Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1297 – 559. mál.Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á l. um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðmund Sigþórsson, Jón Erling Jónasson og Jón Höskuldsson frá landbúnaðarráðuneyti. Þá komu til fundar Sigurgeir Þorgeirsson og Ari Teitsson frá Bændasamtökum Íslands og Guðbjörn Árnason frá Lands sambandi kúabænda.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá Vinnumálasambandinu, Bændasamtökum Íslands, Landssambandi kúabænda, Vinnuveitendasambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusambandi Íslands og Neytendasamtökunum.
    Í frumvarpinu er lagt til að lögfestar verði nauðsynlegar breytingar á lögum um fram leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum vegna ákvæða í samningi frá 17. desember 1997, um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu, milli landbúnaðarráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands. Samningurinn um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu bygg ist á áliti sjömannanefndar frá 4. nóvember 1997 um framleiðslu og vinnslu mjólkur.
    Nefndin ræddi sérstaklega ákvæði 14. gr. frumvarpsins um að öll viðskipti með greiðslu mark skuli fara um einn markað sem Framleiðsluráð landbúnaðarins eða annar aðili annast samkvæmt ákvörðun ráðherra. Nefndin leggur til að felld verði brott skilyrðislaus ákvæði um að viðskipti með greiðslumark mjólkur skuli fara um einn markað. Í stað þess verði land búnaðarráðherra heimilt með reglugerð að ákveða markaðsfyrirkomulag sem skal gilda um viðskipti með greiðslumark mjólkur.
    Í samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu frá 17. desember sl. eru ákvæði um að samningsaðilar muni standa að könnun og mati á mögulegum leiðum til að auka sveigjanleika núverandi kvótakerfis, auðvelda tilfærslu á greiðslumarki milli framleiðenda, auðvelda ný liðun og stuðla að raunhæfu verðlagi á greiðslumarki. Í áliti sjömannanefndar er á sama hátt lagt til að gerð verði úttekt á áhrifum fyrirkomulags sem leiddi til sveigjanlegra framleiðslu stjórnunarkerfis á afkomu mjólkurframleiðenda, tilkostnað við mjólkurframleiðslu hjá fram leiðendum og afurðastöðvum, nýliðun innan greinarinnar og jafnvægi í framleiðslu og eftir spurn mjólkurafurða. Nefnd sú sem standa skal að framangreindri könnun geri meðal annars tillögur til landbúnaðarráðherra um markaðsfyrirkomulag á viðskiptum með greiðslumark í mjólk sem fullnægi þeim skilyrðum um hagræðingu og hagkvæmni sem rakin er að framan.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagðar eru til tvær orðalagsbreytingar á 2. gr. frumvarpsins.
     2.      Lagðar eru til nokkrar breytingar á 14. gr. frumvarpsins . Í fyrsta lagi er lagt til að fellt verði brott ákvæði í 1. mgr. þess efnis að öll viðskipti með greiðslumark skuli fara um einn markað, sbr. umfjöllun hér að framan. Í öðru lagi er lagt til að kveðið verði á um í 3. mgr. að leiguliða sé heimilt að selja sérskráð greiðslumark án samþykkis jarðareig anda, en jarðareigandi skuli þó eiga forkaupsrétt við ábúðarlok leiguliða og að í 2. mgr. verði vísað til þessa ákvæðis 3. mgr. Með þessu er verið að undirstrika að ákvæði síðari málsliðar 2. mgr. eigi ekki við um sölu á sérskráðu greiðslumarki og hins vegar að for kaupsréttarákvæði jarðareiganda eigi aðeins við þegar um ábúendaskipti er að ræða. Þá er í þriðja lagi lagt til að landbúnaðarráðherra skuli setja nánari ákvæði í reglugerð um markaðsfyrirkomulag en ekki markaðssetningu.

Alþingi, 28. apríl 1998.Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.Árni M. Mathiesen.Magnús Stefánsson.Hjálmar Jónsson.Guðjón Guðmundsson.Sigríður Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.