Ferill 544. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1279 – 544. mál.Breytingartillögurvið frv. til l. um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða.

Frá sjávarútvegsnefnd.     1.      Við 7. gr. Á eftir orðunum „neyslu innan lands og“ í 1. mgr. komi: til sölu.
     2.      Við 8. gr. Orðin „eftir því sem ráðherra ákveður með reglugerð“ falli brott.
     3.      Við 11. gr. Orðið „búlkuð“ í 3. málsl. falli brott.
     4.      Við 26. gr. Orðið „aðeins“ í 4. mgr. falli brott.
     5.      Við 28. gr. 4. mgr. falli brott.
     6.      Við 30. gr. Í stað orðanna „þessari málsgrein“ í 2. mgr. komi: 1. mgr.
     7.      Við 31. gr.
       a.      1. mgr. orðist svo:
                  Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um efni þessara laga og að ákveða gjald fyrir þjónustu sem Fiskistofa veitir á grundvelli þeirra. Gjaldið skal ekki vera hærra en sem nemur kostnaði af þjónustunni.
       b.      3. mgr. falli brott.
     8.      Við 32. gr. Í stað orðsins „varðhaldi“ komi: fangelsi.
     9.      Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þar til IV. og V. kafli laga þessara taka gildi skal sjávarútvegsráðherra veita leyfi fyrir innflutningi lifandi fiska, skrápdýra, liðdýra eða lindýra, sem lifa í söltu vatni, að upp fylltum settum skilyrðum. Ráðuneytið skal leita umsagnar yfirdýralæknis um leyfis veitingarnar og hafa hliðsjón af lögum um innflutning dýra eftir því sem við getur átt.

Prentað upp.