Ferill 612. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1274 – 612. mál.



Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar um álagningu opinberra gjalda.

     1.      Hversu margir einstaklingar sættu áætlun við álagningu opinberra gjalda fyrir árið 1996?
    Alls sættu 5.450 einstaklingar áætlun gjaldstofna til þinggjalda við álagningu sumarið 1997 á tekjur ársins1996 og eignir í lok þess árs. Hjón og sambúðarfólk voru 3.520 og ein stæðir foreldrar voru 473.

     2.      Hversu margir þeirra hafa sætt áætlun áður og í hve mörg ár?
    Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóraembættinu hafa um 1.500–1.700 aðilar sætt áætlun tvö ár í röð og svipaður fjöldi hefur sætt áætlun þrjú ár í röð. Um 500 aðilar telja fram einhvern tíma á tveggja ára tímabili.

     3.      Er merkjanlegur munur milli kynja og aldurshópa?
    Aldursskipting þeirra sem sættu áætlun á árinu 1997 var sem hér segir:

Aldursskipting Einstaklingar Hjón og sambýlisfólk Einstæðir foreldrar
16–25 ára 1.933 681 72
26–35 ára 1.270 1.400 181
36–45 ára 907 922 178
46–55 ára 586 335 36
56–69 ára 374 93 6
70 og eldri 380 89 0

    Skipting eftir kynjum:
    Einstaklingar          3.652 karlar     1.798 konur
    Einstæðir foreldrar          77 karlar     397 konur

     4.      Hversu margir þeirra sem sætt hafa áætlun eru gjaldþrota?
    Ekki er unnt að sundurgreina hve margir þeirra sem orðið hafa gjaldþrota eru í vanskilum með skattskuldir sem byggjast á áætlun. Skv. 111. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, frestar ágreiningur um álagningu hvorki innheimtu né leysir gjaldanda undan þeim viðurlögum sem gilda um viðkomandi skatt. Því ber innheimtumanni að innheimta álagða skatta með sama hætti hvort sem þeir byggjast á álagningu samkvæmt framtali eða áætlun skattstjóra.

     5.      Hversu margir þeirra eru gjaldþrota að kröfu hins opinbera, þ.e. vegna vanskila á opinberum gjöldum og hve margir eru gjaldþrota vegna vanskila á áætluðum opinber um gjöldum?
    Fjöldi gjaldþrotaskiptabeiðna má finna í svari til Alþingis við fyrirspurn frá Hjálmari Árnasyni á þingskjali nr. 888. Að sama skapi og fram kemur í svari við 4. lið er ekki unnt að sundurliða fjölda þeirra gjaldenda sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa óskað eftir gjald þroti hjá eftir því hvort þeir eru í vanskilum með skatta sem byggjast á álagingu samkvæmt framtali eða samkvæmt áætlun skattstjóra.

     6.      Hvernig er meðferð áætlana hér á landi í samanburði við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum?
    Lagarammi og settar reglur um áætlanir er nánast með sama hætti á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndum. Efnislega er þó nokkur munur á umfangi og fjölda þeirra aðila sem sæta áætlun á gjaldstofna. Verði vanhöld á framtalsskilum tíðkast t.d. í Danmörku að beita dagsektum uns úr er bætt. Framtalsfrestur er að einhverju marki rýmri að tekjuári liðnu í hin um löndunum og framtalsgerð víða á þann veg að miðlæg upplýsingakerfi skila nánast full búnum framtalsupplýsingum þannig að álögð gjöld geta byggst á þeim einum. Um þetta atriði er m.a. fjallað í nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðunar um skatteftirlit og vísast að öðru leyti til þess er þar greinir um svar við þessari spurningu.