Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1260 – 479. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um áfengis- og vímuvarnaráð.

Frá meiri hluta heilbrigðis- og trygginganefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þóri Haraldsson, aðstoðarmann heil brigðisráðherra, Guðríði Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra og Ragnhildi Arnljótsdóttur deildarstjóra frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Helga Seljan frá Landssambandi gegn áfengisbölinu, Jón Guðbergsson frá Stórstúku Íslands, Ólaf Hauk Árnason, Jóhannes Bergsveinsson og Hörð Pálsson frá áfengisvarnaráði, Braga Guðbrandsson frá Barna verndarstofu, Davíð Bergmann frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Elísu Wiium og Stefán H. Stefánsson frá Vímulausri æsku, Dögg Pálsdóttur frá Ísland án eiturlyfja 2002, Láru Björnsdóttur frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur og Þorstein Njálsson frá tóbaksvarnaráði.
    Umsagnir bárust nefndinni frá áfengisvarnaráði, Barnaverndarstofu, dómsmálaráðuneyti, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, Læknafélagi Íslands, samstarfsnefnd um afbrota- og fíknivarnir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Stórstúku Ís lands og Vímulausri æsku.
    Með frumvarpinu er lagt til að stofnað verði sérstakt áfengis- og vímuvarnaráð í þeim til gangi að efla og styrkja áfengis- og vímuvarnir, sérstaklega meðal barna og ungmenna, og sporna við afleiðingum af neyslu áfengis og annarra vímuefna.
    Meiri hluti nefndarinnar tekur undir markmið frumvarpsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 17. apríl 1998.



Siv Friðleifsdóttir,


frsm.


Guðni Ágústsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.




Guðmundur Hallvarðsson.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Sólveig Pétursdóttir.