Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1299 – 436. mál.


Nefndarálitum frv. til l. um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Frá landbúnaðarnefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Höskuldsson og Guðmund Sig þórsson frá landbúnaðarráðuneyti. Þá komu til fundar Halldór Runólfsson yfirdýralæknir Brynjólfur Sandholt, fyrrverandi yfirdýralæknir, Eggert Gunnarsson frá Dýralæknafélagi Ís lands, Grétar H. Harðarson héraðsdýralæknir, Páll Stefánsson, sjálfstætt starfandi dýralækn ir, Sigurgeir Þorgeirsson frá Bændasamtökunum, Guðmundur Georgsson, forstöðumaður á Keldum, Kristinn Gylfi Jónsson frá Svínaræktarfélagi Íslands og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfisráðuneyti.
    Umsagnir um málið bárust nefndinni frá héraðsdýralækni Austurlandsumdæmis syðra, Bændasamtökum Íslands, búnaðarþingi, héraðsdýralækni Snæfellsnesumdæmis, héraðsdýra lækni Helluumdæmis, héraðsdýralækni Laugarásumdæmis, Tilraunastöð háskólans í meina fræði á Keldum, oddvitasamstarfi Héraðs og Borgarfjarðar eystri, héraðsdýralækni Vestur-Eyjafjarðarumdæmis, Páli A. Pálssyni, Breiðdalshreppi, Grétari H. Harðarsyni héraðsdýra lækni, héraðsdýralækni Austur-Skaftafellsumdæmis, Dýralæknafélagi Íslands, Félagi sjálf stætt starfandi dýralækna, héraðsdýralækni Dalvíkurumdæmis, héraðsdýralækni Þingeyjar umdæmis eystra, héraðsdýralæknum og Hollustuvernd ríkisins.
    Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði ný heildarlöggjöf um dýralækna en gildandi lög um dýralækna eru að stofni til frá árinu 1981. Í frumvarpinu eru meðal annars lagðar til breytingar á skipan umdæma héraðsdýralækna og mælt er fyrir um skiptingu landsins í vakt svæði dýralækna. Þá er lagt til að komið verði á fót sérstöku dýralæknaráði, skipuðu fjórum mönnum, sem á m.a. að fjalla um innflutning búfjár sé hans óskað, að sú meginregla gildi að eingöngu þeir dýralæknar sem hafa leyfi til að stunda dýralækningar megi framkvæma læknisaðgerðir á dýrum og í samræmi við ákvæði lyfjalaga er einnig lagt til að sérstaklega verði kveðið á um að dýralækni sé einungis heimilt að afhenda eða ávísa lyfseðilsskyldum lyfjum handa dýri þegar hann hefur greint sjúkdóminn.
    Nefndin ræddi sérstaklega síðastnefnda atriðið en með því er ætlunin að skapa meira að hald og árvekni í meðferð lyfja. Í flestum tilvikum verður að reikna með að sjúkdómsgreining byggist á skoðun, en greining á rannsóknastofu eftir heimsókn dýralæknis eða eftir símavið tal, þar sem dýralæknir hefur farið yfir einkenni og gang sjúkdóms með eiganda eða umráða manni, er einnig talin fullnægjandi sé ekki um nokkurn vafa að ræða af hálfu dýralæknis.
    Þá var rætt ákvæði 13. gr. um heimild landbúnaðarráðherra til þess að semja við dýra lækna við sérstakar aðstæður um greiðslu hluta ferðakostnaðar. Ljóst er að þær reglur sem þörf er á að setja um greiðslu ferðakostnaðar verður að móta í ljósi þeirrar reynslu sem fæst af nýja kerfinu. Þar verður meðal annars að horfa til þess hver verður þróunin í búsetumálum dýralækna eftir gildistöku laganna.
    Þá var einnig rætt ákvæði 15. gr. vegna athugasemda Tilraunastöðvar Háskólans á Keld um og er lögð til breyting á þeirri grein. Nefndin telur rétt að taka það fram að með ákvæði 15. gr. er ekki ætlunin að breyta verkaskiptingu og samstarfi yfirdýralæknis og Tilrauna stöðvarinnar á Keldum frá því sem nú er.
