Ferill 16. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1252 – 16. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um eflingu atvinnu- og þjónustusvæðanna á landsbyggðinni.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Bárust nefndinni umsagnir frá Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Eyþingi – Sam bandi sveitarfélaga í Norðurlandi eystra, Sambandi sveitarfélaga í Norðurlandi vestra, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
    Í tillögunni er mælt fyrir um skipun nefndar til að móta tillögur um það hvernig efla megi atvinnu- og þjónustusvæði á landsbyggðinni í því skyni að jafna stöðu manna í dreifbýli og þéttbýli. Nú hefur verið lögð fram á Alþingi af forsætisráðherra tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998–2001, 695. mál. Í því máli koma í meginatriðum fram markmið tillögu þessarar.
    Í ljósi framangreinds mælir nefndin með því að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 25. apríl 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Valgerður Sverrisdóttir.



Jóhanna Sigurðardóttir.




Hjálmar Jónsson.



Jón Kristjánsson.



Sigríður Jóhannesdóttir.



Kristján Pálsson.



Guðný Guðbjörnsdóttir.



Árni R. Árnason.