Ferill 639. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1280 – 639. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, og l. nr. 92 24. maí 1994, um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið á sinn fund Ara Edwald, aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra.
    Frumvarpi þessu er ætlað að sníða agnúa af lagaákvæðum um veiðar smábáta, eins og nánar er rakið í greinargerð með frumvarpinu, og framlengja heimild Þróunarsjóðs sjávarút vegsins til úreldingar á sóknardagabátum um hálft ár, eða til 1. október nk.
    Steingrímur J. Sigfússon, Lúðvík Bergvinsson og Svanfríður Jónasdóttir taka undir það markmið frumvarpsins að sníða agnúa af lagaákvæðum um veiðar smábáta en vísa jafnframt um afstöðu sína til málsins í heild til nefndarálita minni hluta sjávarútvegsnefndar vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á fiskveiðistjórnun krókabáta á þessu kjörtímabili.
    Sjávarútvegsnefnd leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Við 2. gr. Í stað orðanna „5. málsl. 5. mgr.“ í a-lið komi: 6. málsl. 5. mgr.


Alþingi, 29. apríl 1998.



Steingrímur J. Sigfússon,


form., með fyrirvara.


Árni R. Árnason,


frsm.


Einar Oddur Kristjánsson.



                                       

Guðmundur Hallvarðsson.     


Stefán Guðmundsson.     


Hjálmar Árnason.     



Lúðvík Bergvinsson,


með fyrirvara.


Svanfríður Jónasdóttir,


með fyrirvara.


Vilhjálmur Egilsson.