Ferill 465. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1269 – 465. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald.

Frá meiri hluta umhverfisnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Bændasamtökum Ís lands, Skotveiðifélagi Íslands, Hafrannsóknastofnun, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skipulagsstofnun, Landvernd, Lögmannafélagi Íslands, félagsmálaráðuneytinu, sjávarútvegs ráðuneytinu, Náttúruvernd ríkisins, Landgræðslu ríkisins, iðnaðarráðuneytinu, Sambandi sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Náttúrufræðistofnun Íslands, Ferðamálaráði, Orku stofnun, Sjómannasambandi Íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Náttúru verndarráði.
    Í tillögunni er lagt til að kosin verði níu manna nefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða þjóðareign. Nefndinni er ætlað að skilgreina þessar auðlindir á skýran hátt og hvernig skuli með þær farið. Þá er nefndinni ætlað að kanna hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar.
    Meiri hlutinn mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Orðin „neðan við 100 m dýpi“ í 1. málsl. 1. mgr. tillögugreinarinnar falli brott.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Árni M. Mathiesen.



Tómas Ingi Olrich.



                        

Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Hjörleifur Guttormsson.



Kristján Pálsson.