Ferill 521. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1295 – 521. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (fyrning sakar).

Frá allsherjarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Bogason frá dómsmála ráðuneyti, Hallgrím Ásgeirsson lögfræðing og Þórhildi Líndal, umboðsmann barna. Þá hafa nefndinni borist umsagnir um málið frá Barnaverndarstofu, lögreglustjóranum í Reykjavík, ríkissaksóknara, Reykjavíkurborg, umboðsmanni barna, Sýslumannafélagi Íslands og Lög mannafélagi Íslands.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á IX. kafla almennra hegningarlaga, um fyrningu sakar og brottfall viðurlaga. Lagt er til að sakarfyrningarfrestur vegna kynferðisafbrota gegn börnum teljist aldrei fyrr en frá þeim degi er barnið nær 14 ára aldri. Þá er lagt til að undan gengin rannsókn rjúfi ekki fyrningarfrest ef opinberu máli er vísað frá héraðsdómi og ekki er hafist handa við að bæta úr ágöllum á málatilbúnaði ákæruvaldsins innan sex mánaða frá þeim degi. Einnig er lagt til að fyrningarfrestur fésektar lengist um tvö ár ef greiðsla sektar hefur verið tryggð með fjárnámi eða öðrum sambærilegum hætti innan frestsins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Jóhanna Sigurðardóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir skrifa undir álit þetta með fyrirvara og áskilja sér rétt til að flytja og fylgja breytingartillögum sem fram kunna að koma.

Alþingi, 28. apríl 1998.Sólveig Pétursdóttir,


form., frsm.


Jón Kristjánsson.Árni R. Árnason.
Kristján Pálsson.     


Gunnlaugur M. Sigmundsson.     


Hjálmar Jónsson.     Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.


Bryndís Hlöðversdóttir,


með fyrirvara.


Guðný Guðbjörnsdóttir,


með fyrirvara.