Ferill 27. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1285 – 27. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um endurskoðun á ákvæðum laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og umsagnir hafa borist frá Fiskistofu, Hafrannsókna stofnuninni, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslustöðva, Sjó mannasambandi Íslands og Vélstjórafélagi Íslands.
    Með þingsályktunartillögunni er lagt til að skipuð verði nefnd til að endurskoða ákvæði laga nr. 57/1996. Sérstaklega verði skoðað ákvæði 3. gr. með það í huga hvort ekki sé rétt að skipstjóri geti ákveðið við löndun hve mikinn hluta afla skips skuli telja til kvóta þess og að allur annar afli skipsins teljist eign rannsóknarstofnana sjávarútvegsins.
    Nefndin tekur undir markmið tillögunnar um að freista þess að draga úr brottkasti afla og auka þar með nýtingu á verðmætum auðlindarinnar. Að öðru leyti vísar nefndin til greinar gerðar sem fylgdi tillögunni.
    Með hliðsjón af fyrrgreindu leggur nefndin til að þingsályktunartillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Lúðvík Bergvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. apríl 1998.



Steingrímur J. Sigfússon,


form., frsm.


Árni R. Árnason.



Valgerður Sverrisdóttir.




Guðmundur Hallvarðsson.



Svanfríður Jónasdóttir.



Hjálmar Árnason.



Einar Oddur Kristjánsson.



Vilhjálmur Egilsson.