Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1300 – 436. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Frá landbúnaðarnefnd.



     1.      Við 4. gr.
       a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Varamenn skulu tilnefndir á sama hátt.
       b.      Á eftir orðunum „innflutning búfjár“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: og erfðaefnis þess.
     2.      Við 5. gr.
       a.      D-liður 2. mgr. orðist svo: yfirumsjón með heilbrigði sláturdýra, heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum og framleiðslu mjólkur, auk yfirumsjónar með heilbrigði annars búfjár og afurða þess.
       b.      E-liður 2. mgr. orðist svo: skipulagningu, gagnaöflun og skýrslugerð varðandi dýrasjúkdóma, heilbrigðisskoðun sláturafurða og heilbrigðiseftirlit með framleiðslu mjólk ur; hann sér um árlega útgáfu heilbrigðisskýrslna.
     3.      Við 9. gr. Við fyrri málslið 2. mgr. bætist: sé þess óskað.
     4.      Við 11. gr.
       a.      Í stað orðanna „Norður-Þingeyjarsýsla, Skeggjastaða- og Vopnafjarðarhreppar í Norður-Múlasýslu“ í 9. tölul. 1. mgr. komi: Norður-Þingeyjarsýsla.
       b.      Í stað 10. tölul. 1. mgr. komi tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
              10. Austurlandsumdæmi nyrðra: Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Norður-Múlasýsla.
              11. Austurlandsumdæmi syðra: Eskifjörður, Neskaupstaður, Suður-Múlasýsla.
       c.      2. mgr. orðist svo:
                 Skipa skal einn héraðsdýralækni í hvert umdæmi, að undanskildu Vestfjarðaumdæmi og Þingeyjarumdæmi, en í hvort þeirra skal skipa tvo héraðsdýralækna.
       d.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ávallt skal aðskilja sem kostur er eftirlitsstörf dýralækna og almenna dýralæknisþjónustu.
       e.      Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                 Landbúnaðarráðuneytið skal sjá héraðsdýralæknum fyrir skrifstofuaðstöðu í sam ræmi við umfang starfseminnar.
     5.      Við 12. gr.
       a.      Í stað 10. tölul. komi tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
              10. Austurlandsumdæmi nyrðra.
              11. Austurlandsumdæmi syðra.
       b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Heimilt er að skipta vakt innan sama vaktsvæðis milli fleiri dýralækna samtímis.
     6.      Við 14. gr. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sérgreinadýralækni er óheimilt að stunda almennar dýralækningar á sínu sérsviði.
     7.      Við 15. gr. Greinin orðist svo:
             Yfirdýralæknir skal hafa aðgang að viðunandi aðstöðu, búnaði og sérþekkingu til greiningar dýrasjúkdóma vegna sjúkdómsvarna og forvarnastarfa.
     8.      Við 19. gr. Orðið „varðhaldi“ í fyrri málslið falli brott.