    Loks var rætt sérstaklega hvort breytingar á störfum dýralækna samkvæmt frumvarpinu hefðu í för með sér aukinn kostnað fyrir bændur. Í minnisblaði frá landbúnaðarráðuneytinu um áætlun um breytingar á kostnaði vegna frumvarpsins, sem er fylgiskjal með nefndaráliti þessu, kemur meðal annars fram að kostnaður bænda breytist ekki með samþykkt frumvarps ins að öðru leyti en því sem kann að leiða af ákvæðum samkeppnislaga, þar sem reiknað er með að gjaldskrá verði óbreytt. Kjötskoðunardýralæknar eru taldir verða sjö og kostnaður við þá áætlaður miðað við almenn laun núna fyrir fullt starf. Heildarkostnaður við þau störf sem áætlað er fyrir er talinn fara lækkandi.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1.      Lagðar eru til tvær breytingar á 4. gr. Annars vegar er lagt til að varamenn í dýralæknaráði skuli skipaðir með sama hætti og aðalmenn. Þetta er lagt til þar sem aðalmenn geta til dæmis orðið vanhæfir þegar tekin eru fyrir ágreiningsmál er varða dýralæknisþjón ustu. Hins vegar er lagt til að dýralæknaráð skuli ekki einungis fjalla um innflutning bú fjár sé hans óskað heldur og erfðaefnis þess. Þessi breyting er lögð til í samræmi við ákvæði laga um innflutning dýra.
     2.      Lagðar eru til breytingar á 5. gr. í samræmi við ákvæði laga um matvæli og laga um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat sláturafurða.
     3.      Lögð er til sú breyting á 9. gr. að dýralækni beri að upplýsa eiganda eða umráðamann dýrs sem hann fær til meðferðar um ástand dýrsins o.fl. sé þess óskað.
     4.      Lagðar eru til breytingar á 11. gr. sem fjallar um umdæmi héraðsdýralækna. Í fyrsta lagi er lagt er til að í stað Austfjarðaumdæmis í 10. tölul. 1. mgr. komi tvö umdæmi, þ.e. Austurlandsumdæmi nyrðra og Austurlandsumdæmi syðra. Í öðru lagi er lagt til að við 3. mgr. bætist nýr málsliður þar sem mælt er fyrir um að ávallt skuli aðskilja eins og kostur er eftirlitsstörf dýralækna og almenna dýralæknisþjónustu. Nú eru ekki alls stað ar skilyrði til þess að aðskilja eftirlit og þjónustu en hér er við það miðað að ef slíkar aðstæður skapast í framtíðinni skuli aðskilnaði komið á. Í þriðja lagi er lagt til að við greinina bætist ný málsgrein þar sem kveðið verði á um að landbúnaðarráðherra skuli sjá héraðsdýralæknum fyrir skrifstofuaðstöðu í samræmi við umfang starfsemi þeirra.
     5.      Lagðar eru til tvær breytingar á 12. gr. Sú fyrri er í samræmi við breytingar á umdæmaskipan í 11. gr., sbr. 4. lið, en sú síðari miðar að því að heimilt verði að skipta vakt inn an sama vaktsvæðis milli fleiri dýralækna á sama tíma. Síðarnefnd breyting er lögð til þar sem ýmsar aðstæður kunna að koma upp, bæði vegna erfiðra samgangna og sérstaks annríkis, sem leiða til þess að hentugra þyki að fleiri en einn dýralæknir sé á vakt á sama tíma innan sama vaktsvæðis.
     6.      Lögð er til breyting á 14. gr. þar sem fjallað er um störf sérgreinadýralækna og sérstaklega kveðið á um að sérgreinadýralækni sé óheimilt að stunda almennar dýralækningar á sínu sérsviði. Með þessu er leitast við að tryggja að starfssvið þeirra og annarra dýra lækna skarist ekki.
     7.      Lögð er til breyting á 15. gr. til að árétta að ekki er ætlunin að breyta verkaskiptingu og samstarfi Tilraunastöðvarinnar á Keldum og yfirdýralæknis frá því sem nú er.
     8.      Loks er lögð til sú breyting að felld verði brott tilvísun til varðhalds í 19. gr. í samræmi við frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám varðhaldsrefsingar hér á landi.
    Sigríður Jóhannesdóttir áskilur sér rétt til að flytja og styðja breytingartillögur sem fram kunna að koma.

