoðun þessara upplýs inga að verulegur fjöldi beiðna er afturkallaður af einhverjum orsökum.
    Beiðnir um gjaldþrotaskipti skipt niður á ár:

     Ár
Fjöldi

    1993          1003
    1994          1223
    1995          1237
    1996          969
    1997          712

     2.      Hvernig skiptast þeir eftir fjárhæð krafna:
       a.      innan við 100 þús. kr.,
       b.      á bilinu 1–200 þús. kr.,
       c.      á bilinu 2–300 þús. kr.,
       d.      á bilinu 3–400 þús. kr.,
       e.      á bilinu 4–500 þús. kr.,
       f.      á bilinu 5–600 þús. kr.,
       g.      á bilinu 6–700 þús. kr.,
       h.      á bilinu 7–800 þús. kr.,
       i.      á bilinu 8–900 þús. kr.,
       j.      á bilinu 900 þús. kr.–1 millj. kr.,
       k.      hærri en 1 millj. kr.?

    Í fyrirspurninni er óskað eftir upplýsingum um hvernig þeir einstaklingar sem óskað hefur verið eftir gjaldþrotaskiptum hjá skiptast eftir fjárhæðum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkis bókhaldi eru þessar upplýsingar ekki til í tölvukerfum innheimtumanna ríkissjóðs. Hins vegar kann að vera mögulegt að nálgast þessar upplýsingar í málaskrá dómstólanna, en í svari dómsmálaráðherra á þsk. 771 við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, um hversu margar beiðnir um gjaldþrot einstaklinga voru gerðar á árunum 1992–95, kemur fram að í ársbyrjun 1994 hafi nýtt málaskráningarkerfi verið tekið í notkun og í það væru skráðar mun víðtækari upplýsingar en áður var gert.

     3.      Hver hefur verið innheimtukostnaður vegna þessara aðila?
    Kostnaður ríkissjóðs vegna gjaldþrotaskipta á búum sem skiptum er lokið á og sýslumenn og tollstjórinn í Reykjavík höfðu beðið um skipti á er eftirfarandi:

     Ár
Fjárhæð

    1993          1.198.523
    1994          34.061.540
    1995          41.140.491
    1996          42.209.157
    1997          33.908.992
__________

152.518.703


    Þegar innheimutmaður ríkissjóðs óskar eftir gjaldþrotaskiptum á búi gjaldenda þarf hann samkvæmt lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., að leggja fram tryggingu með gjald þrotaskiptabeiðninni að fjárhæð 150.000 kr. Ef eignir finnast í búinu, sem duga til að greiða kostnað við skiptin að hluta eða öllu leyti, ber bústjóra að skila því sem eftir stendur af tryggingunni til viðkomandi gerðarbeiðanda, í þessu tilviki ríkissjóðs. Útistandandi hjá bú stjórum 31. desember 1997 vegna búa sem ekki var lokið skiptum á voru samtals 92.050.000 kr. Upplýsingar um þetta efni frá gjaldheimtum lágu ekki fyrir.

     4.      Hversu mörg dæmi eru um að einstaklingar hafi verið lýstir gjaldþrota oftar en einu sinni vegna sömu kröfunnar?
    Samkvæmt upplýsingum frá ríkisbókhaldi er ekki hægt að afla þessara upplýsinga í tölvu kerfum innheimtumanna ríkissjóðs. Ríkisendurskoðun hefur hins vegar athugað málið og samkvæmt upplýsingum frá henni hefur skiptum verið lokið oftar en einu sinni hjá 245 aðil um. Rétt er þó að taka fram að þessir aðilar hafa bæði verið lýstir gjaldþrota að kröfu hins opinbera og einkaaðila.

     5.      Hvernig skiptast einstaklingar í 2. lið eftir umdæmum?
    Samkvæmt upplýsingum frá ríkisbókhaldi er ekki hægt að afla þessara upplýsinga í tölvu kerfum innheimtumanna ríkissjóðs. Sundurliðun eftir umdæmum fyrir árin 1993–95 er að finna í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um gjaldþrot einstak linga á þskj. 771. Að öðru leyti vísast til dómsmálaráðuneytis.