Ferill 621. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1301 – 621. mál.
                             


Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opin berra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráð herra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Hjálmar W. Hannesson, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Benedikt Bogason, skrifstofustjóra í dómsmálaráðuneytinu, og Tómas H. Heiðar, aðstoðarþjóðréttarfræðing utanríkisráðuneyt isins.
    Með fullgildingu þessa samnings skuldbindur Ísland sig til þess að setja í löggjöf sína ákvæði sem gera það refsivert að bjóða erlendum opinberum starfsmönnum mútur í þeim til gangi að ná eða halda viðskiptum eða öðrum ótilhlýðilegum ávinningi í alþjóðaviðskiptum. Meðal annars þarf að útvíkka refsilögsögu ríkisins þannig að hún nái yfir þau brot sem samningurinn fjallar um því að skv. 2. gr. laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í saka málum, nr. 13/1984, verða íslenskir ríkisborgarar ekki framseldir til annarra ríkja og breytir fullgilding þessa samnings að sjálfsögðu engu þar um. Nefndin telur mikilvægt að nauðsyn legar lagabreytingar sem fylgja aðild að samningnum verði gerðar hið fyrsta.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Össur Skarphéðinsson,


varaform.


Gunnlaugur M. Sigmundsson,

frsm.


Árni R. Árnason.



                             

Tómas Ingi Olrich.



Margrét Frímannsdóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Siv Friðleifsdóttir.



Kristín Ástgeirsdóttir.



Vilhjálmur Egilsson.