Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1290 – 598. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á læknalögum, nr. 53/1988, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Snædal frá Læknafélagi Íslands og Ólaf Ólafsson landlækni.
    Með frumvarpinu er lögð til breyting á læknalögum í þeim tilgangi að afmarka tilkynn ingarskyldu vegna óvæntra skaða og gera um leið strangari kröfur til heilbrigðisstofnana um að rannsaka slík mál sjálfar.
    Nefndin tekur undir markmið frumvarpsins og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 28. apríl 1998.Össur Skarphéðinsson,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.Sigríður A. Þórðardóttir.
Guðmundur Hallvarðsson.Ásta R. Jóhannesdóttir.Sólveig Pétursdóttir.Margrét Frímannsdóttir,

með fyrirvara.

Guðni Ágústsson.Lára Margrét Ragnarsdóttir.