Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1302 – 7. mál.
                             


Nefndarálit



um till. til þál. um aukið framlag til þróunarsamvinnu.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna. Málið er endurflutt frá síðasta þingi og þá barst um sögn frá Þróunarsamvinnustofnun.
    Á undanförnum árum hefur talsverð umræða orðið um aukin framlög Íslendinga til þróun arsamvinnu. Þrátt fyrir að ekki hafi verið fylgt eftir sem skyldi þeim markmiðum sem sett voru í ályktun Alþingis frá árinu 1985 hefur þróunaraðstoð og samvinna aukist jafnt og þétt. Skemmst er að minnast þess að á þessu ári verður hafinn rekstur Sjávarútvegsskóla Sam einuðu þjóðanna og 22. apríl sl. samþykkti Alþingi aðild Íslands að Fjölþjóðlegu fjárfesting arábyrgðastofnuninni. Á síðasta ári, 16. apríl, skilaði Jónas H. Haralz skýrslu um þróunar samvinnu Íslands. Skýrslan var unnin á vegum utanríkisráðuneytisins í samráði við Þróunar samvinnustofnun Íslands. Markmið hennar er að veita stjórnvöldum yfirsýn yfir stöðu, hlut verk og árangur íslenskrar þróunarsamvinnu í ljósi alþjóðlegrar reynslu og þar með auðvelda þeim að marka stefnu og haga framkvæmdum í þróunarmálum.
    Stefnumörkun í þróunarmálum fer nú fram á vegum stjórnvalda og mun utanríkismála nefnd fjalla ítarlega um niðurstöður þeirrar vinnu þegar þær liggja fyrir. Í ljósi þess leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 28. apríl 1998.



Össur Skarphéðinsson,


varaform.


Kristín Ástgeirsdóttir,


frsm.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.



Siv Friðleifsdóttir.



Tómas Ingi Olrich.



Margrét Frímannsdóttir.



Árni R. Árnason.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Vilhjálmur Egilsson.