Ferill 156. máls. Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1293 – 156. mál og 174. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um brottfall l. nr. 73/1994, um söfnunarkassa, og um frv. til l. um breyt. á l. um Happdrætti Háskóla Íslands, nr. 13/1973, með síðari breytingum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málin. Umsagnir bárust frá Sýslumannafélagi Íslands, Íslenskum söfnunarkössum, Íþróttasambandi Íslands, Rauða krossi Íslands, Landsbjörg, landssambandi björgunarsveita, Geðlæknafélagi Íslands, Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefna vandann, Slysavarnafélagi Íslands, sýslumanninum í Bolungarvík, dómsmálaráðuneytinu, Neytendasamtökunum, ríkislögreglustjóra og Ragnari Gíslasyni. Einnig fór nefndin í heim sókn til Rauða kross Íslands í tengslum við umfjöllun um málin.
    Nefndinni bárust upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu um að ákveðið hefði verið að taka happdrættismálefni í heild sinni til endurskoðunar og að skipuð hefði verið nefnd í því skyni sem í eiga sæti fulltrúar dómsmálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, heil brigðis- og tryggingamálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis.
    Nefndin tekur undir nauðsyn þess að löggjöf um happdrættismálefni verði endurskoðuð. Í ljósi þess að nú er unnið að þessum málum á vegum ríkisstjórnarinnar leggur nefndin til að málunum verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.



Bryndís Hlöðversdóttir.



                             

Árni R. Árnason.



Jóhanna Sigurðardóttir.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.



Kristján Pálsson.     


Guðný Guðbjörnsdóttir.



Hjálmar Jónsson.