Alþingi, 28. apríl 1998.Guðni Ágústsson,


form., frsm.


Egill Jónsson.Árni M. Mathiesen.Magnús Stefánsson.Hjálmar Jónsson.Guðjón Guðmundsson.Sigríður Jóhannesdóttir,


með fyrirvara.


Ágúst Einarsson.Lúðvík Bergvinsson.


Fylgiskjal.


Landbúnaðarráðuneytið:

Minnisblað um áætlun um breytingar á kostnaði


vegna frumvarps um dýralækna.


(24. apríl 1998.)    Í meðfylgjandi töflu er gerð áætlun um breytingar á kostnaði við störf héraðsdýralækna, sjálfstætt starfandi dýralækna og kjötskoðunarlækna sem kynni að leiða af breytingu á lögum um dýralækna samkvæmt frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi. Borinn er saman kostnaður sem greiðist af ríkissjóði, bændum og vegna kjötskoðunar samkvæmt því sem má áætla að hann sé nú og hvernig hann kann að breytast annars vegar samkvæmt ákvæðum frumvarpsins og hins vegar samkvæmt tillögum sem fram komu á búnaðarþingi. Þessi áætlun er gerð út frá upplýsingum ríkisreiknings um greiðslur til héraðsdýralækna, um ráðstöfun eftirlitsgjalds vegna kjötskoðunar og upplýsingum úr búreikningum um kostnað við dýralækningar. Taka ber fram að við áætlun um kostnað við nýtt fyrirkomulag dýralæknaþjónustunnar er um verulega óvissu að ræða sem helgast af því að ekki verður séð fyrir hvernig haldið verður á samningum sem gerðir verða vegna framkvæmdar laganna. Greiðslur fyrir kjötskoðun í sláturhúsum og störf fyrir bændur fara alfarið eftir gjaldskrá sem landbúnaðarráðherra setur. Ekki er gert ráð fyrir að þar verði breyting á að öðru leyti en því er leiðir af samkeppnislög um. Launakostnaður er áætlaður eftir launum sem greidd eru í dag.

1. Greiðslur samkvæmt gildandi lögum.
    Fjöldi starfandi dýralækna er sýndur eins og hann er talinn árið 1997. Greiðslur ríkisjóðs ná yfir launakostnað og annan kostnað við rekstur embættisins að frátöldu húsnæði. Kostn aður bænda felst í aðgerðargjöldum og akstri. Kostnaður við kjötskoðun er launakostnaður og akstur.

2. Greiðslur samkvæmt frumvarpi.
    Fjöldi dýralækna er sýndur eins og hann er áætlaður. Kostnaður við héraðsdýralækna er reiknaður hlutfallslega miðað við ríkisreikning 1997 og hækkaður um laun til sex dýralækna sem munu starfa án þess að taka laun samkvæmt gjaldskrá dýralækna. Sjálfstætt starfandi dýralæknar eru taldir verða 18. Ekki er talið að kostnaður bænda aukist við þessa breytingu þar sem reiknað er með að gjaldskrá verði óbreytt. Kjötskoðunarlæknar eru taldir verða sjö. Kostnaður við þá er áætlaður miðað við almenn laun nú fyrir fullt starf. Heildarkostnaður við þau störf sem áætlað er fyrir er talinn fara lækkandi.

3. Greiðslur samkvæmt tillögu BÍ.
    Fjöldi dýralækna er samkvæmt tillögum BÍ. Sömu forsendur við áætlun eru að öðru leyti notaðar eins og við 1. og 2. lið. Í þessu dæmi er um verulegan tilflutning að ræða í kostnaði milli héraðsdýralækna og lækna við kjötskoðun o.fl. (sjá þann dálk). Heildarkostnaður er tal inn fara hækkandi.

Áætlun um kostnað við störf dýralækna í sambandi við breytingar á lögum um dýralækna miðað við ríkisreikning 1997. (Fjárhæðir eru í millj. kr.)


Fj.
Greiðslur samkvæmt
gildandi lögum

Fj.
Greiðslur samkvæmt
frumvarpi

Fj.
Greiðslur samkvæmt
tillögum BÍ
Ríkissj. Bændur Kjötsk. Ríkissj. Bændur Kjötsk. Ríkissj. Bændur Kjötsk.

o.fl.

Héraðsdýral. 26,5 56,7 106,2 21,5 19 52,5 106,2 5,1 10 22,5 106,2
Sjálfst. starf. 12 6,5 18 ?
Kjötskoðunarl. 0 7 22,9 22 72,0
38,5 56,7 106,2 28,0 44 52,5 106,2 28,0 32 22,5 106,2 72,0
Alls 190,9 186,7 200,7

Athugasemdir: 1. Greiðslum vegna kjötskoðunar samkvæmt gildandi lögum er skipt milli héraðsdýralækna og sjálfstætt starfandi dýralækna eftir áætlun.
2. Greiðslur ríkissjóðs til héraðsdýralækna samkvæmt frumvarpi eru miðaðar við að sex héraðsdýralæknar muni ekki taka laun eftir gjaldskrá dýralækna .