Ferill 288. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1276 – 288. mál.



Breytingartillögur



við frv. til sveitarstjórnarlaga.

Frá minni hluta félagsmálanefndar (RG).



     1.      1. gr. orðist svo:
             Landið skiptist í staðbundin sveitarfélög sem ráða sjálf málefnum sínum á eigin ábyrgð utan miðhálendis Íslands sem verður sjálfstæð stjórnsýslueining sem lýtur sérstakri stjórn. Forsætisráðherra skipar níu manna stjórn miðhálendis til fjögurra ára að fengnum tilnefningum. Umhverfis-, iðnaðar-, samgöngu- og félagsmálaráðherra tilnefna einn full trúa hver og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir fjóra fulltrúa. Forsætisráðherra skipar einn fulltrúa og er hann jafnframt formaður stjórnarinnar.
             Sveitarfélög eru lögaðilar.
              Hver maður telst íbúi þess sveitarfélags þar sem hann á lögheimili.
     2.      Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:
             Miðhálendið markast af línu sem dregin verður milli heimalanda og afrétta, línu sem miðað var við í tillögum svæðisnefndar að skipulagi hálendisins frá 1997.