Ferill 480. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1283 – 480. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 96/1995, um gjald af áfengi.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða Þorláksson, Bergþór Magn ússon og Hermann Jónasson frá fjármálaráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá áfengisvarnaráði, ÁTVR, Kaupmannasamtökun um, Sambandi veitinga- og gistihúsa, Verslunarráði Íslands, lögreglustjóranum í Reykjavík, Samtökum iðnaðarins, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, ríkisskattstjóra, Vímulausri æsku, Eðalvínum ehf. og Þorsteini Einarssyni hdl. fyrir hönd H.S.S. ehf.
    Í frumvarpinu er lögð til sú breyting á lögum um gjald af áfengi að áfengi verði flokkað í þrjá meginflokka við ákvörðun áfengisgjalds, þ.e. í fyrsta lagi öl, í öðru lagi vín og aðrar gerjaðar drykkjarvörur að hámarki 15% að styrkleika og í þriðja lagi annað áfengi. Þá er lagt til að við gildistöku laganna 1. júní 1998 falli brott lög um skemmtanaskatt en ákvæði þeirra laga þykja um margt úrelt sökum breytinga sem orðið hafa á skemmtanastarfsemi undanfarin ár.
    Nefndin ræddi sérstaklega hvort rétt væri að dykkjarvörur sem falla undir vörulið 2206, en undir þann lið falla meðal annars blöndur gerjaðra drykkjarvara og óáfengra drykkjar vara, væru flokkaðar með sama hætti við ákvörðun áfengisgjalds og vín sem flokkast undir vöruliði 2204 og 2205. Nefndin telur rétt að drykkjarvörur sem falla undir vörulið 2206 flokkist með öðrum hætti til gjaldskyldu en vín sem fellur undir framangreinda vöruliði.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU    :


    Við 2. gr. Í stað orðanna „og öðrum gerjuðum drykkjarvörum sem flokkast undir vöruliði 2204, 2205 og 2206 og eru“ í 2. tölul. 1. efnismgr. komi: sem flokkast undir vöruliði 2204 og 2205 og er.

Alþingi, 18. apríl 1998.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Pétur H. Blöndal.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Einar Oddur Kristjánsson.



Sólveig Pétursdóttir.



Valgerður Sverrisdóttir.



Sighvatur Björgvinsson.



Ágúst Einarsson.



Steingrímur J. Sigfússon,


með fyrirvara.